Steldu stílnum frá Valentino
Billi Bi var að koma með geggjaða sandala í GS Skór í Smáralind sem við erum sjúklega skotnar í. Við könnumst vel við stílinn enda keimlíkur vlogo-sandölunum frá Valentino.
Skyldueign í sumar
Góður gallajakki er skyldueign í sumar! Hvort sem þú fílar "oversized" eða aðsniðinn, erum við með jakka fyrir þig sem hægt er að fá á afslætti á Miðnæturopnun.
Hinn fullkomni augnskuggi
RMS Beauty kom nýverið á markað með kremaða augnskugga sem eru úr öðrum heimi! Förðunarfræðingurinn okkar fær ekki nóg af þeim. Fæst í Elira, Smáralind þar sem er 15-20% afsláttur af öllu á Miðnæturopnun.
Hér er hægt að lesa meira um bestu snyrtivörurnar.
Grænt og gordjöss
Það er engum blöðum um það að fletta að grænn er tískulitur dagsins. Við erum með augastað á geggjaðri Neo Noir-dragt úr Galleri 17 og kasjúal buxum úr Lindex. Hvort tveggja á 20% afslætti.
Sætur sundbolur
Er kominn tími á nýjan sundbol fyrir sumarið? Þessi kemur sterklega til greina. Sjáið bakið!
Á hann
Spariskór fyrir veislur sumarsins
Huggulegt fyrir heimilið
Nostalgía frá The Body Shop
Nýlega lásum við grein um klassísk ilmvötn sem rifjaði upp ást okkar á White Musk frá The Body Shop. Spurning um að endurnýja kynnin nú þegar það er 20% afsláttur?
Sólgleraugu
Optical Studio er með mörg flottustu tískumerkin í bransanum þegar kemur að sólgleraugum. Nú er tíminn til að splæsa í falleg sólgleraugu fyrir sumarið þar sem Optical Studio býður 20% af öllu. Þessi guðdómlega hönnun úr smiðju Fendi eru á óskalistanum okkar.
Hér má kynna sér sportvörukeðjuna 4F betur
Á börnin
Við gætum vel hugsað okkur að nýta 20% afsláttinn hjá Name it í að kaupa létta sumarjakka á börnin.