Fyrir íþróttaálfinn
Þetta eru allra bestu hlaupaskór sem ég hef prófað. Þeir slá í gegn hjá öllum sem elska að hlaupa!
Hlaupavesti er algjör snilld fyrir öll sem stunda hlaup eða göngur. Auðvelt að hafa vökva og næringu meðferðis án þess að finna fyrir því. Snilldargjöf fyrir hlauparann!
Þessi íþróttasólgleraugu eru hrikalega töff og frábær gjöf!
Fyrir pjattrófuna
Brúnkukrem sem er einstaklega auðvelt í notkun og getur ekki klikkað. Algerlega nauðsynlegt fyrir okkur Íslendingana yfir vetrarmánuðina.
Nuddrúlla fyrir þau sem vilja hugsa vel um húðina sína. Hefur stinnandi og örvandi áhrif á húðina. Snilldargjöf!
Fyrir heimilið
Þessi litli vínkælir frá Rosendhahl er mikil heimilisprýði og fallegur á hátíðarborðið.
Þessir sætu bollar koma með allskyns fallegum skilaboðum og því tilvalin gjöf fyrir þá sem þér þykir vænt um!
Ótrúlega sætt Lion King-matarstell fyrir litla fólkið. Hakuna Matata!
Fyrir hann og hana
Það er eitthvað einstakt við það að fá ný náttföt á jólum. Þessi silkináttföt eru ótrúlega falleg og tilvalin gjöf.
Fóðruð skyrta frá Timberland sem er töff og hlý á sama tíma. Fullkomin blanda fyrir íslenska herra.