Fara í efni

Óskalisti stílista á Dimmum dögum í Smáralind

Tíska - 28. nóvember 2024

Hér er það sem er á óskalista stílistans okkar sem fæst á afslætti á Dimmum dögum í Smáralind. Það má alveg taka niður punkta ef þú ert að leita að gjöf fyrir pjattrófuna í þínu lífi!

Djúsí yfirhafnir

Við erum sjúkar í yfirhafnir og ef við mættum ráða gætum við fjárfest í þessum öllum. Falleg kápa, smart pels og reffilegur leddari er eitthvað sem gjörsamlega gerir átfittið og því alltaf góð fjárfesting þegar hægt er að kaupa á afslætti.

Pelsar í öllum stærðum, gerðum og litum eru heldur betur að trenda þessi misserin og við erum svo til í það! 

Pelsar eiga einstaklega vel við á þessum árstíma og smellpassa við sparifötin.
Gæjalegur, stuttur pels á Emili Sindlev.
Rándýr, síður pels.
Með axlarpúðum er 100% málið í dag. Takið eftir því hvað pelsinn er flottur við dökkar gallabuxur.
Elegansinn uppmálaður í dressi í sama tón.
Gerir svartan alklæðnað spennandi!
Zara er með geggjaða díla á Dimmum dögum og þessi pels fór beint á óskalistann okkar! Zara, 11.997 kr.
Zara, 13.797 kr.
Geggjaður við jóladressið! Zara, 11.997 kr.
20% afsláttur í Galleri 17 til 2. des. Fullt verð: 29.995 kr.
Mathilda er með 20% afslátt og þá er þessi fallegi pels á 51.992 kr.

Leðurjakkar

Allavega eitt stykki flottur leðurjakki er skyldueign í fataskápinn enda gerir hann hvaða átfitt sem er meira töff.
Zara, 17.997 kr.
Zara, 10.797 kr.

Glimmer og glans

Við þurfum allar eins og einn glimrandi jólakjól. Þessir eru sjóðheitir!
20% afsláttur í Vero Moda! Fullt verð: 10.392 kr.
20% afsláttur í Karakter. Fullt verð: 18.995 kr.
Galleri 17, 16.995 kr.
Skemmtilegur pallíettuskreyttur blazer úr hátíðarlínu H&M. 20% afsláttur af öllum vörum ef verslað er fyrir 4.000 kr. eða meira.
Fylgihlutirnir breyta hreinlega öllu og geta heldur betur poppað upp á litla, svarta kjólinn sem er til í fataskápnum. Lindex, 2.799 kr.
Strúktúraður blazer er á óskalistanum okkar!
Þessi er úr Weekday en þar er 25% afsláttur af öllum vörum ef verslað er fyrir 6.500 kr. eða meira á Dimmum dögum.
Þessi gallajakki fer líka í innkaupakörfuna okkar! Zara, 5.397 kr.

Vínrautt og vænt

Við elskum allt í djúpum vínrauðum lit, sérstaklega á þessum árstíma.
Sexí bak! Gina Tricot, 6.095 kr.
Anine Bing, Mathilda, 55.992 kr.
Fullkomin vinnutaska frá Anine Bing, Mathilda, 75.992 kr.

Dýramynstur

Hvort sem það er snákur, hlébarði eða sebra þá poppar dýramynstur alltaf upp á lúkkið.
Heldur betur „statement“ kápa.
Það er eitthvað við þennan! Zara, 7.197 kr.
Þessir eru búnir að vera á óskalistanum okkar lengi, kannski við splæsum í þá á Dimmum dögum... Zara, 4.197 kr.
Þessi fullkomnu rúskinnsstígvél hafa vermt óskalistann okkar ansi lengi! 20% afsláttur í GS Skóm. Fullt verð: 36.995 kr.
Geggjuð ullarkápa frá Samsøe Samsøe úr Karakter í Smáralind þar sem er 20% afsláttur. Fullt verð: 89.995 kr.

Gleraugnagyðja

Samfélagsmiðlar hafa heldur betur haft áhrif þegar kemur að þrá okkar eftir Miu Miu gleraugum og Celine sólgeraugum. Þessar týpur eru bara svo sjóðheitar um þessar mundir að það er heldur betur auðvelt að sannfærast!

Miu Miu gleraugun í næntísstíl eru á óskalistanum okkar, hver vill ekki vera eins og Hailey Bieber?

