Fara í efni

Bestu gjafa­hugmyndirnar fyrir fermingar­barnið

Fjölskyldan - 14. mars 2024

Hér eru allar bestu gjafahugmyndirnar samankomnar á einum stað fyrir fermingarbarnið. Það er úr mörgu að velja, hvort sem um fagurfræðilegar gjafir er að ræða, harða pakka, tæknilega eða litríka, þá finnur þú gjöfina í Smáralind.

Nytsamlegar gjafir undir 5.000 kr.

Gjafir þurfa ekki að kosta innistæðuna úr bankabókinni til að slá í gegn. Hér eru hugmyndir að góðum gjöfum undir 5.000 krónum, sem ættu að gleðja fermingarbarnið. 

Stafabollar frá Moomin eru vinsæl gjöf. Dúka - 4.390 kr.
Ring skartgripaboxin frá Normann Copenhagen eru glæsilegar litlar öskjur til að geyma persónulega muni eins og skartgripi og aðrar smávörur, fáanlegt í þremur mismunandi stærðum. Líf og list - 4.350 kr.
Falleg slaufu hárklippa frá Neo Noir. Galleri 17 - 2.995 kr.
Snyrtitaska frá Humdakin í ljósum lit. Epal - 2.900 kr.
Nude Cappuchino er falleg augnskuggapalletta í 8 litatónum frá Max Factor. Hagkaup - 4.699 kr.
Ullarsokkar frá Farmers Market. Dúka - 3.500 kr.
Smart húfur frá Carhartt fást í Galleri 17 - 4.995 kr.
Gjafakubbur með sturtugeli og Body Butter úr Satsuma línunni frá The Body Shop - 2.190 kr.
Líflegur bolli frá Design Letters, margar týpur í boði. Epal - 3.250 kr.
Sprittkertastjaki frá Iittala fellur seint úr gildi. Dúka - 3.190 kr.

Ferðabrúsi sem heldur drykkjunum bæði köldum og heitum. Dúka - 2.790 kr.

Í versluninni ZARA færðu vandaða ilmi fyrir öll kyn á góðu verði.
Shorebird-línan frá Normann Copenhagen er afrakstur íslenska hönnuðarins Sigurjóns Pálssonar, en hann hannaði Shorebird út frá íslensku vaðfuglunum spóa, stelk og sendling. Fuglarnir koma í þremur stærðum og ýmsum litum á búk og fótum. Líf og list - verð frá 4.750 kr.

Góðar gjafir á verðbilinu 5-10.000 kr.

Mjúkir sem og harðir pakkar tilheyra þessum flokki. Hér eru ótal áhugaverðar og ævintýralegar bækur fyrir ferðaþyrsta, skartgripir, snyrtivörur og eitt sniðugasta fjöltengi síðari ára. 

Fjöltengið sem inniheldur þrjár innstungur og tvö USB tengi í einum kubbi. Epal - 9.900 kr.
Skartgripastandur kemur sér vel fyrir hana. Jens - 9.500 kr.
Rakagefandi varalitur sem gefur þér 12 tíma fallegan djarfan lit ásamt ofurléttri og flauelismjúkri áferð í einni stroku, margir litir í boði. Hagkaup - 6.790 kr.
Myndaalbúm sem sómar sér vel á borði eða upp í hillu. Margar týpur í boði. Epal - 5.600 kr.
Tréstytturnar frá Lucie Kaas hafa slegið í gegn, þar sem heimsfrægir listamenn prýða stytturnar. Epal - 6.900 kr.
Sniðugt veggskipulag! Tilvalið undir lyklana og litlu hlutina sem eiga engan stað. Líf og list - 8.650 kr.
Skúlptúr af Lóunni frá Hekla Ísland. Dúka - 7.900 kr.
Sængurver úr 100% lífrænni bómull, með rennilás. Líf og list - 8.450 kr.
Upplifðu heiminn og láttu þig dreyma! Penninn Eymundsson - 8.499 kr.
Bækurnar frá Kinfolk eru algjört augnakonfekt. Penninn Eymundsson - 8.199 kr.
Skemmtilega áfangastaði í Evrópu, má finna í þessari bók frá Lonely Planet. Penninn Eymundsson - 7.199 kr.

Smart gjafahugmyndir á bilinu 10-20.000 kr.

Belti, skór, töskur, lampar eða jafnvel perlu eyrnalokkar eru á meðal þess sem við bjóðum upp á í þessum verðflokki.

Perlueyrnalokkar úr rhodiumhúðuðu silfri með kringlóttum ferskvatnsperlum sem eru 4-5 mm. Jens - 12.900 kr.
Tommy Hilfiger-leðurbelti. Karakter - 11.995 kr.
Ylur er fallegt 100% ullarteppi sem kemur í stærð 130 x 190cm. Icewear - 14.990 kr.
Leðurbelti frá BOSS er nytsamleg gjöf. Herragarðurinn - 12.980 kr.
Fallegt bindi fra ETON, og er fáanlegt í mörgum litum. Kultur Menn - 16.995 kr.
Polo Ralph Lauren inniskór fyrir fermingardrenginn. Herragarðurinn - 12.980 kr.
Tréapinn vinsæli fra Kay Bojesen er góð gjöf og gleður með hlýja brosinu sínu. Epal - 11. 550 kr.
Ferðaskartgripaskrín fyrir fermingarstelpuna. Jens - 15.500 kr.
Hliðartaska frá 66° Norður , kemur að góðum notum - 11.500 kr.
Hið fullkomna lesljós í svefnherbergið, en hægt er að snúa skerminum í allar áttir. Dúka - 11.900 kr.
Söngfuglinn Ernst frá Kay Bojesen, færir okkur vorið í allri sinni mynd. Epal - 12.600 kr.
Nike Air Max-götuskór með gúmmísóla sem veita gott grip. AIR - 19.995 kr.
Gulur eins og sólin! Bakpokinn er framleiddur úr afgangsefni og hentar í hvers kyns ferðalög - 18.500 kr.

"Frábær gjöf fyrir tækninördið"
Backbone One PlayStation® Edition umbreytir iPhone símanum þínum í fullkomna leikjatölvu. Epli - 19.990 kr.

Ný sængurver falla seint úr gildi og þessi eru frá HAY. Penninn Eymundsson - 15.999 kr.

Eigulegar gjafir á 20-30.000 kr.

Hér eru gjafahugmyndir fyrir þá sem vilja gera vel við fermingarbarnið. Smart ferðataska stendur hér hátt upp úr, sem og vegghillur frá String sem munu fylgja viðkomandi ú ævina (eða svo gott sem). 

Charhartt WIP Philis bakpoki. Gallerí 17 - 21.995 kr.
Flott og rúmgóð ferðataska frá DAY et með gylltum smáatriðum. Karakter - 24.995 kr.
Flowerpot lampi er eiguleg gjöf - og fæst í mörgum litum. Epal - 27.900 kr.
Púðinn KNOT er hönnun eftir Ragnheiði Ösp. Epal - 21.900 kr.
String Pocket hillurnar fast í ýmsum litum og passa inn í hvaða rými sem er - stílhreinar og smart. Epal - verð frá 23.800 kr.
Fallegt ullarteppi hannað af Margrethe Odgaard, sem er einn færasti litasérfræðingur samtímans. Epal - 26.900 kr.
Svartur og spengilegur borðlampi frá Ferm Living. Epal - 27.500 kr.
Töff skíðagleraugu frá Oakley sem vekja eftirtekt í fjallinu. Optical Studio - 29.990 kr.
Litríkt rúmteppi frá HAY. Penninn Eymundsson- 29.999 kr.

Það fæst margt fallegt fyrir 30-40.000 kr.

Fermingarbarnið er ekki svikið af góðri flík frá 66°Norður eða góðu kortaveski þegar bankabókin byrjar að fyllast. 

Létt og hlýtt vesti frá 66°Norður sem hentar við hvaða bras sem er - 36.000 kr.

Perlufesti með 18 karata gull lás og ferskvatns perlum, 4x10 mm á stærð. Jens - 39.900 kr.
Tommy Hilfiger dömu úr í bláum lit. Jón og Óskar - 36.900 kr.
Flott kortaveski frá Paul Smith. Kultur Menn - 32.995 kr.

Dýrari týpan af hugmyndum yfir 40.000 kr.

Klassísk hönnun eða fókus á áhugamál þess sem er að fermast! Hvort sem heldur, þá mætti kalla þennan lið „dekurflokkinn“- þar sem veglegar gjafir eru í fyrirrúmi.

Einn kröftugasti ferðafélagi sem þú finnur. Hátalarinn býr yfir frábærum hljómgæðum á háum styrk og heldur stuðinu gangandi í allt að 10 klukkustundir. Síminn - 139.990 kr.
AirPods Pro 2nd gen með MagSafe Case USB-C. Epli - 54.990 kr.
Farsímar frá Apple fást í versluninni Epli. Þar má finna breitt úrval af stærðum og litum.
Armani herra úr með svartri skífu. Jón og Óskar - 87.500 kr.

Stóllinn Sjöan, er gjöf fyrir þá sem vilja gefa vandaða klassíska hönnun - sem mun fylgja fermingarbarninu um ókomna tíð. Það var arkitektinn Arne Jacobsen sem hannaði Sjöuna árið 1955, en stóllinn er fáanlegur í ýmsum litum og útfærslum. Verslunin Epal er endursöluaðili Fritz Hansen sem framleiðir stólinn.

Töff hliðartaska frá Diesel. Gallerí 17 - 69.995 kr.
Flottur golfpoki fre J.Lindeberg. Kultur Menn - 146.995 kr.
Dyngja vestið frá 66°Norður er einstaklega hlýtt og framleitt úr endurunnum dún - 54.000 kr.
Bottega sólgleraugu sem birta upp á tilveruna. Optical Studio - 60.600 kr.
QuietComfort heyrnatól frá Bose. Besta hljóðeinangrun sem Bose hefur komið með í þessa línu, betri rafhlöðuending og hraðari hleðsla. Síminn - 58.990 kr.
Snjallúr frá Apple af nýjustu gerðinni. Nova - 104.990 kr.
Gjafakort mun leysa margan vanda! Gjafakort Smáralindar gildir í öllum verslunum og veitingastöðum Smáralindar nema Vínbúðinni. Gjafakortið er einföld og þægileg leið, sem hægt er að setja í Apple og Android símaveskið og borga með því í gegnum símann svo það gleymist aldrei heima. Kortin koma í veglegri gjafaöskju og má nálgast á þjónustuborði eða fá sent heim að dyrum.

Meira úr fjölskyldan

Fjölskyldan

Fermingar­kvöld Hagkaups

Fjölskyldan

Stjörnustílisti skreytir fermingar­veisluborðið

Fjölskyldan

Hugmyndir að bóndadags­gjöfum

Fjölskyldan

Jólagjafir fyrir börn og unglinga undir 5.000 kr.

Fjölskyldan

Jólafötin á börnin

Fjölskyldan

Dúndurdílar á Kauphlaupi

Fjölskyldan

Allt klárt fyrir Hrekkjavöku

Fjölskyldan

Megadílar á Miðnæturopnun! Stílisti velur brot af því besta