Frískleg fermingarförðun
Steldu stílnum
„Ég byrjaði að undirbúa húðina með rakaspreyi frá Clinique sem heitir Moisture Surge Face Spray sem frískar uppá húðina. Svo notaði ég dagkremið Dramatically Different Moisturizing Lotion+ sem gefur húðinni góðan raka og mýkt. Það er silkimjúkt og fer hratt inní húðina sem hentar sérstaklega vel fyrir förðun.
Næst notaði ég HALO Healthy Glow All in One Tinted Moisturizer sem er litað dagkrem sem inniheldur primer og endist því allan daginn. Ég nota vöruna með bursta til þess að fá aðeins þéttari áferð á farðann, en það er líka gott að nota fingurna eða svamp. Kremið er létt en auðveldlega hægt að byggja það upp í miðlungsþekju og það gefur svakalega fallegan ljóma og raka. Kremið er olíulaust og hentar flestum húðtýpum.
Ég undirbjó augnsvæðið með Photo Finish Hydrating Under Eye Primer sem kælir, gefur raka og birtir augnsvæðið. Lengir endingartíma hyljarans sem er næsta skref.
Hyljarinn sem ég notaði er Studio Skin Flawless 24 Hour Concealer. Hann er vatnsheldur og rakagefandi. Hægt er að nota hann á hvaða svæði sem er en ég setti hann undir augun til að litaleiðrétta og kringum nefið til að minnka roða.“
„Ég byrjaði augnförðunina á því að setja Always on Cream Shadow í litnum Vanilla, ég nota hann sem augnskugga-primer, hann gefur léttan lit og má nota einn og sér en líka gott að nota sem grunn undir púðuraugnskugga. Þeir koma í mörgum litum og því ættu allir að geta fundið lit sem hentar hverjum og einum.
Mesta snilldin er svo Cali Contour-pallettan, ég nota hana bæði fyrir augnskugga og til að skyggja andlitið. Pallettan inniheldur 6 litatóna - skyggingarlit, sólapúður, kinnalit, 2 highlightera og bjartan og hlýjan og lýsingarlit. Hægt að nota á svo marga mismunandi vegu og því er pallettan frábær fjárfesting.
Næst notaði ég augnblýant frá Clinique sem heitir Cream Shaper for eyes í litnum Chocolate Lustre létt yfir augnháralínuna til að ramma augun aðeins inn. Blandaði vel með bursta en hann er mjög kremaður og helst vel á augunum yfir daginn.
Maskarinn sem ég notaði heitir Superfan og er frá Smashbox. Hann er endingargóður og þykkir og lengir augnárin án þess að þau klessist saman.
Glossinn er nýr frá Clinique og heitir Pop Plush Creamy Lip Gloss, hann gefur fallega glansáferð með smá lit.
Síðast en ekki síst notaði ég farðaspreyið Photo Finish Endurance Breathable Setting Spray frá Smashbox sem mér finnst ómissandi til að klára förðunina. Mjög létt spray sem heldur farðanum á sínum stað allan daginn. Spreyið er alkóhóllaust, stíflar ekki húðina heldur styrkir, nærir og verndar húðina gegn umhverfisáhrifum. Allt í einni flösku!