Fara í efni

Við fundum uppáhaldsilminn okkar í mest spennandi samstarfslínu ársins

Lífsstíll - 4. febrúar 2021

Þegar ein vinsælasta tískukeðja heims og einn vinsælasti ilmvatnshönnuður nútímans leiða saman hesta sína er von á góðu.

Ilmvatnshönnuðurinn Jo Malone, sem er konan á bakvið Jo Loves og tískurisinn Zara leiddu saman hesta sína og útkoman er hreint út sagt unaður. Nú er loksins hægt að fá rándýran ilm á viðráðanlegu verði. Ilmvötn og ilmkerti úr línunni eru komin í Zara í Smáralind og verða að teljast nokkuð líkleg til vinsælda.

Samstarfslínan samanstendur meðal annars af átta mismunandi ilmvötnum í nokkrum stærðum, ilmkertum og handspritti.

jo malone jo loves zara smáralind hér er
Jo Malone, stofnandi Jo Loves, framleiðir marga goðsagnakennda ilmi sem konur um allan heim hafa miklar mætur á.
Jo Malone London-verslanir eru stórglæsilegar.

Samstarfslína Jo Loves og Zara býður upp á átta mismunandi ilmi: Waterlily Tea Dress, Bohemian Bluebells, Amalfi Sunray, Ebony Wood, Vetiver Pamplemousse, Tuberose Noir, Fleur D’Oranger og Fleur De Patchouli. Okkar uppáhald fyrir sumarið heitir Amalfi Sunray sem eins og nafnið gefur til kynna, á að framkalla minningar um sumarfrí á suður-ítölsku Amalfi ströndinni.

jo loves jo malone hér er smáralind zara
Amalfi Sunray ilmurinn minnir á sumar og sól á suður-Ítalíu.

Ég er í skýjunum með þetta ótrúlega skemmtilega ferðalag og listræna samstarf. Fyrsta línan okkar Zara tekur það besta frá báðum vörumerkjum og notast við innihaldsefni sem ég hef elskað í mörg ár. Hver og einn ilmur hefur verið hannaður með ákveðinn persónuleika og rödd að leiðarljósi og segir einstaka sögu. Ég vona að þið njótið-línan er full af ímyndunarafli og listrænni sköpun.

-Jo Malone

En hvaða ilmur er í uppáhaldi hjá Jo Malone sjálfri?

Má ég velja þrjá? Ég elska Fleur D´Oranger því hann minnir mig á skemmtilegustu fagnarðarfundi lífsins, Waterlily Tea Dress því sá ilmur er allt sem ég þarf í ilmvatni og Vetiver Pamplemousse er ilmurinn sem ég nota daglega og spreyja á rúmfötin mín áður en ég fer að sofa. Í honum eru innihaldsefni sem ég hef verið þekkt fyrir að nota mjög oft sem ilmhönnuður. Við héldum í þessa hreinu og tæru ímynd fyrir samstarfslínuna með Zara.

Okkur langar í öll ilmkertin úr samstarfslínu Jo Loves og Zara.

Við erum til í ilmkerti sem tekur okkur alla leið á Amalfi-ströndina á suður Ítalíu í huganum.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu