Lára Kristín Unnarsdóttir starfar hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Florealis, en fyrirtækið sérhæfir sig í skráðum jurtalyfjum. Florealis hefur fjallað mikið um mikilvægi svefns í tengslum við jurtalyfið Sefitude, sem notað er við svefntruflunum og vægum kvíða og hafa tengsl svefnleysis og kynlífs verið skoðuð vandlega. Þar gefa nýlegar rannsóknir til kynna að svefntruflanir og svefnleysi séu meðal annars orsakir skertrar kynlöngunar.

„Svefn og kynlíf eru tvær af grunnþörfum mannsins og eiga stóran þátt í vellíðan okkar. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu og er kynheilsa er þar engin undantekning,“ segir Lára.
Við athuganir Florealis á kynheilsu kvenna þar sem fjöldi rannsókna úr ritrýndum tímaritum voru skoðaðar, benti margt til þess að núverandi kynslóðir, Þúsaldarkynslóðin og X-kynslóðin, stundi mun minna kynlíf en kynslóðirnar á undan. „Í framhaldi ákváðum við hjá Florealis að halda opinn fyrirlestur um tengsl svefns og kynlífs en þar kemur margt áhugavert fram,“ segir hún.
„Í fyrirlestrinum er meðal annars horft til rannsóknar sem gerð var á 26.000 manns á árunum 1989 til 2014 en þar kom í ljós að þrátt fyrir opnari umræðu um kynlíf, betra aðgengi að getnaðarvörnum og samfélagslegu samþykki fyrir kynlífi utan hjónabands þá stundar fólk almennt minna kynlíf nú en áður,“ nefnir Lára ennfremur, en rannsóknina framkvæmdu Twenge, Sherman og Wells árið 2017.

Meira stress-minni kynlöngun
Ástæðurnar fyrir kynlífsleysinu eru að mestu leyti taldar vera þær að fólk var of þreytt til að stunda kynlíf. Og með hliðsjón af rannsóknunum sem þar er stuðst við þá virðist svefn – nánar tiltekið svefnleysi – spila stórt hlutverk.
„Svefn er talinn vera mikilvægur til margs og því getur svefnleysi haft margskonar áhrif, eins og fram kemur í fyrirlestrinum og öðrum pistlum sem Florealis hefur birt,“ heldur Lára áfram. Sem dæmi er þar tilgreint að þegar fólk er vansvefta þá framleiði það meira af streituhormónum en minna af kynhormónum. Svefnvandmál skerði því kynlöngun.

Svefnleysi talið algengara hjá konum
Áhugavert er að konur eru taldar næstum tvisvar sinnum líklegri en karlar til að eiga í erfiðleikum með svefn. Á þetta einkum við um tímabil þar sem miklar hormónabreytingar eiga sér stað í lífi kvenna, eins og við kynþroska, á meðgöngu, við brjóstagjöf og á breytingarskeiðinu.
„Í einni rannsókninni sem gerð var á 170 konum þar sem áhrif svefntíma og svefngæða á kynlöngun og virkni voru skoðuð, kom hins vegar í ljós að þegar konurnar fengu að sofa um einni klukkustund lengur en þær gerðu að meðaltali þá jukust líkurnar á því að þær stunduðu kynlíf um heil 14 prósent,“ segir Lára og vísar þar í rannsókn sem Kalmbach og fleiri gerðu árið 2015.
Þetta er áhugavert, í ljósi þess hve algeng þessi vandmál virðast vera, svefnleysi og skert kynlöngun.

Sumir eru þeirrar skoðunar að fyrr sem við leggjumst til hvílu því líklegra er að við náum lengri tíma af „djúpum svefni“, sem bæti heildargæði svefnsins. Þannig aukist líkurnar á því að við vöknum úthvíld.
Möguleg risvandamál karla
Skertur svefn og svefntruflanir virðast ekki síður hafa áhrif á kynlíf karla, en í fyrirlestrinum kemur meðal annars fram að lítill svefn geti dregið úr magni sáðfruma og karlar sem vakni oft upp á nóttu geti glímt við risvandamál. Góður svefn virðist því skipta sköpum í samhengi við kynheilsu karla, kynlöngun þeirra og frjósemi.
Áhrif kynlífs á svefn
„Annað vekur athygli og það er að kynlíf virðist ekki síður hafa áhrif á svefn, en sambandið þar á milli virðist ganga í báðar áttir því samkvæmt rannsóknum Lastella og fleiri árið 2019, þá telur meirihluti fólks eða um 60 prósent sig sofa betur að loknu kynlífi og 64 prósent kvenna finnist þær upplifa meiri svefngæði eftir fullnægingu,“ segir Lára. Með öðrum orðum sé kynlíf talið geta átt þátt í því að auðvelda fólki að sofna – og sofa betur.
Nokkur ráð
En hvað skyldi þá vera til ráða fyrir þá sem vilja bæta svefninn og kynlífið í leiðinni? Hér eru nokkrar lausnir sem starfsfólk Florealis nefnir og vert er að gaumgæfa.

Rútína
Það getur verið gott að fara að sofa og vakna á svipuðum tíma. Reglulegt svefnmynstur er talið stuðla að góðum svefni og halda líkamsklukkunni í jafnvægi.
Hreyfing og útivera
Reglubundin hreyfing af meðal ákefð er sögð geta bætt svefn og auðveldað okkur að festa svefn á kvöldin.
Minni neysla á koffíni og áfengi
Neysla á kaffi, orkudrykkjum og áfengi eru álitin draga úr svefngæðum. Þessi efni eru sögð valda því að svefninn verður grynnri, fólk hvílist verr og nái ekki þeim endurnærandi áhrifum sem svefninn getur veitt.
Dimmt á kvöldin-bjart á daginn
Líkaminn notar birtustigið í kringum sig til að meta hvenær á að hátta og vakna. Ralið er að gott sé að hafa daufa birtu í kringum sig á kvöldin og fyrir svefninn, en bjart á morgnanna og daginn. Dagsljósalampar og vekjaraklukkur eru frábær hjálpartæki í skammdeginu.
Enginn skjátími fyrir svefninn
Birtan frá símum, spjaldtölvum, sjónvörpum og öðrum skjám eru sögð halda fólki vakandi. Talið er að við verðum síður syfjuð með því að nota slík tæki og þar af leiðandi geti verið erfitt að sofna.

Fagleg aðstoð
Mikilvægt er að leita sér hjálpar hjá lækni eða sérfræðingum sem sérhæfa sig í svefnmeðferðum.
Jurtalyf
Sefitude er jurtalyf sem notað er við svefntruflunum og vægum kvíða og fæst án lyfseðils í apótekum. Sefitude getur stytt tímann við að sofna og bætt svefngæði.
Almenn notalegheit
Ekki skemmir svo fyrir að sofna í notalegu umhverfi. Þar kemur lýsing, rúmföt og almenn kósíheit sterk inn.
Dúka, 4.790 kr. Epal, 11.500 kr. Líf og list, 11.750 kr. Epal, 8.500 kr. Líf og list, 12.950 kr. Dúka, 7.790 kr. Rúmteppi, Líf og list, 21.550 kr.



Falleg ljós og lampar gera mikið fyrir stemninguna inni í svefnherberginu. Við erum svo skotin í þessu ljósi sem fæst í Epal og kostar 22.500 kr.




Søstrene Grene, 4.276 kr. Søstrene Grene, 7.168 kr.

H&M Home. H&M Home.

Þú færð fallega púða á góðu verði í H&M Home í Smáralind.