Soprano áhrifin
The Soprano´s-þættirnir slóu í gegn hér um árið en nú eru aðalleikkonur þáttanna í miklu aðalhlutverki þegar kemur að stílfyrirmyndum dagsins, enda mafíósakonur með meiru.
Hár og meiköpp
Því stærra sem hárið er, því nær guði er eitthvað sem á vel við í tilfelli Mob Wife-stílsins. Förðunin er einnig langt frá því að vera „Clean girl“ þar sem dökk augnförðun og varir njóta sín í miklum glamúr.
Stílstjörnur dagsins á borð við Hailey Bieber og Dua Lipa hafa tileinkað sér glamúrus stíl dagsins.