Fara í efni

Gjafir sem gleðja á Valentínusardag

Lífsstíll - 11. febrúar 2022

Valentínusardagur hefur heldur betur sótt í sig veðrið hér á landi síðustu árin. Hvert tilefni til að fagna ástinni er kærkomið, segjum við nú bara. Hér eru nokkrar hugmyndir að gjöfum sem myndu pottþétt gleðja betri helminginn á degi elskenda.

Samvera er auðvitað alltaf besta gjöfin og því tilvalin afsökun að nota Valentínusardag til að gera vel við sig í mat og drykk eða skipuleggja kósí heimadeit með ástinni. Kvikmyndahúsin eru stútfull af frábærum bíómyndum sem sniðugt er að skella sér á og svo er líka margt spennandi að sjá í leikhúsum borgarinnar. Ef þú vilt koma elskunni þinni á óvart með gjöf eru hér nokkrar hugmyndir sem vonandi einhverjir geta nýtt sér.

Ilmur af ást

Ilmvatn og rakspíri eru klassískar gjafir sem gaman er að gefa og þyggja.
Sauvage herrailmurinn frá Dior hefur heldur betur sigrað heiminn síðan hann kom á markað árið 2015. Í fyrra var hann mest seldur af bæði herra-og dömuilmum samanlögðum, sem er algerlega fordæmalaust í sögu herrailma. Á tímabili seldist ein flaska á þriggja sekúndna fresti.
Gucci Guilty fyrir öll kynin

Nútímaleg ástaryfirlýsing laus við allar reglur er yfirskrift nýju ilmanna frá Gucci sem voru að bætast við vinsæla flóru Gucci-ilma. Það eru engin önnur en söngkonan Lana Del Rey og leikarinn Jared Leto sem sitja fyrir í auglýsingaherferðinni í fullum Gucci-skrúða. Við mælum eindregið með því að prófa ilmina næst þegar þið leggið leið ykkar í Hagkaup í Smáralind. Kynþokkafull Valentínusargjöf hér á ferð!

Lana Del Rey og Jared Leto fyrir Gucci Guilty.
Nú var að koma á markað Limited Edition-lína af ilmum frá Marc Jacobs sem kemur á hverju vori en hún inniheldur að þessu sinni Daisy Marc Jacobs Love Skies, Daisy Marc Jacobs Skies og Daisy Marc Jacobs Eau So Fresh. Tilvalin ilmvötn fyrir konuna sem fílar ferska og létta ilmi. Komnir í Hagkaup, Smáralind.

Segðu það með súkkulaði

Ef leiðin að hjartanu er í gegnum magann kemur súkkulaði sterkt inn.
Epal, 4.800 kr.
Snúran, 990 kr.
Sannkallaður Gourmet-pakki. Snúran, 13.500 kr.

Skart er klassísk gjöf sem klikkar seint

Hægt er að láta grafa nafn þess sem þú elskar á hálsmenin frá Orrafinn, eða jafnvel stafina ykkar. Persónuleg og eiguleg gjöf sem gleður. Fæst í Meba, Smáralind, 26.500 kr.
Þú ert með lykilinn að hjartanu mínu, passaðu hann vel!
Meba, 15.900 kr.
Jón og Óskar, 27.800 kr.
Meba, 10.900 kr.
Meba, 32.000 kr.
Jens, 5.900 kr.
Dúka, 7.900 kr.
Meba, 7.200 kr.

Dekur

Hér eru nokkrar gjafir til að dekra við konuna í þínu lífi.
Sloppur frá HAY, Epal, 10.900 kr.
Lindex, 5.999 kr.
Elira, 10.390 kr.
Hármótunartækin frá GHD eru að mörgum talin þau allra bestu á markaðnum í dag. Góðu fréttirnar eru að sléttujárnin frá þeim er nú loksins hægt að fá í Hagkaup. Við gætum ekki verið spenntari. Fullkomin gjöf til að koma konunni á óvart!
Bollarnir frá Design Letters eru tilvalin tækifærisgjöf enda merkt mömmu, pabba, ástinni og allskonar sniðugu. Líf og list, 3.750 kr.
Húðvörurnar frá Augustinus Bader hafa slegið öll met á heimsvísu en stjörnurnar vestanhafs geta ekki hætt að dásama þær. Nú fást þær loksins hér á landi í Elíru í Smáralind. Tilvalin gjöf fyrir dekurrófur.
Ástararmböndin fást á góðu verði í Pennanum Eymundsson eða 2.499 krónur. Sniðug ástarjátning án þess að gera gat á budduna.

Fyrir ástmanninn

Nýjar og spennandi vörur frá Polo Ralph Lauren fyrir golfarann í þínu lífi eru komnar í Herragarðinn í Smáralind. Peysa, 26.980 kr.
Dásamlegir inniskór fyrir ástina frá Kormáki og Skyldi. Epal, 12.900 kr.
Þú ert akkerið í lífi mínu!
Orrifinn, Meba, 18.300 kr.
Je t'aime!

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Stílistinn okkar með tips fyrir Kauphlaup

Lífsstíll

Heitar hugmyndir að konudagsgjöf

Lífsstíll

Byrjaðu árið af krafti og náðu markmiðum þínum!

Lífsstíll

Vertu smart í ræktinni!

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Nokkur vel valin tips fyrir gamlárskvöld

Lífsstíll

Sniðugar jólagjafahugmyndir undir 5.000 kr.

Lífsstíll

Spennandi jólagjafa­hugmyndir fyrir hann