Fara í efni

Loksins fær persónulegur og líflegur stíll að njóta sín

Tíska - 15. janúar 2025

Í ár verður persónulegur stíll í brennidepli, þar sem við fögnum því sem gerir okkur einstök. Í tískuheiminum má sjá aukna áherslu á sjálfbærni og endurnýtingu þar sem því gamla og nýja er blandað saman á skemmtilegan hátt en reglurnar eru til að brjóta þær! Nú er tíminn til að láta eigið innsæi og persónulegan stíl ráða för í fatavali og fylgihlutum. Skoðum hvernig stílstjörnurnar tjáðu sig í gegnum tísku á frumlegan hátt á tískuvikum á meginlandinu.

Í Extraloppunni getur þú bæði keypt og selt notaðan og vel með farinn fullorðinsfatnað, fylgihluti og húsbúnað sem er að sjálfsögðu gott fyrir hringrásarhagkerfið. Þessi fallegi hálskragi og húfa frá Victoria Beckham er á óskalistanum okkar.

Köben

Kaupmannahafnartískan í hnotskurn: persónuleg og litrík. Heklaðar og heimatilbúnar flíkur og fylgihlutir eru líka loksins að fá sinn tíma í sviðsljósinu.
Í ár verða allskyns mynstur að trenda og fólk verður óhrætt við að blanda þeim saman.
Stórir og áberandi fylgihlutir sem lýsa persónuleika þínum eru málið.
Þóra Valdimars hoppar á hekl-trendið með skemmtilegri stíliseringu á tískuviku í Köben.
Grece Ghanem er óhrædd við að tjá sig í gegnum tískuna.
Eitthvað sem á ekki að passa saman en hver semur reglurnar?
Gott dæmi um flippaða mynstrasamsetningu.
Litadýrð og gleði í Kaupmannahöfn.
Litapalletta vorsins 2025.
Úr, armbönd og belti yfir peysur og jakka og sokkar við hælaskó er stílisering sem hægt er að tileinka sér á nýja árinu.

London

Áreynslulaus stíll á tískuviku í London.
Þessi tískudíva hlustar greinilega á eigið innsæi.
Fylgihlutir á töskum halda áfram að vera vinsælir og er góð leið til að leyfa persónulegum stíl og karakter að njóta sín.
„Layering“ af bestu gerð.
Lokkandi litadýrð á stílstjörnu í London.
Geggjað litakombó!
Buxur með svona mitti eru að trenda.
Zara, 7.995 kr.
Fylgihlutir með persónulegu ívafi verða áberandi á næstu misserum.

Paris

Stundum er hárið besti fylgihluturinn.
Bóhóstíllinn verður áberandi á næstunni.
Hettur í öllum stærðum og gerðum halda vinsældum sínum áfram.
Stíll í anda aldamótanna.
Heimatilbúin dásemd.
Maxímalismi í sinni bestu mynd.
1997 hringdi og vill fá símann sinn aftur!
Rendur fyrir allan peninginn!
Við sjáum meira af „second hand“ í ár.
Belti notuð neðarlega á mittið eru að trenda.
Röndótt mynstur verða áberandi vorið 2025.
Kjút töskufylgihlutir.
Kjút fylgihlutir á töskum halda áfram að vera trendí árið 2025.
Smart stílstjörnur á götum Kaupmannahafnar á tískuviku.

Meira úr tísku

Tíska

Stílistinn okkar er með augastað á þessu á útsölu í ZARA

Tíska

Áramóta­dressið 2024

Tíska

Jólafötin á hann

Tíska

Óskalisti stílista á Dimmum dögum í Smáralind

Tíska

Sætustu jólafötin á börnin

Tíska

60 sætustu jólakjólarnir

Tíska

Kíkt í pokann hjá tónlistarmanninum Daniil

Tíska

Frelsi til að vera þú sjálf