Þórunn Högna jólabarn
Þórunn er sjálfskipuð jólakúla enda elskar hún allt í kringum jólin og er snillingur í að skreyta og gera fínt á heimilinu. Hún er aldrei með sama þemað tvö ár í röð en þetta árið urðu súkkulaðibrúnn litur, kamel og beis fyrir valinu, sem hún blandar við gyllt og grænt greni í bland.
Brúnir tónar eru klárlega að trenda í ár en líka þessi dökkgræni (eins og greni) sem er mjög falllegur. Svo er líka auðvelt að nota aðra liti með eins og hvítt, rautt og blanda græna með. Leika sér aðeins með litina, en fyrst og fremst að skreyta eins og manni finnst fallegt, ekki alltaf að elta öll trend!
Pakkajól
Hér má sjá fallegar hugmyndir að innpökkun frá Þórunni sem elskar að dúttla við hvert einasta smáatriði.