Fara í efni

Sælkerasalat í boði Gestgjafans

Lífsstíll - 8. maí 2020

Við fengum ritstjórn Gestgjafans til að lauma að okkur uppskrift að sérlega sumarlegu og öðruvísi salati.

Rauðrófusalat með blámygluosti, plómum, ristuðum heslihnetum og hunangssósu

Fyrir 3-4

Hunangssósa

3 msk. ólífuolía 
1 ½ msk. sérríedik, má nota rauðvínsedik 
1 msk. hunang 
¼ hvítlauksgeiri, fínt saxaður eða pressaður 
1 tsk. fennelfræ, ristuð á pönnu og steytt í mortéli 
¼ rauðlaukur, afhýddur og skorinn í þunnar sneiðar 
½ tsk. sjávarsalt 

Hrærið allt hráefnið saman í skál, setjið rauðlaukinn og ½ tsk. af salti síðast saman við. Látið sósuna standa í 30 mínútur þannig að laukurinn mýkist. 

Rauðrófur og plómur 

4-5 rauðrófur (um 350 g), afhýddar og gróft rifnar í rifjárni 
3-4 plómur (um 250 g), skornar í 0,5 cm þykkar sneiðar 
20 g fersk basilíka, stór lauf rifin í tvennt 
5 g ferskt fáfnisgras 
salatblanda að eigin vali 
70 g góður blámygluostur rifinn niður í grófa bita, við notuðum ost frá Castello 
hnefafylli ristaðar heslihnetur án hýðis sem eru skornar gróft niður.

Setjið rauðrófurnar, plómurnar, helminginn af basilíkunni og helminginn af fáfnisgrasinu saman í stóra skál. Hellið sósunni yfir og hrærið saman. Setjið á stóran disk með salatblöndunni. Dreifið ostinum yfir rauðrófublönduna ásamt heslihnetum og restinni af fersku kryddjurtunum. 

Gestgjafinn fæst í Pennanum Eymundsson og Hagkaup, Smáralind.

Uppskrift:Folda Guðlaugsdóttir/Stílisti:Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir/Mynd:Hákon Davíð Björnsson 

Bon Appétit!

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu