Góð grillráð frá Ella á XO

Elvar Torfason er matreiðslumaður á veitingastaðnum XO í Smáralind sem er rómaður fyrir bragðmikla rétti í hollari kantinum. Við stóðumst ekki mátið og báðum hann um að deila með okkur grillráðum og uppskrift enda hæg heimatökin.

Góð grillráð frá Ella á XO

Elvar Torfason er matreiðslumaður á veitingastaðnum XO í Smáralind sem er rómaður fyrir bragðmikla rétti í hollari kantinum. Við stóðumst ekki mátið og báðum hann um að deila með okkur grillráðum og uppskrift enda hæg heimatökin.

Sumarleg sinneps- og kryddjurtarmarinering fyrir lambakjöt 

 • 1 tsk saxað ferskt rósmarín 
 • 1 tsk saxað ferskt estragon 
 • Safi úr einni sítrónu 
 • Börkur af einni sítrónu 
 • 2 stk hvítlauksgeirar 
 • 2 tsk Dijon-sinnep 
 • 150 ml Olía 
 • 100 g sýrður rjómi 10% 

Setjið allt nema sýrðan rjóma í matvinnsluvél, raspið sítrónubörk útí og maukið.  Setjið í skál og blandið sýrða rjómanum við.  

Charon kryddsmjör 

 • 150 g ósaltað smjör (mjúkt) 
 • 5 g nautakraftur 
 • 1 1/2 tsk ferskt estragon  
 • 1 tsk Bernaise essence eða edik 
 • 1 tsk tómatpurré 
 • Hnífsoddur af nýmöluðum svörtum pipar. 

Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman. Rúllað upp með plastfilmu og kælt. Skorið niður við notkun, gott á steikina og með bakaðri kartöflu.
Elvar segir mikilvægt að leyfa kjöti að ná stofuhita áður en byrjað er að grilla. „Besta ráðið við að grilla fisk er svo að hafa grillið frekar heitt og grilla fiskinn 2/3 á annarri hliðinni og snúa rétt áður en hann er tilbúinn svo hann festist ekki við grillið. Kjarnhitamælir er líka mjög mikilvægur til þess að ná réttri eldun eða hitastigi á hráefni. Svo má ekki gleyma að umhirða á grillinu þarf að vera góð.”

Meira spennandi

Ný barnafatalína! Heimaprjónað útlit og sjálfbærni höfð að leiðarljósi

Heimaprjónað útlit einkennir barnafötin frá Lil'Atelier. Þessi galli er í uppáhaldi hjá okkur.

Helgi Ómars heimsækir Hildi Sif

Hildur Sif Hauksdóttir er bloggari á Trendnet og vinnur að viðskiptatengslum hjá Salt Pay. Hún er virk á samfélagsmiðlum og hefur skapað...

Langar þig í lengri augnhár eða þykkara hár?

Mest selda augnháraserumið í Sephora heitir GrandeLASH-MD. Það fæst núna í Hagkaup í Smáralind og það virkar! Augnhárin verða...

Syndsamleg ostakaka og Cosmo

Bleik RUBY ostakaka Botn 16 Oreo kexkökur60 g brætt smjör Myljið kexið...

Sætar hugmyndir fyrir saumaklúbbinn

Bakaður ostur með pekanhnetum 1 Dala Auður50 g saxaðar pekanhnetur4 msk....

Jogging-gallinn í tísku

Stjörnur á borð við Emily Ratajkowski hafa masterað jogging-trendið. Esprit, 9.995 kr.Galleri 17, 10.995...

Höfum það huggó heima

Sofðu vel Hvað er notalegra en að skríða uppí þegar nýtt er á rúmunum? Rúmfötin...

Tími breytinga hjá breska Vogue

Tískuheimurinn, með tískubiblíuna Vogue fremsta í flokki, hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir að fagna fjölbreytileikanum. Hvítar og horaðar fyrirsætur-og...

Prada-skór pikkfastir á óskalistanum

Hvaða sumartrendum ertu spenntastur fyrir? Ég persónulega elska það sem...

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.