Fara í efni

Topp 5 bækur til að lesa í haust

Lífsstíll - 20. september 2024

Hvað er betra en að verja hryssingslegum haustkvöldum við lestur góðrar bókar? Hér eru þær sem eru á topplistanum okkar og við gátum ekki beðið eftir því að deila þeim með ykkur. Í tilefni Lífsstílsdaga Smáralindar er hægt að fá margar spennandi bækur á góðum díl í Pennanum Eymundsson.

Fjórar vikur, fjögur ráð, aðferð glúkósagyðjunnar til að jafna blóðsykurinn eftir Jessie Inchauspé

Jessie Inchauspé, Glúkósagyðjan eina sanna, er með þrjár milljónir fylgjenda á Instagram (@glucosegoddess), hún er lífefnafræðingur og höfundur metsölubókarinnar Blóðsykursbyltingin. Þar fjallaði hún um mikilvægi blóðsykursins fyrir heilsuna og kynnti hollráð til að halda sveiflum hans í skefjum. Þessi bók breytir lífi þínu á aðeins fjórum vikum. Hún sýnir skref fyrir skref hvernig má hafa áhrif á blóðsykurinn til hins betra og bæta bæði líkamlega og andlega heilsu til muna.
Meira en hundrað auðveldar og girnilegar uppskriftir eru í bókinni og ótal dæmi um hvernig best er að beita hollráðum Glúkósagyðjunnar svo þau verði ómissandi hluti af nýjum lífsstíl.

Það sem við komumst ekki yfir eftir Lucy Score

Það sem við komumst ekki yfir er spennandi rómantísk saga, sem slegið hefur í gegn víða um heim. Hún fjallar um Naomi, sem stakk af frá altarinu, til að koma tvíburasystur sinni Tinu til bjargar. Tina launar henni þó ekki greiðann heldur stelur bílnum hennar og skilur hana eftir auralausa með 11 ára dóttur sína í litla smábænum Knockemont í Virginíu. Knox, sem er heimamaður og forðast konur, sér aumur á þeim frænkum og býðst til að hjálpa Naomi í raunum hennar, þótt honum lítist alls ekki á hana. Sú tilfinning er gagnkvæm eða allt þar til...
Lucy Score er margfaldur metsöluhöfundur sem oft hefur vermt efsta sætið á metsölulista New York Times. Það sem við komumst ekki yfir er hennar vinsælasta bók.

Hildur eftir Satu Rämo

Hildur er mögnuð og æsispennandi glæpasaga sem gerist að vetri til á Vestfjörðum þar sem snjórinn og myrkrið geyma ógnvænleg leyndarmál. Fyrir aldarfjórðungi týndust tvær litlar systur í óveðri og aldrei hefur neitt til þeirra spurst. En Hildur, stóra systir þeirra, er orðin rannsóknarlögreglukona á Ísafirði og óhjákvæmilega leitar hvarf systranna oft á hugann. Lögreglan fyrir vestan er fáliðuð og fæst við margt. Þegar snjóflóð fellur á sumarhúsabyggð og Hildur og félagar hennar í lögreglunni mæta á staðinn finna þau í rústunum mann sem hefur verið myrtur – í friðsælum bænum er greinilega eitthvað einkennilegt á seyði.
Satu Rämö er finnsk en hefur búið lengi á Íslandi. Hildur er hennar fyrsta glæpasaga og sló í gegn í Finnlandi, komst í efsta sæti metsölulista og náði einnig miklum vinsældum í Þýskalandi og víðar. Nú þegar eru komnar út tvær framhaldsbækur á finnsku.

Í djúpinu eftir Margréti S. Höskuldsdóttur

Í djúpinu er margslungin og spennandi vestfjarðakrimmi með dulrænum undirtón. Athafnamaður finnst látinn í heitum potti við heimili sitt í Laugardalnum og fljótlega beinast spjótin að vinum hans og samstarfsfélögum. En rannsóknarlögreglukonan Ragna er eldri en tvævetur í faginu og skarpt og næmt innsæi segir henni að lausnin sé flóknari en svo. Brátt er Ragna komin á slóðir sem liggja aftur til fortíðar og á heimavist vestur á fjörðum. Hvaða leyndarmál búa í djúpinu?
Í djúpinu eftir Margréti S. Höskuldsdóttur.

Voðaverk í Vesturbænum eftir Jónínu Leósdóttur

Voðaverk í Vesturbænum er splunkuný bók eftir Jónínu Leósdóttur og sjötta bókin um Eddu á Birkimelnum og glímu hennar við flókin saka-og fjölskyldumál. Hver ræðst á dreng á grunnskólaaldri og skilur hann eftir illa meiddan í hjólageymslu fjölbýlishúss við Tómasarhaga? Svoleiðis ráðgátu er augljóslega ekki hægt að treysta lögreglunni einni til að leysa og hin nýstofnaða Vesturbæjarvakt, með Eddu í broddi fylkingar, tekur málið upp á sína arma. En fleiri þurfa á Eddu að halda. Stúlku í nágrenninu berast dularfullar sendingar og samband Viktors og Snorra er komið í háaloft. Það er því í nógu að snúast fyrir eiturhressan eftirlaunaþega.
Voðaverk í Vesturbænum er splunkuný bók eftir Jónínu Leósdóttur.
Góða skemmtun!

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Stílistinn okkar skoðar tilboðin á Kauphlaupi

Lífsstíll

„Stórkostlegt átak sem þjóðin hefur tekið algerlega upp á sína arma“

Lífsstíll

Fáðu frítt æfinga­prógramm frá Söru Davíðs

Lífsstíll

Hér er óskalisti brúðhjónanna

Lífsstíll

Heillandi tilboð á Miðnæturopnun í Smáralind

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?