Fara í efni

Stjörnustílisti skreytir fermingar­veisluborðið

Fjölskyldan - 23. febrúar 2024

Stjörnustílistinn Þórunn Högna veit fátt skemmtilegra en að undirbúa góða veislu enda fagurkeri fram í fingurgóma. Hér eru nokkrar gullfallegar hugmyndir fyrir fermingarveisluborðið frá Þórunni til að veita okkur innblástur fyrir komandi veislutíð.

Fermingarveisluborðið að hætti Þórunnar Högna

Ljósmynd og stílisering: Þórunn Högna
Kökurnar á veisluborðinu eru frá 17 Sortum í Hagkaup, Smáralind, borðbúnaður frá Confetti Sisters sem fæst í Hagkaup og dúkarnir úr H&M Home, Smáralind.
Fallegt er að skreyta fermingarkökuna með lifandi eða gerviblómum og makrónum eins og sjá má hér.
Mér finnst gaman að nota skraut á nýjan og ferskan hátt, eins og glimmerhengi sem er oftast hengt upp, notaði ég á veisluborðið undir kökuna. Þá klippi ég lengjurnar niður, festi á blöðrur og fleira skemmtilegt!
Kleinuhringjastandar gera mikið fyrir augað (og bragðlaukana) en þeir fást í Hagkaup, Smáralind.
Kransakakan er sívinsæl á fermingarveisluborðið en litlir kransakökubitar eru alls ekki síðri, sérstaklega ef þeir koma í svona sætum pokum! Pokarnir eru frá Confetti Sisters og fást í Hagkaup, Smáralind en kransakökubitarnir eru frá 17 Sortum.
Makrónur í stíl við litapallettu dagsins eru algert „möst“ á fermingarveisluborðið.
Gómsætir og fallegir kleinuhringir njóta sín sem girnilegt skraut í veislunni.
Confetti Sisters eru með fallegt úrval af allskyns pappadiskum, glösum og servíettum í mismunandi litasamsetningum sem henta fermingarveislunni sérstaklega vel.
Ekki má gleyma gestabókinni!
Sniðugt er að hengja upp svona skrautlengjur á veggi eða borð, þær gefa heildarmyndinni skemmtilegt yfirbragð og gyllti liturinn gerir allt hátíðlegra.
Jarðlitir eru vinsælir í dag en einnig pastelbleikur og pastelgrænn en það sem skiptir mestu máli er að velja þema eftir höfði fermingarbarnsins og leyfa því að setja tóninn fyrir veisluna og vera með í ráðum.
Hægt er að óska eftir köku sem tónar við litaþema fermingarveislunnar en kakan er frá 17 Sortum sem fæst í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr fjölskyldan

Fjölskyldan

Tengsl milli ofvirkni í börnum og mataræðis

Fjölskyldan

Allt fyrir skemmtilega skólabyrjun

Fjölskyldan

Sumarmyndin sem allir hafa beðið eftir er komin í bíó

Fjölskyldan

Hugmyndir að mæðradags­gjöf 2024

Fjölskyldan

Bestu gjafa­hugmyndirnar fyrir fermingar­barnið

Fjölskyldan

Fermingar­kvöld Hagkaups

Fjölskyldan

Hugmyndir að bóndadags­gjöfum

Fjölskyldan

Jólagjafir fyrir börn og unglinga undir 5.000 kr.