Hringrásarhagkerfið er hagkerfi þar sem leitast er við að viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og mögulegt er. Niðurstöður úr umhverfiskönnun Gallups sýna að langflestir, eða sjö af hverjum tíu, vilja leggja sitt af mörkum til að draga úr sóun og neikvæðum umhverfisáhrifum. Þær aðgerðir sem við getum tamið okkur til að styðja við þetta er til dæmis að deila hlutum, gera við, endurnýta og endurvinna.
Saumastofan Breytt og bætt: Er dragtin of þröng eða rennilásinn farinn?
„Nafn saumastofunnar, Breytt og bætt, er í raun lýsandi fyrir það sem við gerum. Við breytum fötum, til dæmis með því að víkka þau eða þrengja, auk þess að stytta ermar og buxnaskálmar svo eitthvað sé nefnt. Mest erum við þó í því að laga eldri flíkur, skipum um rennilása á úlpum og gerum við þínar uppáhalds flíkur,“ segir Małgorzata, sem hefur nú bætt við sig starfsfólki á saumastofuna.
„Yfirleitt er fólk alveg hissa að hægt sé að bjarga flíkum og gefa þeim nýtt líf, en við erum með allskonar lausnir til að laga, breyta og bæta. Auðvitað eru engar töfralausnir, en við reynum okkar besta hverju sinni. Það er ekki alltaf sem borgar sig að gera við eða breyta flíkinni, en við reynum að bjarga flestu. Það eina sem við sérhæfum okkur ekki í er leður og saumum heldur ekki nýjar flíkur,“ segir Małgorzata, sem sjálf hefur alltaf hugsað mikið um umhverfismál.
„Mín vinna miðar að því að lengja líftíma fata sem stuðlar að skrefum í rétta átt í umhverfismálum. Mér þykir ánægjulegt að fylgjast með þeirri þróun í samfélaginu, sérstaklega hjá ungu fólki sem er meðvitaðra um að kaupa ekki allt nýtt og hvað hægt sé að gera til þess að nýta hlutina betur. Svo voru eldri kynslóðir aldar upp við nýtni, það þótti sjálfsagður hlutur að gera við 25 ára gamla kápu, eða aðlaga hana til þess að geta haldið áfram að nota hana,“ segir Małgorzata.
Að þessu sögðu hvetjum við fólk til þess að skanna fataskápinn og rífa fram flíkurnar sem settar hafa verið til hliðar vegna ýmissa vankanta. Skunda með þær upp á þriðju hæð í Smáralindinni og hver veit nema við klæðumst uppáhaldskjólnum eða jakkanum á ný í sumar?
Skómeistarinn: Þú getur bjargað uppáhaldsskónum þínum!
Extraloppan: Gersemar á gjafverði
Bjartir litir verða áberandi í sumar
„Bjartir litir verða áberandi í sumar, grænn verður mjög áberandi, sem og appelsínugulur og bleikur. Peysur með loðkraga og gallabuxur eru áberandi og „sneaker-tískan“ í skóm heldur áfram,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, einn eiganda Extraloppunnar. „Það er alltaf ákveðinn vorboði að sjá litina poppa upp þó svo ég klæðist aðallega svörtu sjálf, ég var þó að kaupa mér græna skó og eitthvað svona aðeins til þess að skreyta svarta dressið. Extraloppan er stútfull af litríkum básum, fallegum toppum í öllum litum, beinum og útvíðum buxum.“
Lindex: Viljum láta gott af okkur leiða
Lindex hefur alltaf lagt mikla áherslu á á umhverfisvæna framleiðslu og samfélagslega ábyrgð og vinnur fyrirtækið markvisst að því að láta gott af sér leiða í bæði nær- og fjærumhverfi. Við viljum taka ábyrgð á því hvernig varan er framleidd og áhrifum framleiðslunnar á fólk og umhverfið. Markmiðin okkar eru að styrkja konur, bera virðingu fyrir jörðinni og tryggja mannréttindi. Það er meðal annars gert með því að bregðast við loftslagsbreytingum með framleiðslu sem er öruggari og betri fyrir umhverfi og fólk.
Sem dæmi má nefna Better denim hjá Lindex þar sem notað er 85% minna vatn en undir venjulegum kringumstæðum við þvottinn á gallaefninu. Gagnsæi í framleiðslu er einnig mikilvægt sem og zero-tolerance stefna gegn mannréttindabrotum við framleiðslu á vörunum í öllum þeim verksmiðjum sem Lindex vinnur með,“ segir Anna Margrét Kristjánsdóttir, markaðsfulltrúi Lindex á Íslandi.
„Framtíðarstefna Lindex er skýr. Við ætum að halda áfram að vinna að því að gera Lindex sem umhverfisvænt að öllu leiti. Nota minna af efnum við framleiðsluna og tryggja öryggi þeirra sem koma að framleiðslunni. Bera virðingu fyrir jörðinni og öllum þeim sem á henni búa,“ segir Anna Margrét.
Þá má benda á ánægjulegan kost sem Lindex býður þeim viðskiptavinum sínum sem hafa skráð sig í vildar-og fríðindaklúbbinn More at Lindex. Hluti af fríðindunum sem kortið veitir er að þeir geta skilað vel með förnum Lindex fatnaði og fengið inneign í staðinn. Verkefnið er ætlað að hvetja til endurnýtingar og er unnið í samvinnu við Rauða kross Íslands. Nánar má lesa um skilmála verkefnis hér.