![](/static/files/wp/uploads/2021/08/eg-600x600.jpg)
Uppskrift
6 stórar eggjahvítur (360gr)
1.5 bolli sykur
2 tsk kartöflumjöl
1/2 tsk sítrónusafi
1/2 tsk vanilludropar
Forhita ofn í 105 gráður
Þeyta eggjahvítur þar til þær eru orðnar semi stífar
Bæti sykri rólega saman við
Þeytt í ca. 10 mínútur þar til stífþeytt
Nota svo sleikju og blanda varlega saman við sítrónusafa, vanilludropa og kartöflumjöl. Sprautupoki og rósastútur notaður til að sprauta fyrst rós og svo hring í jaðrinn ofan á rósina til að mynda skál.
Bakað inni í ofni í 75 mínútur, slökkt á ofninum og leyft að vera þar í 30-60 mínútur í viðbót.
Þvínæst er rjómi þeyttur og pavlovurnar skreyttar með ferskum berjum. Einnig er hægt að setja bragðefni út í marengsinn áður en hann er bakaður, svo sem Turkish Pepper-duft. Einnig getur verið gott að setja karamellu eða kókosbollu í botninn á skálinni og svo rjóma yfir og skreytt að vild.
Pavlovurnar eru annars sjúklega ferskar og góðar einfaldlega með rjóma og berjum.
Gott er að geyma pavlovurnar í loftþéttu boxi í 30 mínútur áður en þær eru bornar fram, þá eru þær dásamlega mjúkar og góðar.
![](/static/files/wp/uploads/2021/08/pavlovur-1024x683.jpg)