20% afsláttur í Optical Studio er góð afsökun til að fjárfesta í nýjum gleraugum eða kaupa sólgleraugu í jólagjöf, til dæmis! Miu Miu, Optical Studio, 52.720 kr.
Triomphe-sólgleraugun frá franska tískuhúsinu Celine eru sannarlega glæsileg og hafa farið sigurför um heiminn.
Celine, Optical Studio, 79.920 kr.

Flottir fylgihlutir

Klassískt belti með smávegis tvisti frá Anine Bing. Mathilda, 29.592 kr.
Gullfallegt úr úr smiðju Emporio Armani, Jón og Óskar, 98.000 kr.
Piccolo-hringurinn úr nýjustu línu Sifjar Jakobs er sjúklega sætur! Meba, 23.900 kr.

Fyrir pjattrófuna

Nú er um að gera að nýta afsláttinn í Hagkaup á Dimmum dögum, hvort sem það er til að tríta sjálfa þig eða fyrir jólagjafainnkaup. Hagkaup er með 20% afslátt af snyrtivörum, leikföngum, fatnaði, skóm og raftækjum og búsáhöldum til 2. des.
Jólalína Guerlain er listaverk í ár og þess vegna alveg tilvalin jólagjöf fyrir pjattrófuna sem elskar snyrtivörur og fallega hluti.
Hægt er að velja um mismunandi hulstur utan um Rouge G-varalitina frá Guerlain og sinn lit í það og áfyllingu eftir það. Hvert hulstur er handgert og því bókstaflega „one of a kind.“ Litur 131 er fullkominn ferskjutóna nude, ef þú ert á höttunum eftir einum slíkum.
Rimmel er á 30% afslætti á Dimmum dögum í Hagkaup en Multi Tasker Better Then Filters primerinn er Charlotte Tilburry „dupe“ á geggjuðu verði sem slegið hefur í gegn!

Dagatöl eru skemmtileg leið til að kynnast nýjum snyrtivörum eða fá áfyllingar af þeim sem man elskar. 

20% afsláttur af MAC! Vinsæla dagatalið frá MAC sem kemur í takmörkuðu upplagi og inniheldur 24 vörur bæði í fullri stærð og prufustærð. Allar vörurnar eru mest seldu vörurnar frá MAC, 43.990 kr.
Allt sem við höfum prófað frá Shiseido er sjúklega gott og þess vegna fer þetta djúsí dagatal á óskalistann okkar! Um er að ræða glæsilegt jóladagatal frá Shiseido sem inniheldur 24 húð- og förðunarvörur, þar af fimm í fullri stærð. Hagkaup, 34.999 kr.

Geggjaðar gjafir

Double-serum er eitt það allra besta og þess vegna er þetta gjafasett alveg málið fyrir pjattrófuna í þínu lífi. Hagkaup, 20.699 kr.
Burberry Goddess er ávanabindandi ilmur og þessi gjafaaskja er að kalla nafnið okkar! Hagkaup, 20.799 kr.
Ilmvötnin frá Jean Paul Gaultier eru sívinsæl og ilmvatnsglasið og pakkningarnar eru algert listaverk út af fyrir sig. Draumagjöf pjattrófunnar! Hagkaup, 19.999 kr.
Einn af okkar allra uppáhaldsilmum í svoo sætri gjafaöskju! Hagkaup, 18.999 kr.
Hitalausar krullur eru svo mikil snilld og geggjuð gjöf fyrir þær sem eiga ekki svona sett. Hagkaup, 2.699 kr.
Design.me-hárvörurnar eru æðislega góðar og þetta gjafasett heillar okkur enda hrikalega kjút. Hagkaup, 3.999 kr.
Fyrir þær sem eiga allt er þetta sjúklega sniðug gjöf! Hagkaup, 2.699 kr.
Geggjað gjafasett fyrir þær sem elska húðrútínuna sína og alger rakabomba frá Dr. Jart+. Hagkaup, 8.499 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Jólafötin á hann

Tíska

Sætustu jólafötin á börnin

Tíska

60 sætustu jólakjólarnir

Tíska

Kíkt í pokann hjá tónlistarmanninum Daniil

Tíska

Frelsi til að vera þú sjálf

Tíska

Kíkt í pokann hjá einni hæfileikaríkustu leikkonu landsins

Tíska

Silfur er að trenda

Tíska

Topp 30 yfirhafnir fyrir karlana í haust