Helgi Ómars heimsækir Hildi Sif

Helgi Ómars ljósmyndari kíkti í heimsókn til vinkonu sinnar Hildar Sifjar Hauksdóttur (heldur snemma dags að hans mati) og fékk að vera fluga á vegg á meðan hún tók sig til fyrir daginn. Skoðum hvaða töfra þau bjuggu til saman.

Helgi Ómars heimsækir Hildi Sif

Helgi Ómars ljósmyndari kíkti í heimsókn til vinkonu sinnar Hildar Sifjar Hauksdóttur (heldur snemma dags að hans mati) og fékk að vera fluga á vegg á meðan hún tók sig til fyrir daginn. Skoðum hvaða töfra þau bjuggu til saman.

Hildur Sif Hauksdóttir er bloggari á Trendnet og vinnur að viðskiptatengslum hjá Salt Pay. Hún er virk á samfélagsmiðlum og hefur skapað sér persónulegan stíl en hún er förðunarfræðingur og mikil smekkkona. Helgi Ómarsson kíkti í heimsókn til Hildar í Kópavoginn þar sem hún býr með kærastanum sínum, Bergsveini Ólafssyni sem er betur þekktur sem Beggi Ólafs. Hér er afrakstur heimsóknarinnar.

Mínimalismi einkennir smekk Hildar sem endurspeglast bæði í íbúðinni hennar og fatastíl.

Hvernig hefurðu það þessa dagana?

Ég hef það gott, ég er smám saman að jafna mig á Covid- ástandinu, en það fór ekkert rosalega vel í mig til að vera alveg hreinskilin. En það kenndi mér líka að muna að taka eftir litlu og fallegu hlutunum í lífinu og hversdagsleikanum eins og hann leggur sig. Ég minni mig reglulega á að ástandið er tímabundið og geri mitt besta að njóta þangað til.

Dagarnir byrja yfirleitt 06:40 og ég hendi mér á Crossfit-æfingu. Það er besta byrjunin á deginum mínum. Miðvikudagarnir eru hvíldardagar og þá gef ég mér nægan tíma til að njóta morgunsins og drekka kaffi og hlusta á góða tónlist á meðan ég geri mig til. Mér finnst það ótrúlega góðar stundir með sjálfri mér.

Ég nota litað dagkrem frá YSL, hyljara frá Urban Decay, mikið sólarpúður frá YSL, eyeliner og maskara frá Urban Decay – og svo aaalltaf gloss frá NYX! (Vörurnar fást í Hagkaup, Smáralind.)
Libre frá YSL er kryddaður og kynþokkafullur kvöldilmur. Hann er í miklu uppáhaldi hjá Hildi Sif. (Fæst í Hagkaup, Smáralind.)
„Elisabeth Arden 8 Hour Cream verð ég að segja er aaalgjört must-have. Það er tilvalið núna þegar farið er að kólna í veðri. Ég er líka orðin alveg ótrúlega hrifin af Light Up-seruminu frá YSL. Mér þykir það fríska vel upp á húðina mína, get mælt með því.“ Vörurnar fást í Hagkaup, Smáralind.

Stíllinn minn er mjög mínimalískur og litapallettan einföld. Ég eignaðist nýverið svartan rykfrakka frá Tiger of Sweden sem fæst í GK Reykjavík sem er algjör uppáhaldsflík og mun án efa lifa í fataskápnum mínum í mörg ár. 

Mitt helsta tips varðandi Instagram er alveg klárlega að pósta því sem þig langar og ekki ofhugsa. Einnig að skapa efni sem veitir þér ánægju. Það er svo ótrúlega frelsandi að hætta að spá í like-um og fylgjendatölum.

Hvað er á óskalistanum þínum?

Ferðalög, don’t eeeven get me started. Mig dreymir um að komast í ferðalög aftur, það hefur alltaf verið mikilvægur partur af lífi mínu og ég hlakka svo innilega til að fá að ferðast aftur. Mig dreymir líka alltaf um hring frá Cartier. Ég mun einn daginn gefa sjálfri mér svoleiðis í gjöf þegar ég á hann skilið. Mér finnst samt eiginlega ég eiga hann skilið núna, þið vitið, Covid og allt það!

Fyrir ákkúrat ári var ég í Tulum í Mexico sem er algjör draumastaður. Það sem ég gæfi fyrir að vera þar núna. Um leið og Covid segir harkalegt bless þá er Bali og Ástralía á planinu. Svo ég myndi segja að dagdraumar mínir snúist um ferðalög þessa dagana.

Kvöldrútínan mín er eins fabjúlös og hún gerist! Kvöldmatur, Love Island-þáttur, Pinterest-skroll og smá möns. Ég gef mér líka alltaf mjög góðan tíma í húðrútínuna mína. Hreinsi húðina vel, set jafnvel á mig maska og mögulega brúnkukrem. Allt til að láta mér líða vel og klára daginn þannig – og munið, self-care is being productive!

Covid-tíminn hefur aðallega kennt mér að við höfum ekki mikla stjórn á hlutunum og hversu mikilvægt það er að taka einn dag í einu og sjá hið fallega í litlu hlutunum. Maður kann bara svo 100% betur að meta allt það litla og frábæra í lífinu núna. Þetta ástand hefur verið mikill lærdómur.

Mig langar að deila þessu kvóti með ykkur sem hafði áhrif á mig. “Become more aware of what is really worth your energy.”

Kaffi og góð tónlist byrjar daginn vel.

Become more aware of what is really worth your energy.

Helgi Ómars er mikill þúsundþjalasmiður en hann hefur brugðið sér í hlutverk ljósmyndara, bloggara og fyrirsætu“skát“ í gegnum tíðina. Hann er kannski enginn nýgræðingur þegar kemur að bloggi en hann er ný og frábær viðbót við HÉRER.IS- teymið.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.