Fara í efni

Jólahefð Siggu Heimis og vinkvenna slær í gegn

Lífsstíll - 27. nóvember 2023

Iðnhönnuðurinn Sigga Heimis hlakkar mikið til jóla enda algert jólabarn. Í samtali við HÉR ER rifjar hún upp skrautlegar uppákomur sem hún hefur lent í yfir hátíðirnar og segir okkur í leiðinni frá nokkrum skemmtilegum jólahefðum. Ein þeirra er tiltölulega ný af nálinni og nýtur mikilla vinsælda meðal vina og ættingja.

Sigga Heimis starfaði sem hönnuður fyrir IKEA í Svíþjóð um árabil og Fritz Hansen í Danmörku en hefur síðustu ár sett fókusinn á eigin hönnun. Á tímabili var hún fengin til að hanna jólaskraut fyrir IKEA, sem seldist eins og heitar lummur en reyndi svolítið á jólagleðina þar sem undirbúningsvinnan hófst í apríl og maí. Myndir / Tinna Stefánsdóttir

Ertu mikið jólabarn?

„Já, ég hef alltaf og mun eflaust alltaf vera það. Jólin eru algjörlega uppáhaldshátíðin mín,“ segir Sigga hress. „Ætli það megi ekki rekja þetta til þess hversu mikil hátíð jólin eru hjá fjölskyldunni minni, því pabbi á afmæli á aðfangadag og foreldrar mínir eru miklir jólaálfar, þannig að þetta kemur með uppeldinu.“

Hefurðu komið þér upp einhverjum skemmtilegum hefðum tengdum jólunum?

„Já, ég og nokkrar vinkonur úr hönnunarheiminum byrjuðum á nýrri hefð á fyrir nokkrum árum. En hún gengur út á það að búa til Limoncello sem við setjum á litlar flöskur og gefum með jólagjöfunum,“ segir hún.

Limoncello frá Pisoni, Vínbúðin, 8.990 kr.
Merkimiðar 4 stk. Epal, 900 kr.

En skemmtilegt. Af hverju tókuð þið upp á þessu?

„Formaður hópsins fékk nú eiginlega bara þessa sniðugu hugmynd,“ svarar hún. „Þetta kallar auðvitað á nokkra hittinga fyrir jól, sem eru meira en rúmlega skemmtilegir. Við útbúum meira að segja sérstaka miða fyrir hvert ár sem við setjum á flöskurnar og skreytum þær. Almennt er fólk mjög sátt við þessar gjafir.“

Þetta kallar auðvitað á nokkra hittinga fyrir jól, sem eru meira en rúmlega skemmtilegir. 

 

Eruð þið fjölskyldan með einhverjar sérstakar jólahefðir?

„Já, ég er alltaf svo lánsöm að fá að borða rjúpu í foreldrahúsum á aðfangadag og aspassúpu sem mamma gerir best. Á annan í jólum hittumst við svo öll stórfjölskyldan og eigum saman notalega stund. Þetta er búið að vera svona alveg frá því að ég man eftir mér og mér finnst það ómetanlegt,“ segir hún og brosir.

Kjötbollur á aðfangadag

Sigga segist vera frekar hefðbundin varðandi stemningu, mat og fatnað um jólin og það sé nokkuð sem hún hafi áttað sig betur á þegar hún dvaldi í Svíþjóð ein jólin. Þar hafi fólk ekki einu sinni farið í betri fötin og svo voru borðaðar kjötbollur eins og á venjulegum hversdegi (!). Hún hristir hausinn við tilhugsunina. „Ég var eiginlega miður mín og reyndi að útskýra að öll ættu að hafa sig til og bíða til klukkan 6 með matinn en fékk vægast sagt lélegar undirtektir. Enda urðu ekki fleiri jól hjá mér í því landi,“ segir hún og hlær.

Aðspurð segir Sigga að jólaspenningurinn fari svona yfirleitt af stað hjá sér um miðjan nóvember. Fram að því reyni að hún stilla sig enda verði tilhlökkunin nú líka að endast til jóla. Hún viðurkennir að einu sinni hafi jólaáhuginn þó dvínað örlítið en það hafi gerst þegar hún fékk það verkefni að teikna jólaskraut fyrir IKEA.

