Fara í efni

Bækurnar sem þú verður að lesa í sumar

Lífsstíll - 9. júní 2020

Þú verður hreinlega að tékka á þessum.

Sumarbókin er sígild bókmenntaperla

Sumarbókin segir frá Soffíu litlu og ömmu hennar og sumardvöl þeirra á smáeyju undan strönd Finnlands. Þessi tæra og látlausa en djúpvitra frásögn er af örheimi eyjunnar, af gróðrinum og dýralífinu, hafinu og veðrinu og heimspekilegum samræðum ömmu og Soffíu hefur heillað lesendur í næstum hálfa öld. Sumarbókin er eftir Tove Jansson sem skrifaði sögurnar um múmínálfana.

Eins og fólk er flest er talin besta skáldsaga ársins

Allir vita að Maríanna býr í hvíta slotinu með heimreiðinni, þeir vita að mamma Connells er ræstingakona, en enginn hefur enn lagt saman tvo og tvo. Maríanna er einmana og utanveltu í menntaskólanum á meðan Connell er í hópi vinsælustu nemendanna. Þau verða ástfangin og eiga næstu árin í einhvers konar haltu-mér-slepptu-mér samskiptum sem þau vilja ekki vera án, en um leið er eins og sambandið sé í raun stærsta hindrunin í vegi þeirra beggja. Eins og fólk er flest er önnur skáldsaga Sally Rooney, sem vakti verðskuldaða athygli fyrir þá fyrstu: Okkar á milli. Sjaldan hefur jafnungur höfundur skotist svo hratt á stjörnuhiminn. Bókin hefur fengið framúrskarandi dóma og er besta skáldsaga sem komið hefur út á árinu að mati The Times.

Sjaldan hefur jafnungur höfundur skotist svo hratt á stjörnuhiminn. Bókin hefur fengið framúrskarandi dóma og er besta skáldsaga sem komið hefur út á árinu að mati The Times.

Þess vegna sofum við er tímamótaverk

Þess vegna sofum við er tímamótaverk sem kannar innstu leyndardóma svefnsins og útskýrir hvernig við getum virkjað endurnýjunarmátt hans til að breyta lífi okkar til hins betra. Svefn hefur ávallt verið einn mikilvægasti þátturinn í lífi okkar, heilsu og langlífi en jafnframt sá sem við vissum einna minnst um, allt þar til vísindalegar uppgötvanir byrjuðu að varpa ljósi á hann fyrir tveimur áratugum. Hinn virti taugavísindamaður og svefnsérfræðingur, Matthew Walker, sýnir okkur nú á eftirminnilegan hátt hve lífsnauðsynlegur svefn er og hvernig hann styrkir hæfileika okkar til að læra og taka ákvarðanir, endurkvarðar tilfinningar, eflir ónæmiskerfið, stillir matarlystina og ýmislegt fleira. Þess vegna sofum við er snilldarleg, hrífandi, áreiðanleg og afskaplega aðgengileg bók sem kennir lesandanum að skilja og meta svefn og drauma á alveg nýjan hátt. Dr. Matthew Walker er prófessor í taugavísindum og sálfræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley, forstjóri Svefnrannsóknarstöðvarinnar þar og fyrrverandi prófessor í geðsjúkdómafræði við Harvard háskóla.

Bækurnar fást allar í Pennanum Eymundsson.

Þess vegna sofum við er snilldarleg, hrífandi, áreiðanleg og afskaplega aðgengileg bók sem kennir lesandanum að skilja og meta svefn og drauma á alveg nýjan hátt.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu