Súkkulaðibitakökur
Súkkulaði + súkkulaði getur ekki orðið annað en frábær útkoma. Þessar smákökur voru virkilega góðar svo ef ykkur langar í ljúffengar súkkulaðibitakökur þurfið þið ekki að leita lengra. Þessi uppskrift er einföld, góð og mun slá í gegn hvar og hvenær sem er.
Um 30-35 stykki
Innihald
- 240 g hveiti
- 40 g Cadbury bökunarkakó
- ½ tsk. matarsódi
- ½ tsk. salt
- 230 g smjör við stofuhita
- 130 g sykur
- 90 g púðursykur
- 2 egg
- 2 tsk. vanilludropar
- 120 g gróft saxað Toblerone
- 100 g dökkir súkkulaðidropar
Uppskrift
- Hitið ofninn í 180°C.
- Blandið hveiti, kakó, matarsóda og salti saman í skál og geymið.
- Þeytið smjör, sykur og púðursykur saman í hrærivélinni þar til létt og ljóst, skafið nokkrum sinnum niður á milli.
- Bætið eggjunum saman við smjörblönduna, einu í einu ásamt vanilludropunum og skafið niður á milli.
- Næst má setja hveitiblönduna saman við í nokkrum skömmtum og skafa niður á milli.
- Að lokum fer Toblerone og dökkt súkkulaði út í deigið og blandað saman við með sleif/skeið.
- Rúllið í kúlur sem eru um ein kúfuð matskeið af stærð og þrýstið létt ofan á, raðið á bökunarpappír.
- Bakið í 10-12 mínútur eða þar til kantarnir fara aðeins að dökkna, leyfið að kólna.
Súkkulaðisjeik
Þessi uppskrift hefur fylgt fjölskyldu Berglindar um áraraðir. Þetta er líklega einn sá einfaldasti sjeik sem hægt er að gera en hann slær alltaf í gegn. Stundum er minna einfaldlega meira.
Uppskrift dugar í 3-4 glös
Innihald
- 1 líter vanilluís
- 150 ml nýmjólk
- 3-4 msk. Nesquik kakómalt
Uppskrift
- Setjið ísinn í hrærivélarskálina eða blandarann.
- Hellið um 100 ml af mjólkinni saman við og blandið þar til kekkjalaust.
- Hrærið kakómaltinu saman við restina af mjólkinni (til að losna við kekki) og blandið því síðan saman við ísinn og skafið niður á milli.
- Skiptið niður í glös og njótið.
- Fallegt er að þeyta rjóma og sprauta ofan á og skreyta með súkkulaðisósu, kökuskrauti og öðru slíku en ekki nauðsynlegt.