Fara í efni

Stjörnustílistinn Þórunn Högna elskar að skreyta fyrir jólin

Heimili & hönnun - 12. desember 2024

Sjálfskipaða jólakúlan og stjörnustílistinn Þórunn Högna er jólabarn af guðs náð. Við njótum góðs af að vanda en hér leggur hún á borð fyrir HÉRER og gefur okkur góðar hugmyndir fyrir jólin.

Þórunn Högna, listrænn stjórnandi Icewear og stílisti, er mikið jólabarn sem elskar að skreyta fyrir jólin.
Uppáhaldsbúðir Þórunnar til að finna fallega hluti fyrir jólin eru H&M Home, Søstrene Grene og Epal í Smáralind.

Þórunn Högna jólabarn

Þórunn er sjálfskipuð jólakúla enda elskar hún allt í kringum jólin og er snillingur í að skreyta og gera fínt á heimilinu. Hún er aldrei með sama þemað tvö ár í röð en þetta árið urðu súkkulaðibrúnn litur, kamel og beis fyrir valinu, sem hún blandar við gyllt og grænt greni í bland.
Fallega lagt á hátíðarborðið hjá Þórunni. Hörservíettur, kerti og hnífapör úr H&M Home í Smáralind, glimmersnjókorn úr Søstrene Grene og glös úr Epal. Lerkigreinar setja svo punktinn yfir i-ið.
Tauservíetturnar úr H&M Home, skrautið frá Søstrene Grene og grenið nýtur sín vel á hátíðarborðinu.
Heimatilbúin aðventuskreyting Þórunnar sem er stjarnan í borðhaldinu.
Brúnir tónar eru klárlega að trenda í ár en líka þessi dökkgræni (eins og greni) sem er mjög falllegur. Svo er líka auðvelt að nota aðra liti með eins og hvítt, rautt og blanda græna með. Leika sér aðeins með litina, en fyrst og fremst að skreyta eins og manni finnst fallegt, ekki alltaf að elta öll trend!

 

 

Tauservíettur 2 stk, Epal, 2.750 kr.
Søstrene Grene, 898 kr.
Epal, 10.700 kr.
Servíettuhringir frá Ferm Living 4 stk, Epal, 6.900 kr.
Tauservíettur 2 stk, Epal, 3.400 kr.
Søstrene Grene, 694 kr.
Það er svo margt fallegt til í H&M Home í Smáralind núna fyrir jólin.
H&M Home Smáralind.
Þórunn elskar auðvitað líka að skreyta sjálfa sig enda rennur stílistablóð í æðum hennar. Hér í gylltum sparikjól og leðurslá yfir. Slaufuhælarnir og Saint Laurent-veskið setja svip sinn á heildarmyndina.
Zara, 8.995 kr.
Zara, 11.995 kr.
Zara, 13.995 kr.
Zara, 5.995 kr.
Jólalegasta marengsbomba sem við höfum séð sem nýtur sín einstaklega vel á uppháum kökudiski með ferskum berjum, smávegis grænu og rauðri flauelsslaufu.

Pakkajól

Hér má sjá fallegar hugmyndir að innpökkun frá Þórunni sem elskar að dúttla við hvert einasta smáatriði.
Kjút jólatré og pakkarnir komnir undir og allt reddí hjá Þórunni Högna.
Stjörnur og flauelsband, klikkar ekki!
Krúttlegir díteilar.
Smart innpökkun hjá Þórunni.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Glæstar hugmyndir á hátíðarborðið

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið