Ef sveinki hringir inn veikindi…

Þeir geta verið óttalegir jólasveinar, bræðurnir með rauðu húfurnar og hvíta skeggið! Kannski er það aldurinn, en þeir eru í það minnsta farnir að gleyma, orðnir fótafúnir, lofthræddir og þurfa já, bara okkar hjálp við og við. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir ef sveinki fær gigtarkast, jafnvægistruflanir eða hvað annað sem þá nú hrjáir.

Ef sveinki hringir inn veikindi…

Þeir geta verið óttalegir jólasveinar, bræðurnir með rauðu húfurnar og hvíta skeggið! Kannski er það aldurinn, en þeir eru í það minnsta farnir að gleyma, orðnir fótafúnir, lofthræddir og þurfa já, bara okkar hjálp við og við. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir ef sveinki fær gigtarkast, jafnvægistruflanir eða hvað annað sem þá nú hrjáir.

Þó enn sé tæpur mánuður þar til þeir brjótast til byggða, er ekki úr vegi að fara að safna í sarpinn. Aldrei er að vita hvenær heilsuleysið hellist yfir og fátt er ónotalegra en að fá örvæntingafullt símtal frá þeim rétt fyrir miðnætti að þeir komist ekki þá nóttina!

Hugurinn flögrar hratt og víða hjá smáfólkinu í desember og því ágætt að freista þess að róa hann um stund við föndur, þrautir, spil og önnur rólegheit.

Gulur, rauður, grænn og blár! Það eru allir regnbogans málningarlitir til í Söstrene Grene og allskonar vörur fyrir litla listafólkið. Málverk í pakkann til ömmu og afa?

Litirnir kosta 1.084 kr.
Eru krakkarnir að suða um hund? Leysum vandamálið með þessum fallega 3D púslhundi sem gaman er að setja saman. Ferfætlingurinn og fleiri vinir hans fást í A4 og kostar 999 krónur.
Hver elskar ekki að spila UNO? Kennum krökkunum það og við eignumst framtíðar spilafélaga. Fæst í A4 og kostar 1.999 krónur.
Það er eitthvað svo róandi að spila myllu. Best er þó að gera það yfir kertaljósi og heitu kakói. Þessi fallega trémylla fæst í Flying Tiger og kostar 600 krónur.

Það er svo ævintýralega gaman að fara í bíó. Því er gjafamiði á einhverja spennandi mynd í Smárabíó kjörinn glaðningur í skóinn á laugardags- eða sunnudagsmorgni. Verð frá 1.095 krónum.

Nú standa yfir risa Tax Free-dagar hjá Hagkaup sem þýðir afsláttur af dóti!

Risaeðlur eru bara svo spennandi, sérstaklega þegar hægt er að sameina þær fornleifafræði! Þetta skemmtilega uppgrafningarsett fæst í Tiger og kostar 1.000 krónur.
Töfrasandurinn sem litlir fingur hafa gaman af að handleika hefur verið að gera allt vitlaust undanfarna mánuði. Hann fæst í Hagkaup í nokkrum litum sem gaman er að blanda saman. Verð: 599 krónur.
Klassíski Rubiks-kubburinn sem við elskum að hata! Það er snúið að fá allar hliðar einlitar, en æfingin skapar meistarann og allir í fjölskyldunni bara verða að fá að prófa. Kubburinn fæst í Hagkaup og kostar 1.799 krónur.
Legófjölskyldan tekur alltaf á móti nýjum meðlimum og það skemmtilega er, enginn veit hver flytur inn fyrr en pokinn er opnaður. Pokarnir fást í Legóbúðinni og kosta 649 krónur.
Það er sama sagan ár eftir ár. Jólapeysu-sokka-húfu-dagarnir í skólanum koma alltaf aftan að okkur! Ekki láta ná þér þessa aðventuna!
Þessir krúttlegu jólasveinasokkar fást í Tiger og kosta 300 krónur.
Jólasveinahúfuna er einnig að finna í Tiger.

Það ætti enginn að fara í jólaköttinn sem kíkir í H&M, en þar er fjölbreytt úrval af jólapeysum.

Hver segir að það séu lög að klæðast þurfi jólapeysu á jólapeysudaginn? Við erum nú mis heitfeng. Þessi sæti jólabolur fæst í Lindex og kostar 2.199 krónur.

Já, það er gott að gera góðverk á borð við hjálpa þessum öldruðu sveinum ef þarf. Líttu bara á það sem tryggingu að streitulausum kvöldum á aðventunni og innlögn í karmabankann.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.