Í ár verður persónulegur stíll í brennidepli, þar sem við fögnum því sem gerir okkur einstök. Í tískuheiminum má sjá aukna áherslu á sjálfbærni og endurnýtingu þar sem því gamla og nýja er blandað saman á skemmtilegan hátt en reglurnar eru til að brjóta þær! Nú er tíminn til að láta eigið innsæi og persónulegan stíl ráða för í fatavali og fylgihlutum. Skoðum hvernig stílstjörnurnar tjáðu sig í gegnum tísku á frumlegan hátt á tískuvikum á meginlandinu.