Klassískt hvítt
Hvítir kjólar eru klassík þegar kemur að fermingarkjólum í gegnum tíðina. Hér eru nokkrir fallegir sem smellpassa fyrir þennan stóra dag í lífi barnsins.
Pastel og pífur
Rómantískir pífukjólar í pastellitum er eitthvað sem er alltaf viðeigandi á fermingardaginn.
Dásamlegar dragtir
Dragtir þurfa alls ekki að vera púkó eins og þær þóttu í denn, þvert á móti eru þær eitthvað sem töffararnir klæðast.
Innblástur af tískusýningarpöllunum
Tískuhúsið Remain sendi fermingarlegan kjól niður tískupallinn þegar það sýndi vortískuna í ár.
Sætir skór
Það má ekki gleyma skónum!
Fylgist með nýju og fersku fermingarefni á HÉRER.IS!