Fara í efni

Þú vilt ekki missa af þessu á Dekurkvöldi Smáralindar 2. mars

Lífsstíll - 1. mars 2023

Viltu fá létta hárgreiðslu, nudd, kennslu í förðun eða smakka á allskyns gúmmelaði? Þá máttu ekki láta Dekurkvöld Smáralindar sem haldið verður þann 2. mars næstkomandi framhjá þér fara.

Bjútí

Á dekurkvöldi í Smáralind verður meðal annars boðið upp á hárgreiðslu, fótadekur, naglalökkun og kennslu í brúnkuásetningu og ör-förðunarnámskeið.
Snyrtivöruverslunin Elira býður upp á naglalakksásetningu með dásamlegu lökkunum frá Nailberry. Yfirlakkið frá þeim er einstakt!

Uppáhaldslitirnir okkar frá Nailberry

Liturinn Cashmere frá Nailberry, Elira, 2.990 kr.
Lliturinn Noirberry frá Nailberry, Elira, 2.990 kr.
Liturinn Au Naturel, Elira, 2.990 kr.
Liturinn Bluebell frá Nailberry, Elira, 2.990 kr.
Gefðu nöglunum geláferð heima með UV Gloss Top Coat frá Nailberry, 3.990 kr.

Snyrtivöruverslunin Elira býður upp á naglalökkun með hágæða lökkunum frá Nailberry á Dekurkvöldi Smáralindar 2. mars á milli 18-20.

Fótadekur

Njóttu þess að fá fótabað og nudd í boði Dr. Teals á móti Nespresso á 1.hæð.
Taktu þinn tíma, hægðu á þér og leyfðu þér að upplifa endurnærandi áhrif Dr. Teal’s. Epsom salt endurnærir þreytta vöðva og mildar verki á meðan ilmkjarnaolíur veita skilnignarvitunum djúpa slökun og draga úr streitu. Prófaðu að fylgja möntru Dr. Teal’s: 2 bollar í baðið, 20 mínútur í baðinu, 2x í viku!
Vörurnar frá Dr. Teal's sameina ótrúlega eiginleika hreins Epsom salts saman við hressandi og endurnærandi eiginleika náttúrulegra ilmkjarnaolía. Róandi lavender ilmurinn slakar á huganum og stuðlar að betri svefn á meðan Epsom saltið losar líkamann við verki og þreytu. Lyfja, 2.259 kr.
Dr. Teals freyðiböðin breyta venjulegu baði í slökunar spa með því að sameina hreint Epsom salt og dásamlegar ilmkjarnaolíur. Blandan róar huga og líkama og losar um stress. Orkugefandi engifer og leir fríska upp á húðina. Lyfja, 2.660 kr.

Hárdekur

Komdu og fáðu létta greiðslu og kynningu á Elvital Bond Repair-vörunum hjá sérfræðingum L´oréal. Lukkuhjól, konfekt og góðgæti í boði í rýminu á móti Local á annarri hæð.
Ný hárvörulína frá Elvital er að gera allt vitlaust í snyrtivöruheiminum en hún fókuserar á að gera við hárið frá innsta kjarna. Áhugasömum gefst tækifæri á að kynna sér þessa snilldar nýjung í Pop Up-verslun á Dekurkvöldi Smáralindar 2. mars næstkomandi þar sem boðið verður upp á kennslu, létta hárgreiðslu, góðar veitingar og almenna gleði. Þú gætir einnig dottið í lukkupottinn þar sem 200 vinningar eru í boði.

Ör-förðunarnámskeið

Viltu læra að setja á þig eyeliner eða fá góð ráð um hvernig á að fá brúnkuna til að endast? Snyrtivöruverslunin Elira, sem staðsett er á fyrstu hæð ætlar að leiða okkur í allan sannleikan um þau mál.
Liturinn Bronze Definition frá lífræna snyrtivörumerkinu RMS Beauty er möst fyrir alla augnliti. Fáðu tips um hvernig er best að bera hann á hjá Elira í Smáralind þann 2. mars milli 18 og 20. Elira, 5.490 kr.

Böbblí

Ekki missa af allskyns dásemdarsmakki sem má finna víða um Smáralindina á Dekurkvöldi.
Búbblubíllinn býður gestum og gangandi upp á freyðandi hamingju við H&M á 1. hæð og Töst býður upp á ljúffengar óáfengar búbblur!

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Stílistinn okkar með tips fyrir Kauphlaup

Lífsstíll

Heitar hugmyndir að konudagsgjöf

Lífsstíll

Byrjaðu árið af krafti og náðu markmiðum þínum!

Lífsstíll

Vertu smart í ræktinni!

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Nokkur vel valin tips fyrir gamlárskvöld

Lífsstíll

Sniðugar jólagjafahugmyndir undir 5.000 kr.

Lífsstíll

Spennandi jólagjafa­hugmyndir fyrir hann