Eldhúsið er hjarta heimilisins

Flestir eru sammála um að eldhúsið sé hjarta heimilisins enda sköpum við fallegar minningar þar með uppáhalds fólkinu okkar. Skoðum hvernig hægt er að gera eldhúsið enn meira huggó.

Eldhúsið er hjarta heimilisins

Flestir eru sammála um að eldhúsið sé hjarta heimilisins enda sköpum við fallegar minningar þar með uppáhalds fólkinu okkar. Skoðum hvernig hægt er að gera eldhúsið enn meira huggó.

Dýrmætar fjölskyldustundir

Flestir geta verið sammála um að eldhúsið sé hjarta heimilisins en flestar samverustundir fjölskyldunnar fara þar fram. Að koma saman í kringum matmálstíma er stór félagsleg athöfn sem skiptir okkur öll gríðarlega miklu máli. Í hraða nútímasamfélags leggja flestir upp úr því að fjölskyldan sé saman að minnsta kosti á kvöldmatartíma og eru það því dýrmætar stundir sem einnig stuðla að aukinni samheldni.

Eldhús og stofa í eina sæng

Á fyrri hluta síðustu aldar voru eldhúsin afmörkuð sérrými innan heimilisins sem yfirleitt var hægt að loka alveg af. Þar var borðkrókur sem rúmaði kjarnafjölskylduna en þegar gesti bar að garði var borðhaldið fært yfir í borðstofuna sem oft og tíðum var lítið notuð þess utan. Þetta skipulag, að hafa bæði eldhús og borðstofu, var ríkjandi í hönnun allt fram á níunda áratuginn en auðvitað með undantekningum þó. Arkitektarnir sem voru ríkjandi í faginu á þessum tíma voru í langflestum tilvikum karlmenn sem ekki sinntu heimilisstörfum líkt og matseld.

Margir spekúlantar halda því fram að eftir því sem karlmenn fóru almennt að taka meiri þátt í heimilisstörfum hafi arkitektarnir áttað sig á því að það væri kannski ekkert svo skemmtilegt að vera lokaður inni í eldhúsi við matseld á meðan gestirnir sitja frammi.

Í dag má segja að eldhúsið og borðstofan hafi runnið saman í eitt í víðum skilningi en skilin á milli þessara rýma eru oft óljós og í mörgum tilfellum algjörlega afmáð. Áherslan á eitt stórt borð sem rúmað getur alla fjölskylduna með eða án annarra gesta er því orðin meiri ásamt því að margir vilja stuðla að þátttöku allra heimilismanna í matseldinni. Skipulag rýmisins er því orðið flóknara og enn mikilvægara en áður en þess vegna hafa opin rými orðið algengari þar sem auðveldara er að mæta þörfum flestra.

Litir og efni skipta höfuðmáli


Til að gera samverustundirnar sem ánægjulegastar skipta praktísk atriði miklu máli en einnig útlit og andrúmsloft. Lita- og efnisval trónir hæst á toppnum yfir mikilvægustu atriðin til að skapa rétta andrúmsloftið. Litir geta kallað fram sterkar tilfinningar og því mikilvægt að velja þá vel. Mjúkir náttúrulegir litatónar gera andrúmsloftið afslappað og henta þeir flestum vel. Vægi þess að geta átt notalegar og rólegar stundir á annars erilsömum degi er mikið og gott að huga að því. Þegar kemur að efnisvalinu er gott að velta því fyrir sér hversu lengi þú vilt að hlutirnir endist. Plast er til dæmis ekki ákjósanlegt hvort sem það er í borðplötum eða smærri hlutum líkt og skurðarbrettum eða geymsluílátum.

Viður endist vel og því tilvalinn efniviður í borðplötur í eldhúsi.