„Ef hönnunarferlið hefði verið nálægt jólum þá hefði þetta ekki verið neitt mál og bara frábært, en þarna voru skissur og hugmyndavinna unnin í apríl og maí sem er kannski ekki alveg kjörtímabil til að raula jólalög og komast í jólaskap,“ lýsir hún hlæjandi. „Hvað þá þegar maður þar svo að endurtaka leikinn nokkur ár í röð!“

Til allrar hamingju hafi þó ekki tekið hana langan tíma að finna jólaandann aftur, en það hafi gerst þegar hún tók við stöðu hönnunarstjóra (creative director) jóla hjá IKEA og hélt utan um jóla „kolleksjón“ fyrirtæksins tvö ár í röð. „Ísland var í forgrunni fyrri jólin og þá fengum við meðal annars tækifæri til að vinna með ótrúlega mörgum frábærum íslenskum hönnuðum. Á seinni jólunum ríkti hins vegar algjör stórborgarstemning og þá sóttum við innblástur til jólaglugga borga eins og London og New York, en hjá IKEA er jólalínan alltaf til skiptis annað hvort með skandinavískum eða alþjóðlegum blæ. Vinnan við þessar tvær jólalínur var alveg ævintýralega skemmtileg og heppnaðist frábærlega vel. “

Sparifötin

Emporio Armani, Mathilda, 99.990 kr.
Boss, Mathilda, 56.990 kr.
Zara, 8.995 kr.
Billi Bi, GS Skór, 31.995 kr.
Samsøe Samsøe, Galleri 17, 32.995 kr.
Lauren Ralph Lauren, Mathilda, 24.990 kr.
Blazer, Zara, 19.995 kr.
Kaupfélagið, 34.995 kr.
Samsøe Samsøe, Galleri 17, 34.995 kr.
Zara, 11.995 kr.
Samsøe Samsøe, Galleri 17, 32.995 kr.
Lauren Ralph Lauren, Mathilda, 29.990 kr.
Slá, Zara, 11.995 kr.

Ég var eiginlega miður mín og reyndi að útskýra að öll ættu að hafa sig til og bíða til klukkan 6 með matinn en fékk vægast sagt lélegar undirtektir.

 

Þegar Sigga er spurð hvort hún ætli ekki örugglega að gefa vinnunni frí þessi jól kinkar hún kolli og segist ætla að verja tímanum með vinum og vandamönnum.

„Eins væmið og það hljómar þá langar mig mest að vera með mínum nánustu á þessum tíma. Ég hef búið erlendis í mörg ár og gert allt sem ég mögulega gat til þess að koma heim um jólin. Það hefur klikkað tvisvar á lífsleiðinni; einu sinni þegar ég var skiptinemi í USA og svo þegar ég var nýbúin að eiga barn í Svíþjóð og það hefur kennt mér hvað það er gott og notalegt að verja jólunum heima á Íslandi.“

Hún segist nú alveg hafa reynt að telja sér trú um að það sé góð hugmynd að prufa að vera erlendis yfir jólin, til dæmis í sól og hita, en hún horfið snarlega frá þeirri vitleysu. „Fyrr á árinu kom til að mynda upp smá ruglingur í mér um að hendast í sólina um jólin en eftir mjög stutta yfirlegu með sjálfri mér þá var þeim plönum dömpað. Það er bara eitthvað heillandi við að hafa fastar hefðir á þessum dimma tíma ársins. Já, það er eitthvað við það að vera heima með fólkinu sínu um jólin sem ekkert annað getur toppað.“

Gylltar og glæsilegar jólakúlur

Epal, 10.500 kr.
Dúka, 3.490 kr.
Søstrene Grene, 722 kr.
Líf og list, 5.450 kr.
Søstrene Grene, 682 kr.

Notalegar nostalgíukúlur

Líf og list, 4.240 kr.
H&M Home, Smáralind.
Líf og list, 4.240 kr.
Dúka, 4.490 kr.
Líf og list, 8.990 kr.
Þú færð skemmtilega öðruvísi jólakúlur í H&M Home.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Byrjaðu árið af krafti og náðu markmiðum þínum!

Lífsstíll

Vertu smart í ræktinni!

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Nokkur vel valin tips fyrir gamlárskvöld

Lífsstíll

Sniðugar jólagjafahugmyndir undir 5.000 kr.

Lífsstíll

Spennandi jólagjafa­hugmyndir fyrir hann

Lífsstíll

Stílistinn okkar skoðar tilboðin á Kauphlaupi

Lífsstíll

„Stórkostlegt átak sem þjóðin hefur tekið algerlega upp á sína arma“