Við forvitnuðumst um það sem er á óskalistanum hennar og sumartrendin sem hún er spenntust fyrir.

Dásamlegir Jeffrey Campbell-hælar, 38.995 kr. Sumarlegur toppur úr Galleri 17, 10.995 kr.
Hvað er á óskalistanum þínum fyrir sumarið?
Vá, það er svo margt! Mig langar að fylla fataskápinn af fallegum pastellitum! En það sem er efst á listanum eru líklegast baklausir bolir og kjólar. Svo eru auðvitað skór á óskalistanum mínum, en ég er með algjöra skósýki sem hentar vel í mínu starfi sem verslunarstjóri skóverslunar. Skórnir sem eru efst á listanum hjá mér eru mjög ólíkir, en ég er með frekar fjölbreyttan smekk. Támjóir lakkskór eru eitthvað sem mér finnst vera algert möst að eiga, en draumaskórnir í lakki eru frá Jeffrey Campbell. Hællinn á þeim er frekar grófur en þeir eru samt svo elegant og sexí. Svo eru það kúrekaskór en ég er með bæði kúrekastígvélin frá Sendra á óskalistanum og hvíta opna frá Jeffrey Campbell. Þessi skópör eru ný í GS skór. Kúrekastígvél eru rosalega inn í sumar, enda passa þau mjög vel við tískuna. Svo er enn eitt parið á óskalistanum mínum en þeir eru frá Unif og eru væntanlegir í Galleri 17, það eru mjög gróf svört stígvél með „platformi“ sem heita Parker Boots og ná upp á miðjan kálfa.”
Parker Boots eru á óskalistanum hennar Dísu. Támjóir lakkskór úr GS Skóm, 43.995 kr.
Uppáhaldsfarði og varalitur á vor-og sumarmánuðum?
Uppáhalds varatvennan mín er varablýanturinn Stone frá MAC og mattur gloss nr 101 frá Estée Lauder. Uppáhalds farðinn minn er frá Too Faced, sem fæst því miður ekki hér á Íslandi en það er hægt að panta hann bæði á Asos og á Selfridges-vefsíðunni Ég er með mjög olíukennda húð en á til að fá bæði þurrk og bólur, þessi farði heldur óþarfa glansi frá húðinni en losar mig við þurra bletti. Ég nota svo yfirleitt púðrið Studio Fix frá MAC yfir meikið ef húðin mín er sérstaklega olíukennd þann daginn.
Varablýanturinn Stone er í uppáhaldi hjá Dísu enda ekta næntís-litur. Hann fæst í MAC í Smáralind.
Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn?
Uppáhaldshönnuðurinn minn er Karl Lagerfeld, ég dýrka eiginlega allt sem kemur frá honum. Finnst hann hitta í mark með grófum en elegant stíl. Uppáhalds skóhönnuðurinn minn er hins vegar Jeffrey Campbell, en skórnir frá honum eru alltaf mjög áberandi og töff. Það er tilhlökkunarefni í hvert skipti sem við skoðum nýjustu línuna frá Jeffrey Campell og pöntum inn fyrir GS Skór.
Hvert er mesta tískuslysið þitt í gegnum tíðina?
Það er pottþétt skinkutímabilið sem margir tóku, Adidas og Pink-buxur-tímabil, alltof dökkt meik og augabrúnir, alveg hræðilegt!
Hvaða trend langar þig ekki að sjá aftur?
Ég held að flest fari hringinn en ég er eiginlega viss um að 2006-2007 tískan eigi ekki eftir að koma aftur, þá var æði að vera í svona víðum peysum og kjólum, litríkum leggings, svaka belti við og mjög ýkt hálsmen, stundum með hárspöng líka. Veit ekki hvort fólk muni eftir þeirri tísku en ég eiginlega vona bara að hún komi ekki aftur, haha!
Sienna Miller var mikil tískufyrirmynd á árunum 2006-2007. Paris Hilton og Kim K voru bestu vinkonur. Lágar gallabuxur og toppar í allskyns útfærslum voru málið. Áberandi hálsfestar einnig. Þarna spilar beltið stóra rullu. Pils yfir leggings eða buxur er trend sem er að koma aftur í sumar, samkvæmt Miucciu Prada.
Það er tilhlökkunarefni í hvert skipti sem við skoðum nýjustu línuna frá Jeffrey Campell og pöntum inn fyrir GS Skór.