Fermingartískan frá Galleri 17
Galleri 17 hefur löngum sett tóninn þegar kemur að fermingartískunni.
Dragtir fyrir dömurnar
Það er óþarfi að festa sig í einhverju tilteknu boxi. Það þarf ekki að vera kjóll á fermingardaginn. Dragtir í allskyns litum koma sterkar inn í vortískunni. Jakkarnir eru í yfirstærð og buxurnar víðar og beinar niður. Sérlega smart við strigaskó.
Hár og förðun
Hér er innblástur að léttri fermingarförðun og rómantískum greiðslum, beint af tískusýningarpallinum.
Vanda þarf vel til verka þegar förðun á fermingardaginn er annars vegar. Mikilvægt er að halda húðinni léttri og ljómandi og eins náttúrulegri og hægt er. Toppað með smávegis blautum kinnalit og maskara.
Lifter Glossin frá Maybelline eru dásamlega mjúk og gefa vörunum fallegan ljóma.
Face and Body-farðinn frá MAC er sérlega náttúrulegur og helst vel á húðinni allan daginn. Tilvalinn fermingarfarði.
Lip2Cheek frá RMS er hægt að nota bæði á kinnar og varir.
Sky High er frábær maskari frá Maybelline.
Monki og Weekday
Tískukeðjurnar Monki og Weekday eru líka með skemmtilega líflegar og trendí flíkur fyrir yngri kynslóðina.