Fara í efni

Uppskrift að dásamlegum pavlovum frá Sætum Syndum

Lífsstíll - 31. ágúst 2021

Eva María hjá Sætum Syndum í Smáralind deilir hér sjúklega sætri og skotheldri uppskrift að dásamlegum pavlovum.

Eva María hjá Sætum Syndum í Smáralind er snillingur í bakstri. Uppskriftin af pavlovunum er skotheld og kemur úr smiðju hennar.

Uppskrift

6 stórar eggjahvítur (360gr)

1.5 bolli sykur

2 tsk kartöflumjöl

1/2 tsk sítrónusafi

1/2 tsk vanilludropar

Forhita ofn í 105 gráður

Þeyta eggjahvítur þar til þær eru orðnar semi stífar

Bæti sykri rólega saman við

Þeytt í ca. 10 mínútur þar til stífþeytt

Nota svo sleikju og blanda varlega saman við sítrónusafa, vanilludropa og kartöflumjöl. Sprautupoki og rósastútur notaður til að sprauta fyrst rós og svo hring í jaðrinn ofan á rósina til að mynda skál.

Bakað inni í ofni í 75 mínútur, slökkt á ofninum og leyft að vera þar í 30-60 mínútur í viðbót.

Þvínæst er rjómi þeyttur og pavlovurnar skreyttar með ferskum berjum. Einnig er hægt að setja bragðefni út í marengsinn áður en hann er bakaður, svo sem Turkish Pepper-duft. Einnig getur verið gott að setja karamellu eða kókosbollu í botninn á skálinni og svo rjóma yfir og skreytt að vild.

Pavlovurnar eru annars sjúklega ferskar og góðar einfaldlega með rjóma og berjum.

Gott er að geyma pavlovurnar í loftþéttu boxi í 30 mínútur áður en þær eru bornar fram, þá eru þær dásamlega mjúkar og góðar.

Mynd og uppskrift: Eva María hjá Sætum Syndum.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Stílistinn okkar með tips fyrir Kauphlaup

Lífsstíll

Heitar hugmyndir að konudagsgjöf

Lífsstíll

Byrjaðu árið af krafti og náðu markmiðum þínum!

Lífsstíll

Vertu smart í ræktinni!

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Nokkur vel valin tips fyrir gamlárskvöld

Lífsstíll

Sniðugar jólagjafahugmyndir undir 5.000 kr.

Lífsstíll

Spennandi jólagjafa­hugmyndir fyrir hann