Fara í efni

Skálarnar sem hafa slegið öll met

Lífsstíll - 8. janúar 2021

Nýverið opnaði veitingastaðurinn Maika´i í Smáralind en hann sérhæfir sig í svokölluðum acaí-skálum sem eru stútfullar af gómsætri hollustu. Við tókum Elísabetu Mettu, eiganda og markaðsstjóra Maika´i tali og hún deildi með okkur uppskrift að hollu bústi.

Elísabet Metta, eigandi og markaðsstjóri Maika´i sem nýverið opnaði í Smáralind.

Elísabet Metta kynntist acaí-skálum fyrst á Balí fyrir rúmum fjórum árum en hefði aldrei getað ímyndað sér að þessi holli og gómsæti matur yrði uppspretta af hugmynd að veitingarekstri. Kærasti hennar og viðskiptafélagi ákvað að hrinda hugmyndinni að veitingastað sem biði upp á acaí-skálar af stað fyrir rúmum tveimur árum og þá var ekki aftur snúið. Elísbet Metta segist þó ekki hafa verið sannfærð um velgengnina til að byrja með.

Okkur lét forvitni á að vita hvað hún ráðlegði þeim sem ganga með viðskiptahugmynd í maganum?

„Að kýla á það! Ég veit að allir segja það en þetta er satt og það eina sem maður getur gert til að láta draum sinn rætast. Maður mun aldrei sjá eftir því hvort sem allt gengur upp eða ekki. Maður lærir alltaf einhvað á þessu öllu saman.“

Myndirðu vara við einhverju sérstöku?

„Nei, ég held bara ekki. Það er svo margt sem maður áttar sig á seinna sem hefði kannski mátt gera öðruvísi eða ekki átt að gera. En það er bara partur af prógramminu og því að læra.“

Hver var stærsta hindrunin?

„Ætli það hafi ekki bara verið að byrja. Maður miklar hlutina oft fyrir sér í staðinn fyrir að láta bara vaða.“

Hvernig hefur Covid-tímabilið lagst í þig?

„Þetta hefur allt verið mjög skrítið auðvitað en við opnuðum á Hafnartorgi í miðju Covid og erum nýbúin að opna í Smáralind þannig að ég get ekki sagt að árið 2020 hafi slæmt fyrir okkur, alls ekki.“

Hvað hlakkar þú mest til að gera þegar þessu tímabili líkur?

„Ábyggilega að stökkva upp í flugvél til Þýskalands til að knúsa pabba minn en hann býr þar.“

Geturðu deilt með okkur uppskrift?

Þar sem ég er búin að borða yfir mig af acaí-skálum þá er ég mjög mikið fyrir það að fá mér búst heima með acaí-stykkjunum sem fást hjá okkur og eru til sölu í Nettó. Þessi uppskrift er mjög einföld og góð en ég geri hana oft fyrir tveggja ára strákinn minn og hann elskar það.

Orkubúst

1 banani

1x Acaí-stykki

1 bolli eplasafi

1 bolli hafra eða möndlumjólk

Nokkrar döðlur

Klakar

Ég toppa svo bústið aðeins með hampfræjum sem eru stútfull af próteini!

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu