Fara í efni

Nýjungar frá Gucci, Dior, Armani, Prada og Chloé

Lífsstíll - 28. september 2021

Við kynntum okkur nýjustu ilmina á markaðnum og skyggndumst bakvið tjöldin hjá stærstu tískuhúsum heims.

Nýr Miss Dior

Stjörnuleikkonan Natalie Portman leikur og situr fyrir í auglýsingu fyrir nýja Miss Dior-ilminn og að vanda lekur af henni sjarminn. Skilaboðin eru: „Hvað myndir þú gera fyrir ástina?“ Goðsagnakenndi blómailmurinn sem margar okkar kannast við hefur nú fengið öppdeit og við erum ekki frá því að þetta sé besta útgáfan til þessa. Sjáðu rómantíska auglýsinguna hér fyrir neðan.

Gucci Flora Gorgeous Gardenia

Gucci Flora sló í gegn á sínum tíma en nú er ný útgáfa komin á markað: Gucci Flora Gorgeous Gardenia. Við höfum staðið okkur að því að spreyja ilmvatninu á okkur í hvert skipti sem við göngum framhjá snyrtivörudeildinni í Hagkaup. Algert nammi! Rokkstjarnan Miley Cyrus er andlit ilmsins.

Gucci Flora Gorgeous Gardenia fæst í Hagkaup í Smáralind.

Chloé Eau de Parfum Naturelle

Innihaldsefnin í Nýja Chloé-ilminum eru 100% náttúruleg en það er engin önnur en leikkonan Lucy Boynton sem er andlit hans.

Gabriela Hearst er listrænn stjórnandi tískuhússins Chloé en sjálfbærni er henni hjartans mál.

Uppáhaldslúkkin okkar úr haustlínu Chloé

Beislitur, kamel og brúnir tónar voru áberandi í haustlínu Chloé, síðir prjónakjólar og mjúkar kápur einnig.

My Way Intense frá Armani

Einn af okkar uppáhaldsilmum síðustu ára kemur úr smiðju Armani og heitir My Way. Á dögunum kom ný útfærsla af ilminum, My Way Eau De Parfum Intense, á markað. Ilmvatnsglasið er skúlptur og konfekt fyrir augað út af fyrir sig. Gullfallega sjarmatröllið Adria Arjona leikur í auglýsingu fyrir ilminn sem sjá má hér fyrir neðan.

My Way Intense til hægri, sá upprunalegi til vinstri. Fæst í Hagkaup og Lyfju. 30 ml. 11.429 kr.

Uppáhaldslúkkin okkar úr haustlínu Giorgio Armani

Luna Rossa Ocean frá Prada

Leikarinn Jake Gyllenhaal er andlit nýja rakspírans úr röðum Prada sem heitir Luna Rossa Ocean. Hann lýsir ilminum sem ferskum og elegant en þið verðið eiginlega að sjá auglýsinguna til að fá fílinginn í æð.

Uppáhaldslúkkin okkar úr haustlínu Prada

Sauvage Elixir frá Dior

Ef þið eruð að leita að kynþokkafullum rakspíra fyrir veturinn er hinn nýi Sauvage Elixir frá Dior málið. Hann minnir okkur persónulega á dásamlegan tíma jólanna enda eru toppnóturnar meðal annars kanill, múskat og kardemomma. Í auglýsingunni fyrir ilminn má sjá engan annan en Johnny Depp rokka á rafmagnsgítar innan um úlfahjörð(!)

Idôle Aura frá Lancôme

Idôle frá Lancôme sló í gegn hér um árið en nú hefur ný viðbót, Aura, bæst við flóruna en það er engin önnur en stórstjarnan Zendaya sem er andlit ilmsins sem er líst sem sólkysstum blómailmi.

Zendaya með nýja ilminn úr smiðju Lancôme.

Scandal frá Jean Paul Gaultier

Jean Paul Gaultier sýnir okkur enn og aftur hvað hann getur hannað kynþokkafulla og fjölbreytta ilmi. Viðanótur mæta eftirminnilegum karamellukeim í þessum unaðslega herrailmi.

Scandal kemur í þremur stærðum og einnig sem sturtusápa. Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu