Borðskraut fyrir ferminguna
Hvítir dúkar með löber eða renning yfir hafa skreytt fermingar í gegnum tíðina.
Blóm í fallegum vasa er einföld en klassísk borðskreyting sem lífgar upp á borðhaldið. Með því að kaupa blóm nokkrum dögum fyrr verða þau í fullum blóma á fermingardeginum sjálfum.
Fermingarkerti
Fermingarkerti merkt með nafni og dagsetningu er klassískt en hví ekki að hafa kerti á öllum borðum sem borðskraut og jafnvel í mismunandi kertastjökum.
Servíettur setja punktinn yfir i-ið
Blöðrur
Skál fyrir fermingardeginum
Skálaðu með þínum nánustu á fermingardaginn og berðu gosdrykkina fram með klökum í glæsilegu fati.