Syndsamleg ostakaka og Cosmo

Í tilefni Bleika dagsins fengum við Berglindi Hreiðarsdóttur hjá Gotterí og gersemum til að deila með okkur bjútífúl og bleikum uppskriftum. Oreo-ostakökudásemd og Cosmo getur ekki klikkað!

Syndsamleg ostakaka og Cosmo

Í tilefni Bleika dagsins fengum við Berglindi Hreiðarsdóttur hjá Gotterí og gersemum til að deila með okkur bjútífúl og bleikum uppskriftum. Oreo-ostakökudásemd og Cosmo getur ekki klikkað!

Syndsamlega girnileg, bleik ostakökudásemd eftir Berglindi frá Gotterí og gersemum.

Bleik RUBY ostakaka

Botn

 • 16 Oreo kexkökur
 • 60 g brætt smjör
 1. Myljið kexið niður í blandara þar til fín mylsna myndast og hrærið bræddu smjörinu saman við.
 2. Setjið bökunarpappír í 20 cm smelluform, spreyið það næst að innan með matarolíuspreyi og þjappið kexmylsnunni í botninn og aðeins upp kantana.
 3. Kælið á meðan annað er útbúið.

Ostakaka

 • 260 g Odense Ruby súkkulaðidropar
 • 3 gelatínblöð (+ 60 ml vatn)
 • 500 g rjómaostur við stofuhita
 • 150 g sykur
 • 2 tsk. vanillusykur
 • 250 ml þeyttur rjómi
 1. Leggið gelatínblöðin í kalt vatn og leyfið að standa nokkrar mínútur.
 2. Hitið þá 60 ml af vatni að suðu og setjið gelatínblöðin útí, eitt í einu og hrærið í á milli svo þau leysist upp. Hellið gelatínblöndunni í skál og leyfið að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið.
 3. Bræðið súkkulaðið og leggið til hliðar.
 4. Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillusykur í nokkrar mínútur.
 5. Hellið þá gelatínblöndunni varlega saman við í mjórri bunu og því næst brædda súkkulaðinu, blandið rólega og skafið niður á milli.
 6. Vefjið að lokum þeytta rjómanum saman við og hellið blöndunni yfir Oreo kexbotninn.
 7. Kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.

Skreyting

 • 200 ml þeyttur rjómi
 • 8 makkarónur
 • Oreomylsna
 1. Sprautið rjómanum á kökuna með jöfnu millibili og stingið makkarónum á milli rjómatoppa.
 2. Stráið Oreomylsnu yfir kökuna.

Hvað er svo einn Cosmo á milli vina?

Skál í boðinu! 

Cosmopolitan

Uppskrift fyrir eitt glas

 • 30 ml Cointreu
 • 30 ml Vodka
 • 20 ml trönuberjasafi
 • Safi úr ¼ lime
 • Klakar
 1. Setjið allt saman í hristara og hristið vel saman.
 2. Sigtið/takið klakana frá og hellið í glas.
 3. Fallegt er að skreyta glasið með lime berki og með því að dýfa því í smá lime safa og síðan í sykur. Drykkurinn er alls ekki sætur sjálfur svo þetta er leið til þess að gera hann örlítið sætari.
Uppskriftabækur Berglindar Hreiðarsdóttur frá Gotterí og gersemum fást í Pennanum Eymundsson og Hagkaup, Smáralind.

Bon Appétit!

Nýjasta bók Berglindar, Saumaklúbburinn, fæst í Pennanum Eymundsson og Hagkaup, Smáralind.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.