Nytsamlegar gjafir undir 5.000 kr.
Gjafir þurfa ekki að kosta innistæðuna úr bankabókinni til að slá í gegn. Hér eru hugmyndir að góðum gjöfum undir 5.000 krónum, sem ættu að gleðja fermingarbarnið.
Góðar gjafir á verðbilinu 5-10.000 kr.
Mjúkir sem og harðir pakkar tilheyra þessum flokki. Hér eru ótal áhugaverðar og ævintýralegar bækur fyrir ferðaþyrsta, skartgripir, snyrtivörur og eitt sniðugasta fjöltengi síðari ára.
Smart gjafahugmyndir á bilinu 10-20.000 kr.
Belti, skór, töskur, lampar eða jafnvel perlu eyrnalokkar eru á meðal þess sem við bjóðum upp á í þessum verðflokki.
"Frábær gjöf fyrir tækninördið"
Backbone One PlayStation® Edition umbreytir iPhone símanum þínum í fullkomna leikjatölvu. Epli - 19.990 kr.
Eigulegar gjafir á 20-30.000 kr.
Hér eru gjafahugmyndir fyrir þá sem vilja gera vel við fermingarbarnið. Smart ferðataska stendur hér hátt upp úr, sem og vegghillur frá String sem munu fylgja viðkomandi ú ævina (eða svo gott sem).
Það fæst margt fallegt fyrir 30-40.000 kr.
Fermingarbarnið er ekki svikið af góðri flík frá 66°Norður eða góðu kortaveski þegar bankabókin byrjar að fyllast.
Dýrari týpan af hugmyndum yfir 40.000 kr.
Klassísk hönnun eða fókus á áhugamál þess sem er að fermast! Hvort sem heldur, þá mætti kalla þennan lið „dekurflokkinn“- þar sem veglegar gjafir eru í fyrirrúmi.