Hvað er betra eftir langan vinnudag en að smella sér í „heimagallann“? Við höldum að við séum með svarið við þeirri spurningu. Að eiga smart jogging-galla sem tekinn er fram í staðinn fyrir sjúskaðar leggings og teygðan stuttermabol. Góðu fréttirnar eru að það er 25% afsláttur af jogging-göllum í Mathilda í Smáralind á Dekurkvöldi en verslunin selur meðal annars Ralph Lauren og Anine Bing.
Við erum alltaf svo svag fyrir fallegum sólgleraugum þegar sólin fer að hækka á lofti. Þessi tvö frá Loewe og Celine eru efst á óskalista stílistans okkar.
Hér eru nokkrar smart týpur frá tískuviku.
Spangarlausu brjóstahaldararnir frá Lindex eru fullkomnir undir stuttermaboli og þægilegir með meiru. Á Dekurkvöldi er allt á 20% afslætti í Lindex, Smáralind.
Rykfrakki er góð fjárfesting fyrir vorið!
Nýir strigaskór fyrir vorið eru góð kaup sem munu nýtast vel. Samba og Gazelle frá Adidas hafa verið að trenda lengi hjá tískukrádinu en nýir litir af gazelle fást í Kaupfélaginu, sem og New Balance-skórnir. Hér má sjá nokkrar tískudívur og hvernig þær klæðast uppáhaldsstrigaskónum sínum og týpuna sem er á óskalista stílistans okkar.
Dekur í okkar huga er þegar heimilið er hreint og fínt og við njótum þess að kveikja á lúxus ilmkerti. Þetta frá Scent of Copenhagen er á óskalistanum okkar og fæst í Epal Smáralind sem verður með 20% afslátt af allri gjafavöru á Dekurkvöldi.
Nú er hægt að gera góð kaup fyrir ræktina þar sem 20% afsláttur er af öllu í Air og Útilíf og 20-50% afsláttur af ölllu í 4F.
Nú er allt frá Sif Jakobs á 20% afslætti í Meba, Smáralind og því um að gera að nýta sér það fyrir gjafatíðina sem er framundan! Þetta hálsmen er á óskalistanum okkar.
66°Norður er meðal annars með 20% afslátt afslátt af uppáhalds merinó-ullarsettinu okkar, Spóa. Mælum með fyrir mæður ungra barna eða ef þið eruð að leita að gjöf sem nýtist vel.