Matur og drykkur fyrir fermingarveisluna
Hagkaup kynnti úrvalið af veitingum sem þau bjóða upp á eins og kökur og kræsingar frá 17 Sortum og ljúffengt óáfengt vín frá Akkurat. Gestum var að sjálfsögðu boðið upp á smakk.
Skreytingar fyrir fermingarveisluna
Hjá Hagkaup er hægt að kaupa kleinuhringastand, fallega renninga á veisluborðið og litlar ljósaseríur.
Fermingarförðun
Förðunarfræðingurinn Lilja Gísladóttir fór í gegnum húðumhirðu og kenndi einfalda förðun fyrir stóra daginn.
Vídjó frá Fermingarkvöld Hagkaups
Hér er hægt að horfa á samantekt frá Fermingarkvöldi Hagkaups sem haldið var í Smáralind þann 8. mars síðastliðinn.