Viður er hins vegar bæði fallegt efni og endingargott með réttri umhirðu. Þar að auki býr viður yfir frábærum náttúrulegum eiginleikum að hrinda frá sér bakteríum af yfirborðinu. Því er efnið mjög ákjósanlegt á yfirborðsfleti eins og borðplötur og skurðarbretti sem matvæli komast mikið í snertingu við. Auk þess að hafa gott notagildi gefur viður náttúrulegt og notalegt yfirbragð. Gler og ál eru einnig mjög ákjósanleg efni þegar kemur að geymsluílátum og ýmsum áhöldum og samspil viðar, glers og áls skapar skemmtilegar andstæður sem gaman er að leika sér með.

Réttur borðbúnaður bætir upplifun

Þegar kemur að borðbúnaði skipta litir einnig máli. Hér áður fyrr var algengt að velja samstæð stell, oft bæði kaffi- og matarstell, sem helst voru hvít að lit, líklega vegna þess að liturinn þótti hlutlaus og praktískur en ekki síst vegna þess að hvítur gefur okkur hreinlæti til kynna. Sé hins vegar hugsað um borðbúnað út frá matargerðinni geta litir haft mikil áhrif á matarupplifun. Dekkri diskar geta ýtt undir það að litirnir í matnum fái að njóta sín betur. Andstæðir litatónar líkt og blár og gulur, rauður og grænn, fjólublár og appelsínugulur er einnig áhugavert að skoða en sé diskurinn í andstæðum litatón við matinn ýkist liturinn upp í matnum sem gerir hann oft girnilegri.

Þessi fallegi borðbúnaður fæst í Líf og List, Smáralind.

Sú kenning að maðurinn borði með augunum er svo sannarlega á rökum reist og hafa margar rannsóknir verið gerðar á því. Grænn litur í mat gerir hann girnilegri líkt og þegar notast er við kryddjurtir sem má með sanni segja að sé elsta bragðið í bókinni við skreytingar í matargerð. Á sama hátt og plöntur lífga upp á heimilið geta kryddjurtir skreytt eldhúsið og gert það aðlaðandi íverustað. Það er því hægt að slá tvær flugur í einu höggi með því að hafa lifandi kryddjurtir í pottum í eldhúsinu en þær gera bæði matinn betri og eldhúsið huggulegra. Hér eins og áður er mikilvægast að huga að því hvers konar andrúmsloft sóst er eftir að skapa og vinna svo út frá þeirri hugmynd í takt við þær þarfir sem skal uppfylla.

Náttúrulegt með seventís ívafi

Hér má sjá það nýjasta í borðbúnaði frá H&M Home.

Marmari og sinnepsgulur minnir á áttunda áratuginn. H&M Home er alltaf með puttann á púlsinum.
Náttúruleg form og falleg keramík frá H&M Home.

Stell sem gerir matinn enn betri

Þessi litríki og fallegi borðbúnaður fæst í Líf og List.

Maðurinn borðar með augunum…

Hammershøi-línan fæst í Líf og List, Smáralind.
Listaverk sem má borða í borðbúnaði frá Hammershøi. Fæst í Líf og List, Smáralind.
Vinsældir Bitz-borðbúnaðarins eru auðskiljanlegar.

Huggó og heimilislegt

Søstrene Grene er með skandinavíska stílinn á hreinu.

Þessi bretti frá Søstrene Grene fara beint á óskalistann okkar!
Við höfum leitað lengi að salt- og piparkvörn úr eik sem kostar ekki formúgu! Fæst í Søstrene Grene, Smáralind.
Fallegar krukkur gera heilmikið fyrir heildarlúkkið og fílínginn í eldhúsinu.
Sjúklega sætt frá Søstrene Grene.

Á sama hátt og plöntur lífga upp á heimilið geta kryddjurtir skreytt eldhúsið og gert það aðlaðandi íverustað. Það er því hægt að slá tvær flugur í einu höggi með því að hafa lifandi kryddjurtir í pottum í eldhúsinu en þær gera bæði matinn betri og eldhúsið huggulegra.

Rosendahl-pottarnir fást í Líf og List, Smáralind.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.