Prjónað
Ef það er eitthvað sem stendur upp úr í herratískunni sem er í raun mjög klæðilegt og gaman að bæta við fataskápinn fyrir vorið eru það léttar, prjónaðar stuttermaskyrtur. Gaman er að fá innblástur frá stílstjörnunum á tískuviku en verslanir eru nú með endalaust úrval af prjónuðum og jafnvel hekluðum stuttermaskyrtum.
Steldu stílnum
Skrautlegar skyrtur
Ekkert lát virðist vera á skrítnu skyrtu-trendinu sem tröllriðið hefur herratískunni síðustu misserin. Nú er tilvalið að bæta skemmtilega retró og öðruvísi mynstraðri skyrtu í safnið fyrir hlýrri dagana sem framundan eru.
Steldu stílnum
Léttir leður- og rúskinnsjakkar
Leðurjakkinn heldur velli í vor og sumar enda klassík en rúskinnsjakkar eru einnig að koma sterkir inn og setja svip sinn á fataskáp vorsins.
Steldu stílnum
Vesti
Vestin eru heldur betur að trenda hjá tískukrádinu og eru góð fjárfesting fyrir vorið.
Steldu stílnum
Tvíhnepptir jakkar
Tvíhnepptir jakkar verða vinsælir á næstunni, gjarnan hafðir opnir og meira kasjúal, í jarðlitum og jafnvel köflóttir.
Steldu stílnum
Safarí stemning
Það er stemning fyrir safarí-innblásnum flíkum fyrir vor og sumar 2024.
Steldu stílnum
Sætir strigaskór
Flottir strigaskór eru möst í vor og sumar enda ganga þeir við allt og ekkert.
Steldu stílnum
Sólgleraugu setja punktinn yfir i-ið
Hér eru nokkrir stællegir strákar sem mættu á tískuviku í Flórens sem hægt er að nota sem innblástur.