Dúnmjúkir kanilsnúðar

Ef bananabrauð var bakkelsi fyrstu bylgju mega þá kanilsnúðar vera málið í þessari? Við fengum uppskrift hjá heimilisgyðjunni Berglindi hjá Gotterí og gersemum og erum staðráðnar í því að spreyta okkur í bleikri kanilsnúðagerð og gleyma sorg og sút (og heimsfaraldri) á meðan.

Dúnmjúkir kanilsnúðar

Ef bananabrauð var bakkelsi fyrstu bylgju mega þá kanilsnúðar vera málið í þessari? Við fengum uppskrift hjá heimilisgyðjunni Berglindi hjá Gotterí og gersemum og erum staðráðnar í því að spreyta okkur í bleikri kanilsnúðagerð og gleyma sorg og sút (og heimsfaraldri) á meðan.

„Cinnabon“ snúðar

Snúðadeig

 • 670-700 g Polselli hveiti
 • 1 pk. þurrger (11,8 g)
 • 120 g smjör
 • 250 ml nýmjólk
 • 100 g sykur
 • 1 tsk. salt
 • 2 egg
 • 2 tsk. vanilludropar
 1. Setjið hveiti og þurrger í hrærivélarskálina og blandið saman (haldið eftir hluta af hveitinu þar til í lokin).
 2. Bræðið smjörið í potti og hellið síðan mjólk, sykri og salti saman við og hrærið þar til ylvolgt.
 3. Hellið saman við hveitiblönduna og hrærið með króknum á meðan.
 4. Bætið eggjum og vanilludropum saman við og síðan restinni af hveitinu ef þurfa þykir.
 5. Egg eru misstór og því þarf mismikið hveiti. Setjið hveiti þar til deigið hnoðast vel saman en er samt frekar blautt í sér.
 6. Náið því þá úr hrærivélinni og hnoðið saman í höndunum, penslið skál með matarolíu og veltið deiginu uppúr, plastið og leyfið að hefast í um 45 mínútur.
 7. Fletjið þá út á hveitistráðum fleti í um 40 x 50 cm og smyrjið kökuform/eldfast mót sem er um 25 x 35 cm að stærð vel með smjöri.

Fylling

 • 220 g púðursykur
 • 3 msk. kanill
 • 100 g smjör við stofuhita
 1. Smyrjið útflatta deigið vel með smjöri.
 2. Blandið saman sykri og kanil og dreifið jafnt yfir deigið.
 3. Rúllið upp frá lengri endanum, skiptið niður í 12 einingar og raðið í formið.
 4. Plastið að nýju og leyfið að hefast aftur í um 45 mínútur.
 5. Bakið þá við 180°C í 20-25 mínútur eða þar til snúðarnir verða vel gylltir.

Rjómaostakrem

 • 100 g rjómaostur við stofuhita
 • 60 g smjör við stofuhita
 • 200 g flórsykur
 • 1 tsk. vanilludropar
 • Salt af hnífsoddi
 • Bleikur matarlitur (sé þess óskað)
 1. Þeytið saman rjómaost og smjör.
 2. Bætið flórsykri saman við í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli.
 3. Bætið salti og vanilludropum við í lokin ásamt matarlit, sé þess óskað og smyrjið yfir volga snúðana. Gott að leyfa þeim að standa í um 15 mínútur eftir að þeir koma úr ofninum.
Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og gersemum gaf nýverið út uppskriftabókina Saumaklúbburinn, sem er stútfull af girnilegum réttum fyrir allskyns tilefni. Fæst í Pennanum Eymundsson og Hagkaup, Smáralind.

Ef bananabrauð var bakkelsi fyrstu bylgju mega þá kanilsnúðar vera málið í þessari?

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.