Hver er Sara Davíðs?
Hvernig æxlaðist það að þú fórst út í það að þjálfa? „Ég hef alla tíð verið mikil íþróttastelpa, var framan af í fótbolta en sneri mér að líkamrækt þegar ég var 17 ára en síðan þá hef ég æft mikið og fjölbreytt en einnig lent á allskonar veggjum tengt hreyfingu og mataræði sem ég held að margir geti tengt við. Ég lærði fyrst einkaþjálfarann eftir að ég útskrifaðist úr Verzló árið 2013 og var alltaf með bakvið eyrað að gera eitthvað tengt þjálfun og vissi innst inni að ég myndi gera það einn daginn en var ekki alveg tilbúin í það á þeim tíma og var ekki alveg viss hvað mig langaði að gera nákvæmlega. Ég hef örugglega prófað allt sem hægt er að prófa í tengslum við hreyfingu og mataræði og farið í gegnum allskonar hæðir og lægðir því tengdu. Það var síðan fyrir um 4-5 árum síðan að ég fann að mig langaði að búa eitthvað til og hjálpa fólki að ná árangri; að sýna þeim að það sé hægt að ná árangri án þess að fara út í öfgar eða byrja á kúrum sem koma og fara úr tísku. Ég var búin að finna ákveðið jafnvægi hvað hreyfingu, mataræði, hugarfar og almennt heilbrigðan lífsstíl varðar sem ég sá að virkaði og mig langaði að miðla áfram. Eftir margra mánaða vinnu varð ZONE æfingakerfið til og hefur verið algjört ævintýri frá fyrsta degi en það hefur verið nánast fullt í alla hópa í fjarþjálfun síðan. Ég veit ekkert betra en að hjálpa stelpum og konum að ná markmiðunum sínum, að sjá þær finna þessa ástríðu fyrir hreyfingu og almennu heilbrigði og komast í frábært alhliða form þannig að þær geti gert allt sem þær vilja og lifað því lífi sem þær dreymir um.“
Ég veit ekkert betra en að hjálpa stelpum og konum að ná markmiðunum sínum, að sjá þær finna þessa ástríðu fyrir hreyfingu og almennu heilbrigði og komast í frábært alhliða form þannig að þær geti gert allt sem þær vilja og lifað því lífi sem þær dreymir um.
Hvaða ráð hefur þú fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref? Hvar er best að byrja? „Að taka ákvörðun um að byrja og gera ákveðnar breytingar er alltaf fyrsta skrefið. Það er mjög mikilvægt að byrja rólega og setja sér lítil og raunhæf markmið í upphafi í staðin fyrir að ætla að sigra heiminn og sprengja sig á fyrstu vikunum sem er allt of algengt. Ég mæli með fyrir alla að hafa ákveðið grunnmarkið að hreyfa sig 3x í viku og hafa hreyfinguna ánægjulega; þetta þarf að vera gaman svo maður sé til í að mæta aftur og aftur - þannig til verða nýjar venjur til frambúðar. Ég mæli með fyrir alla að sjá fyrir sér vikuna í upphafi hennar og stilla upp smá plani. Hvenær er best fyrir þig að koma að hreyfingu/æfingu og hvað ætlaru að gera? Að skipuleggja sig og sjá fyrir sér hlutina gerir allt svo 10x einfaldara og skilvirkara í framkvæmd.
Hverjar eru uppáhaldsæfingarnar þínar og hvernig fær man sem fjölbreyttasta hreyfingu yfir vikuna? „Hreyfing er mjög stór partur af mínu lífi og ég vil helst geta hreyft mig eitthvað alla daga. Mér finnst flest hreyfing skemmtileg og ég elska að stilla upp fjölbreyttu og aðlaðandi plani fyrir hverja viku. Uppáhaldsæfingarnar mínar eru kröftugar „full body“- æfingar sem reyna á styrk og þol þar sem blandað er saman lyftingum og stuttum HIIT-lotum. Ég passa að stunda styrktarþjálfun a.m.k 3x í viku og ZONE-æfingar verða oftar en ekki fyrir valinu en samhliða því finnst mér ótrúlega gaman að hlaupa, synda og fara í heita tíma eða stunda annarskonar útivist eins og að ganga á fjöll. ZONE-æfingakerfið er eðlilega svolítið litað af mínum hugmyndum varðandi hreyfingu og er því mjög fjölbreytt og býður upp á allskyns mismunandi hreyfingu en mörg önnur „týpísk“ æfingaprógrömm.“
Ég passa að stunda styrktarþjálfun a.m.k 3x í viku og ZONE-æfingar verða oftar en ekki fyrir valinu en samhliða því finnst mér ótrúlega gaman að hlaupa, synda og fara í heita tíma eða stunda annarskonar útivist eins og að ganga á fjöll.
Hversu mikilvægt er það að setja sér markmið? „Mér finnst mjög mikilvægt að hafa einhverja hugmynd eða ákveðna sýn á hvað það er sem maður vill fá út úr hlutunum eða því sem maður er að gera hverju sinni. Markmið geta hjálpað manni að halda utan um hlutina og sýna manni svolítið í hvaða átt maður er að stefna. Ég mæli með að hafa markmiðin raunhæf og til að byrja með hafa þau það lítil að það er eiginlega ekki séns að sleppa þeim. Svo er hægt að byggja ofan á það jafnt og þétt.“
Einhver bætiefni sem þér finnst nauðsynleg? „Ég passa alltaf að taka vítamín, steinefni og kreatín (sem er eitthvað sem konur ættu alls ekki að vera hræddar við að taka). Síðan er mikilvægt að passa að borða nóg prótein yfir daginn og því á ég alltaf prótein sem ég bæti út í hafragrautinn og boozt sem ég fæ mér oftast eftir æfingu en annars finnst mér mikilvægt að fá sem mest prótein úr alvöru mat, t.d kjöt, fiski, eggjum og mjólkurvörum en ekki bara tilbúnu próteindufti eða samskonar vörum.“
Hvert er uppáhaldsmillimálið þitt? „Ég er mikil matarkona og finnst gott að borða en ég reyni að hafa mataræðið mitt eins fjölbreytt og ég get. Þessa dagana er uppáhalds millimálið mitt einfalt og djúsí heimagert túnfisksalat og hrökkkex. Síðan er epli og hnetusmjör alltaf klassískt milli mála!“
Uppáhalds máltíð dagsins
Fersk acaí-skál
Ertu með nammidaga? Hvað borðar þú til að gera vel við þig? Ég er persónulega ekki hlynnt sérstökum nammidögum og vil ég helst ekki hafa neitt á „bannlista“ tengt mat. Ég fæ ég mér frekar smá nammi oftar þegar mig langar í það heldur en að missa mig í því á einum degi vikunnar þar sem það er leyfilegt. Góð regla er að fá sér eitthvað næringarríkt sem næstu máltíð eftir „óhollustu“, t.d ávöxt og/ eða egg. Heilt yfir borða ég mjög næringarríka fæðu en það er alltaf gaman af og til að fá sér eitthvað extra djúsí og þá verður góð eldbökuð pizza oftar en ekki fyrir valinu.“
Á óskalista Söru
Við hlökkum til að setja heilsuna í forgang á næstu vikum með þér!