Tími breytinga hjá breska Vogue

Síðan ritstjóri breska Vogue, Edward Enninful, tók við ritstjórnarkeflinu fyrir þremur árum síðan hefur ásýnd og ímynd tískubiblíunnar breyst svo um munar. Loksins fáum við að sjá fjölbreytta flóru mannlífsins á síðum glanstímaritsins.

Tími breytinga hjá breska Vogue

Síðan ritstjóri breska Vogue, Edward Enninful, tók við ritstjórnarkeflinu fyrir þremur árum síðan hefur ásýnd og ímynd tískubiblíunnar breyst svo um munar. Loksins fáum við að sjá fjölbreytta flóru mannlífsins á síðum glanstímaritsins.

Tískuheimurinn, með tískubiblíuna Vogue fremsta í flokki, hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir að fagna fjölbreytileikanum. Hvítar og horaðar fyrirsætur-og seinna leikkonur eru það sem við höfum mátt venjast á forsíðum tímaritsins síðan það var stofnað fyrir rúmri öld.

Í því ljósi hefur verið einkar ánægjulegt að fylgjast með þeim miklu breytingum sem ritstjóri breska Vogue, Edward Enninful hefur staðið að síðan hann tók við keflinu fyrir þremur árum. Fyrsta konan til þess að prýða forsíðuna undir hans stjórn var engin önnur en feminíski aktivistinn og fyrirsæta af blönduðum uppruna, Adwoa Aboah. Með þeirri ákvörðun gaf hann til kynna það sem koma skal-hann mun ekki veigra sér við að taka pólitíska afstöðu.

Adwoa hefur verið ein vinsælasta fyrirsætan síðustu misserin en hún er einnig stofnandi samtakanna Gurls Talk, sem hvetja ungar konur til þess að tala opinskátt um málefni sem brenna á þeim, hvort sem það er andleg heilsa, líkamsímynd, fíkn eða kynvitund.

Stærstu fyrirsagnir nýja ritstjórans minnast ekki eingöngu á trendin, vinsælustu töskurnar eða nýja maskara heldur listar upp nöfn þeirra sem eru hvað stærstir á sviði pólitíkur og lista og eru einnig af mjög ólíkum uppruna og á breiðu aldursbili í öllum litum og stærðum en þeldökkar konur eru loksins sýnilegar á forsíðu og síðum tímaritsins.

breska vogue jourdan dunn hér er smáralind
Fráfarandi ritstýra, Alexandra Shulman, hefur mátt sæta gagnrýni fyrir fjölbreytileikaskort en engin svört fyrirsæta prýddi forsíðuna ein á báti frá því Naomi Campbell gerði það árið 2002 þangað til Jourdan Dunn sat fyrir, fyrir forsíðu tískutímaritsins árið 2014.

Ritstjóri breska Vogue er staðráðinn í því að sýna konur af fjölbreyttum uppruna, með mismunandi vaxtarlag og bakgrunn. Edward er fyrsti svarti og jafnframt fyrsti karlkyns ritstjóri tímaritsins í rúmlega 100 ára sögu þess og segist vilja að Vogue verði eins og búð sem konur hræðast ekki að ganga inn í.

„Áður en ég fékk starfið talaði ég við margar konur sem fannst þær ekki geta samsamað við þær sem voru hvað mest á síðum tímaritsins. Þess vegna langaði mig til þess að hafa blaðið opið og vinalegt. Þið munum sjá allar stærðir og gerðir, aldur, kyn og ólík trúarbrögð sýnileg í blaðinu, ég er mjög spenntur fyrir því. Og mun minna af fyrirsætum sem eru með óheilbrigt útlit,” lét hinn nýi ritstjóri hafa eftir sér. Edward bætti því við að hann myndi berjast gegn „stærð núll“-kúltúrnum í tískuheiminum með því að sýna konur með allskonar vaxtarlag og ræða opinskátt við hönnuði um þessi mál.”

breska vogue hér er smáralind
Útlit og innihald breska Vogue hefur breyst mikið með tilkomu Edward Enninful. Hér má sjá fyrsta tölublað hans en feminíski aktivistinn og fyrirsætan Adwoa Aboah prýddi forsíðu þess.

Þær konur sem stóðu vaktina á tímum Covid-heimsfaraldurs í mikilvægum störfum á borð við ljósmæður, hjúkrunarfræðinga, verslunarfólk og lestarstjóra prýddu forsíður tímaritsins í júlímánuði.

Edward Enninful, ritstjóri breska Vogue er maður orða sinna.

Þegar ég byrjaði í bransanum á tíunda áratugnum þá voru prufustærðirnar númer 4 og 6. Í dag eru prufustærðirnar tvöfalt núll. Mér finnst að tískubransinn eins og hann leggur sig verði að taka þátt í samræðum um þessi mál.

Meira spennandi

Þetta trend er líklega til í fataskápnum þínum

Mörg stærstu hátískuhúsa heims kynntu til sögunnar gömlu, góðu golluna haustið 2020. Það er ekkert gamaldags eða púkó við þessa...

Sætar hugmyndir fyrir saumaklúbbinn

Bakaður ostur með pekanhnetum 1 Dala Auður50 g saxaðar pekanhnetur4 msk....

Steldu stílnum frá skvísunum á Strikinu

Hversu mikið værum við til í að stela þessum átfittum frá þessum tískudívum sem ganga niður götur Köben eins...

Fyrir unga fólkið

Galleri 17, 14.995 kr.Galleri 17, 15.995 kr.GS Skór, 32.995 kr.Zara, 12.995 kr. Ný sending lent í...

Risa trend

Hvert sem litið er, hvort sem það eru götur hátískuborga á við Mílanó, París eða New York eða stærsta...

Heitustu gallabuxnatrendin 2020

Gallabuxur sem klipptar eru að neðan hafa verið mjög áberandi síðustu misserin en hér má sjá guðdómlega gyðju á...

Brot af því besta fyrir haustið

Svokallaðir skyrtujakkar eru hámóðins og minna okkur á áttunda áratuginn með öllum þeim töffheitum sem þeim áratug fylgir.

James Turlington fetar í fótspor frænku sinnar

James Turlington er nýjasta stjarnan í fyrirsætubransanum en hér er hann í nýjustu flíkum úr Zara.

Jakki sem búinn er til úr 23 plastflöskum

Jakkinn sjálfur og fóðrið er úr 100% endurunnu pólýester. Með honum vill Selected vekja athygli á plastmengun og auka við úrval fatnaðar...

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 20.000 kr. gjafakort Smáralindar.