-
Jennifer Aniston-salatið sem gerði allt vitlaust
Gerir sirka 6 skammta
Uppskrift
- 3 bollar bókhveiti
- 1 bolli agúrka, fínt skorin
- 1/2 bolli rauðlaukur, fínt skorinn
- 1/2 bolli fersk steinselja
- 1/4 bolli fersk mynta, skorin
- 1 bolli fetaostur, mulinn
- 1 dós kjúklingabaunir
- 1/2 bolli pistasíuhnetur
- 1/2 bolli kalkúnabeikon, skorið í litla bita
- 1/4 sítrónusafi
- 2 matskeiðar extra virgin-ólífuolía
- 1 teskeið sjávarsalt
- 1/2 teskeið svartur pipar
Leiðbeiningar
- Sjóðið bókhveitið eftir leiðbeiningum á pakka. Þegar það er fullsoðið, setjið þá í skál og leyfið því að kólna.
- Steikið kalkúnabeikonið á pönnu þangað til það er vel stökkt. Takið af pönnunni og skerið í litla bita. Minnsta mál að sleppa þessu fyrir þá sem vilja halda salatinu vegan.
- Skerið restina af innihaldsefnunum.
- Útbúið dressinguna. Hrærið saman sítrónusafa, ólífuolíu, salti og pipar.
- Blandið innihaldsefnunum saman með dressingunni.