Djúsí yfirhafnir
Við erum sjúkar í yfirhafnir og ef við mættum ráða gætum við fjárfest í þessum öllum. Falleg kápa, smart pels og reffilegur leddari er eitthvað sem gjörsamlega gerir átfittið og því alltaf góð fjárfesting þegar hægt er að kaupa á afslætti.
Pelsar í öllum stærðum, gerðum og litum eru heldur betur að trenda þessi misserin og við erum svo til í það!
Leðurjakkar
Allavega eitt stykki flottur leðurjakki er skyldueign í fataskápinn enda gerir hann hvaða átfitt sem er meira töff.
Glimmer og glans
Við þurfum allar eins og einn glimrandi jólakjól. Þessir eru sjóðheitir!
Vínrautt og vænt
Við elskum allt í djúpum vínrauðum lit, sérstaklega á þessum árstíma.
Dýramynstur
Hvort sem það er snákur, hlébarði eða sebra þá poppar dýramynstur alltaf upp á lúkkið.
Gleraugnagyðja
Samfélagsmiðlar hafa heldur betur haft áhrif þegar kemur að þrá okkar eftir Miu Miu gleraugum og Celine sólgeraugum. Þessar týpur eru bara svo sjóðheitar um þessar mundir að það er heldur betur auðvelt að sannfærast!
Miu Miu gleraugun í næntísstíl eru á óskalistanum okkar, hver vill ekki vera eins og Hailey Bieber?
Flottir fylgihlutir
Fyrir pjattrófuna
Nú er um að gera að nýta afsláttinn í Hagkaup á Dimmum dögum, hvort sem það er til að tríta sjálfa þig eða fyrir jólagjafainnkaup. Hagkaup er með 20% afslátt af snyrtivörum, leikföngum, fatnaði, skóm og raftækjum og búsáhöldum til 2. des.
Dagatöl eru skemmtileg leið til að kynnast nýjum snyrtivörum eða fá áfyllingar af þeim sem man elskar.