Finndu þér hreyfingu sem þér þykir skemmtileg
Hreyfing er stórt hugtak og hún getur verið allskonar. Til þess að koma henni inn í rútínuna okkar þurfum við að finna hreyfingu við okkar hæfi. Hvort sem það er að mæta í líkamsrækt og taka á því í tækjasalnum, sækja tíma eins og pilates eða yoga, fara í danstíma eða njóta þess að hreyfa sig úti í náttúrunni, þá geta flestir fundið sér einhverskonar hreyfingu við hæfi. Finndu hreyfingu sem hentar þér, eitthvað sem veitir þér ánægju og gleði.
Engin boð og bönn í mataræðinu , aðeins ein regla: borðaðu til að næra þig
Það er aldrei gott að setja sér of strangar reglur þegar kemur að mataræði. Strangir matarkúrar eru sjaldnast eitthvað sem fólk nýtur ánægju af og þar af leiðandi eitthvað sem endist ekki.
Mér finnst gott að hugsa um mataræðið þannig að mikilvægast af öllu er að næra líkamann. Borða holla, góða og næringarríka fæðu sem inniheldur nóg af prótínum, fitu og hæfilegt magn af kolvetnum. Ég mæli líka með að borða sem minnst af mikið unnum matvörum og hugsa um að fá nóg af hreinni fæðu. Þegar við pössum upp á þetta þá líður okkur vel, við erum full af orku og tilbúin að takast á við amstur dagsins. Að því sögðu þá finnst mér mikilvægt að leyfa mér eitthvað gott inná milli. Svo lengi sem ég er viss um að vera búin að gefa líkamanum næga næringu þá finnst mér allt í lagi að laumast í eitthvað sem mér þykir extra gott og er kannski ekki eins gott fyrir mig. Jafnvægi er algjört lykilatriði og þegar við pössum að hafa 80% af fæðu dagsins góða þá er alveg svigrúm fyrir þessi 20% sem eru eftir. Lífið er of stutt til að fá sér ekki smá súkkulaði!
Mér finnst gott að hugsa um mataræðið þannig að mikilvægast af öllu er að næra líkamann. Borða holla, góða og næringarríka fæðu sem inniheldur nóg af prótínum, fitu og hæfilegt magn af kolvetnum. Ég mæli líka með að borða sem minnst af mikið unnum matvörum og hugsa um að fá nóg af hreinni fæðu. Þegar við pössum upp á þetta þá líður okkur vel, við erum full af orku og tilbúin að takast á við amstur dagsins. Að því sögðu þá finnst mér mikilvægt að leyfa mér eitthvað gott inná milli. Svo lengi sem ég er viss um að vera búin að gefa líkamanum næga næringu þá finnst mér allt í lagi að laumast í eitthvað sem mér þykir extra gott og er kannski ekki eins gott fyrir mig. Jafnvægi er algjört lykilatriði og þegar við pössum að hafa 80% af fæðu dagsins góða þá er alveg svigrúm fyrir þessi 20% sem eru eftir. Lífið er of stutt til að fá sér ekki smá súkkulaði!
Passa upp á svefn og hvíld frá æfingum
Við vitum öll að svefninn er mikilvægur. Þegar okkur skortir svefn er margt sem gerist í líkamanum. Við leitum frekar í óhollustu en þá vantar líkamanum skyndiorku og heilinn veit hvar hana er að finna. Pössum að reyna að ná alltaf að minnsta kosti 7 tíma svefni. Eins og svefninn er mikilvægur er hvíldin frá æfingum líka mjög mikilvæg. Endurheimt kemur í hvíldinni og við náum ekki árangri nema fá endurheimt á milli æfinga. Ofþjálfun og of mikið álag er aldrei af hinu góða. Við lærum fljótt inn á þetta ef við pössum að hlusta á líkamann. Athugum samt að harðsperrur er ekki endilega það sama og langþreyta í vöðvum. Það er allt í lagi, og í raun bara gott, að æfa með harðsperrur en þegar að við finnum fyrir djúpri þreytu í líkamanum þá er það merki um að taka hvíld.
Ekki hanga á brennslutækjunum
Það er ekki vænlegt til árangurs að hanga endalaust á brennslutækjunum í sama taktinum. Jú, við brennum hitaeiningum og það getur verið gott fyrir hjartað en til þess að ná árangri þá þurfum við meira. Við þurfum fjölbreytni í æfingum. Ég mæli með fyrir alla að lyfta lóðum. Ekki vera hrædd við lóðin, þau styrkja okkur og stækka vöðvana sem verður til þess að grunnbrennslan okkar eykst. Þar að auki er gott að innleiða HIIT (High intenslity interval training) æfingar. Þær getur þú framkvæmt á brennslutæki eins og til dæmis hjóli, hlaupabretti, stigavél osfrv. HIIT-æfing snýst um að ná púlsinum vel upp og halda honum þar í ákveðinn tíma og taka svo pásu þar sem púlsinn fer niður aftur. Þetta getur til dæmist verið æfing þar sem þú tekur góðan sprett í 40 sekúndur og hvíld í 20-30 sek á móti og endurtekur þetta eins oft og þú getur. Stutt HIIT-æfing kveikir vel á kerfinu og skilar klárlega meiri brennslu en löng æfing á tækinu á sömu ákefð allan tímann.
Settu þér markmið og hafðu einhverja gulrót
Það er alltaf gott að setja sér markmið. Markmiðin geta verið allskonar og ég mæli með því að við höfum öll nokkur markmið, stór og minni. Það heldur manni við efnið og hefur drífandi áhrif. Ég vil til dæmis eyða meiri tíma í að teygja eftir æfingu og ég hef það sem markmið fyrir árið að verja að minnsta kosti 5 mínútum eftir hverja æfingu í teygjur. Markmið getur líka verið að ná að hlaupa 10 kílómetra eða taka 10 upphýfingar. Við setjum okkur þá upp plan og höfum eitthvað að vinna að. Það getur líka verið gott að setja sér upp smá verðlaunakerfi. Þegar að ég næ þessu markmiði þá kaupi ég mér íþróttatoppinn sem mig langar í eða fer í spa eða út að borða. Gott er að gera eitthvað sem veitir okkur ánægju og verðlauna okkur fyrir að hafa staðið við markmiðið. Það er mjög mikilvægt að klappa sér á bakið þegar man stendur sig vel.
Jákvætt viðhorf og brosið
Eitt það mikilvægasta í heilsuvegferðinni er hugarfarið og viðhorfið okkar. Myndum jákvæða tengingu við hreyfingu, verum þakklát og glöð að eiga líkama sem gerir okkur kleift að geta hreyft okkur. Hættum að búa til afsakanir eins og tímaleysi, þreyta eða orkuleysi. Hreyfing þarf ekki að taka langan tíma og þú þarft að eyða orku til að eiga orku. Forgangsröðum rétt, setjum upp bros og hamingjuhormónin brjótast út.
Hættum að búa til afsakanir eins og tímaleysi, þreyta, orkuleysi. Hreyfing þarf ekki að taka langan tíma og þú þarft að eyða orku til að eiga orku. Forgangsröðum rétt, setjum upp brosið og hamingjuhormónin brjótast út!