Við elskum að hata þessa

Stærstu tískuhús heims virðast sammála um ákveðið trend í sumar sem flestir sem við þekkjum elska að hata.

Við elskum að hata þessa

Stærstu tískuhús heims virðast sammála um ákveðið trend í sumar sem flestir sem við þekkjum elska að hata.

Þegar hátískuhús á heimsmælikvarða eins og Hermès, Celine, Chanel og Bottega Veneta eru komin um borð í klossa-lestina er ekki aftur snúið! Þið munuð sjá Crocs-lega klossa útum allt á næstunni!

Leður- og viðarklossar Hermès

Í öllum litatónum.

Skoðið þessa vel og vandlega, eftirlíkingar verða útum allt innan tíðar!

Í búðum

Okkur þykir leiðinlegt að segja: við sögðum það!

Chanel, Celine eða Zara?

Zara er fljót að spotta næstu stóru trend eins og sjá má.

Nýjasta Crocs-lega týpa Bottega Veneta fer á „litlar“ 65.000 krónur. Við vitum ekki með ykkur en við létum ekki sjá okkur dauðar í þessum!

Fleiri skelfilegir

Hver datt á hausinn hér?

Tréklossar í hollenskum stíl

Gamaldags tréklossar eru að koma sterkir inn. Spurningin er bara: hver er að kaupa þetta trend?

Klossar úr sumarlínu Bally 2021. Mynd: IMAXtree.

Þessir eru svolítið smart, non?

Enn eitt skótrendið sem við erum ekki alveg vissar um, hvað segið þið um svefnpokaskóna frá Louis Vuitton?

Louis Vuitton vor 2021. Mynd: IMAXtree.

Við elskum að hata þessa! Eða hötum við að elska þá?

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.