Fara í efni

Upp um fjöll og firnindi

Lífsstíll - 24. júní 2020

Nú flykkist fólk upp um fjöll og firnindi til að njóta íslenskrar náttúru. Réttur klæðnaður getur skipt sköpum til að eiga góða stund í guðsgrænni náttúrunni. Hér er rétti gírinn.

Almennt er mælt með að klæða sig upp í nokkur lög, svokallað grunnlag, miðlag og ysta lag. Hver og einn þarf að finna þann klæðnað sem hentar, en það getur farið eftir mörgum þáttum, t.d. hvort við erum heitfeng eða kuldaskræfur og hvað stendur til. Hvort við ætlum í margra daga göngu með allt á bakinu eða skemmri göngur, svo eitthvað sé nefnt. Kosturinn við að klæða sig upp í lög er að þá er auðvelt að fækka eða fjölga lögum eftir hitastigi.

Grunnlag

Grunnlag eða innsta lag hefur þann tilgang að draga raka frá húðinni og er jafnan úr hátækni gerviefnum á borð við fljótþornandi boli og þunnt flís eða ull og þá er mjúk merínó ullin vinsælust. Það er stranglega bannað að vera í bómull innst, þar sem hún kólnar þegar hún blotnar og gerir okkur þá meira ógagn en gagn. Peysa, Icewear, 9.900 kr.

Miðlag

Miðlaginu er ætlað að veita okkur hlýju og er stundum kallað einangrandi lag. Algengt er að miðlagið sé úr flísefni, ull, dún, eða gerviefnum sem líkja eftir eiginleikum dúnsins. Oft er miðlagið úr efni sem er loftríkt og vatnsfráhrindandi að hluta, en þegar loft kemst inn í efnið bólgna þræðirnir upp, einangrun eykst og loftið viðheldur þannig hlýjunni. Vesti, Icewear, 13.990 kr.

Thermore® vestin og hybrid jakkarnir eru með Bluesign®Thermore®Ecodown® fyllingu. Thermore® heldur hlýju þrátt fyrir að það blotni.  Ecodown® er 100% endurunnin einangrun, gerð úr plastflöskum í stað olíu, en það stuðlar að verndun náttúrunnar fyrir komandi kynslóðir. Frábær valkostur fyrir þá sem ekki vilja dún.

Rökkvi fjallgöngubuxur, Icewear, 9.990 kr.

Ysta lag

Ysta lag ver okkur gegn rigningu og vindi og eru flestir í skelfatnaði yst. Ef ætlunin er að stunda hreyfingu er mikilvægt að skeljarnar andi vel og hleypi þannig út raka sem myndast þegar við svitnum en séu þó vel vatnsheldar svo við blotnum ekki í gegn. Jakki, Icewear, 37.900 kr.

Göngusokkar

Við viljum ekki enda með blöðrur á fótunum, þannig að góðir sokkar eru grunnurinn að vellíðan í útivistinni. Bómullarsokkar eru, líkt og grunnlagið, á algjörum bannlista. Sumir kjósa alltaf gömlu góðu ullarsokkana en þeir geta þó verið full heitir og þá koma coolmax sokkar sterkir inn, þar sem coolmax-efnið dregur raka frá fætinum og þornar fljótt. Sokkar, Icewwear, 1.490 kr.
Þegar vorar flykkist fólk upp um fjöll og firnindi til að njóta íslenskrar náttúru. Réttur klæðnaður getur skipt sköpum til að eiga ánægjulega stund í guðsgrænni náttúrunni.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu