Fara í efni

Góð grillráð frá Ella á XO

Lífsstíll - 13. maí 2020

Elvar Torfason er matreiðslumaður á veitingastaðnum XO í Smáralind sem er rómaður fyrir bragðmikla rétti í hollari kantinum. Við stóðumst ekki mátið og báðum hann um að deila með okkur grillráðum og uppskrift enda hæg heimatökin.

Sumarleg sinneps- og kryddjurtarmarinering fyrir lambakjöt 

  • 1 tsk saxað ferskt rósmarín 
  • 1 tsk saxað ferskt estragon 
  • Safi úr einni sítrónu 
  • Börkur af einni sítrónu 
  • 2 stk hvítlauksgeirar 
  • 2 tsk Dijon-sinnep 
  • 150 ml Olía 
  • 100 g sýrður rjómi 10% 

Setjið allt nema sýrðan rjóma í matvinnsluvél, raspið sítrónubörk útí og maukið.  Setjið í skál og blandið sýrða rjómanum við.  

Charon kryddsmjör 

  • 150 g ósaltað smjör (mjúkt) 
  • 5 g nautakraftur 
  • 1 1/2 tsk ferskt estragon  
  • 1 tsk Bernaise essence eða edik 
  • 1 tsk tómatpurré 
  • Hnífsoddur af nýmöluðum svörtum pipar. 

Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman. Rúllað upp með plastfilmu og kælt. Skorið niður við notkun, gott á steikina og með bakaðri kartöflu.
Elvar segir mikilvægt að leyfa kjöti að ná stofuhita áður en byrjað er að grilla. „Besta ráðið við að grilla fisk er svo að hafa grillið frekar heitt og grilla fiskinn 2/3 á annarri hliðinni og snúa rétt áður en hann er tilbúinn svo hann festist ekki við grillið. Kjarnhitamælir er líka mjög mikilvægur til þess að ná réttri eldun eða hitastigi á hráefni. Svo má ekki gleyma að umhirða á grillinu þarf að vera góð.”

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu