Vesti
Ef það er ein flík sem við verðum að eignast fyrir sumarið er það vesti, gjarnan í hvítu eða beis og úr hörblöndu. Við fundum hið fullkomna í H&M í Smáralind! Vestið er hægt að nota sem sett (það koma uppháar buxur og blazer í stíl) eða við pils eða ljósar gallabuxur í allt sumar.
Steldu stílnum
Götutískan
Hér er hægt að fá innblástur frá götutískunni í helstu tískuborgum heims.
Ljóst og lekkert
Ljósar gallabuxur, léttur blazer, brúnir leðurfylgihlutir og smart sandalar eru staðalbúnaðurinn okkar í sumar. Hér er það sem er á óskalistanum.
Tískupallarnir
Hér eru nokkur átfitt af tískusýningarpöllum sumarsins sem heilla okkur.
Sumartaska
Taska í ljósum lit, jafnvel úr basti eða súkkulaðibrúnu leðri er eitthvað sem er á óskalistanum okkar fyrir sumarið. Hér eru nokkrar fallegar sem mættu gjarnan rata inn í fataskápinn okkar.
Súper chic sólgleraugu
Við látum okkur dreyma um sólgleraugu frá Celine, Prada, Bottega Veneta og YSL.
Hér eru nokkrar fallegar týpur frá tískuviku í London og París.