Fara í efni

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun - 27. nóvember 2024

Við höfum tekið saman nokkrar skotheldar gjafir sem munu gleðja augað sem og hjarta fagurkerans - og er óskalistinn eitthvað á þessa leið.

Fínt fyrir fagurkerann

Að velja gjöf fyrir fagurkerann er skemmtilegt og jafnframt líka auðvelt, þar sem úrvalið hefur sjaldan verið jafn mikið í verslunum og nú til dags. Kaffikanna, kristalsglös eða mjúkt og hlýtt teppi eru á meðal þess sem hittir í mark. 

Dolce-vasinn frá Önnu Þórunni er á óskalista fagurkerans. Epal - 16.900 kr.
Gyllt og glæsileg! Hitakannan EM77 frá Stelton. Líf og list - 28.980 kr.
Spegla glasamottur frá Ferm Living setja glamúrinn á borðið. Epal - 4.800 kr.
Hitakanna - bleik og bjútífúl! Þessi er frá Evu Solo og heldur kaffinu heitu í marga klukkutíma. Líf og list - 17.950 kr.
Jólapilsið í ár! Zara - 11.995 kr.
Smart herra blazer. Zara - 19.995 kr.
Herringbone ullarteppin eru úr 100% nýsjálenskri ull og koma í nokkrum fallegum litasamsetningum. Líf og list - 15.900 kr.
Ullarteppi hannað af Margrethe Odgaard, 120x170 cm. Epal - 26.900 kr.
Ljóst teppi, 130x170 cm. Home & You - 3.990 kr.
Ullarteppi frá Tinu Ratzer, 130x190 cm. Líf og list - 29.990 kr.
Mjólkurkanna frá Ingu Elínu. Epal - 15.950 kr.
Smart uppþvottabursti frá Evu Solo fellur seint úr gildi. Epal - 3.700 kr.
Skóhornin frá Norman Cph eru þau allra vinsælustu. Epal - 6.900 kr.
Kokteilglös í anda gamla tímans - eru fáanleg í mörgum litum. Dúka - 2.490 kr.
Staupglös frá Frederik Bagger. Líf og list - 9.980 kr.
String pocket-hillurnar eru skotheld gjöf fyrir fagurkerann. Hillurnar fást í mörgum litum og möguleikar á útfærslum eru svo til endalausir. String fæst í Epal.
Æðisleg sængurver frá IHANNA Home. Epal - 15.800 kr.
Bláröndótt sængurver frá Nordisk Tekstil. Líf og list - 8.450 kr.
Mjúk sængurver frá HAY. Penninn Eymundsson- 12.499 kr.
Bleik og sæt! Líf og list - 12.950 kr.
Skál með kertastæðum frá Ferm Living. Epal - 10.700 kr.
Stoff Nagel-kertastjakarnir falla seint úr gildi, enda eru möguleikarnir endalausir með uppröðun. Stjakarnir koma í ýmsum útfærslum og litum.
Veggmynd frá ARTALY. Epal - 9.900 kr.
Kerti 4 í pk. frá HAY. Penninn Eymundsson - 2.999 kr.
Jólatrén frá Cooee, koma í nokkrum stærðum og litum. Líf og list - 6.850 kr.
Röndóttur skemill frá Søstrene Grene - 5.190 kr.
Eldvarnarteppi í bókarformi, þau verða ekki flottari en þetta. Epal - 9.800 kr.
Vitra Hang it All-snagi. Penninn Eymundsson - 42.714 kr.
Eames House Bird stendur alltaf fyrir sínu. Penninn Eymundsson - 29.900 kr.
Ilmkerti frá Scent Copenhagen. Epal - 7.800 kr.
Snagarnir Dots frá MUUTO eru eins og skemmtilegt listaverk á veggnum. Snagarnir koma í ótal litum, áferðum og stærðum - og því hægt að leika sér með þá að vild. 
Shell-vasi frá Ferm Living. Epal - 12.700 kr.
Grand Cru-vatnskarafla. Dúka - 6.490 kr.
Ostahnífasett úr Líf og list - 7.380 kr.
Tappatogari frá Evu Solo. Epal - 5.500 kr.

Fagurkerinn á sér mjúka hlið

Mjúka hlið fagurkerans leynist í að gera vel við sig með fallegu rúmteppi, mjúkum baðslopp og góðri sturtusápu - svo eitthvað sé nefnt. 

Handklæði frá TAKK Home úr 100% tyrkneskum bómul. Líf og list - 7.850 kr.
Baðsloppur með vösum. Epal - 15.900 kr.
Gjafasett með handsápu og áburði frá Humdakin. Epal - 6.300 kr.
Ferðagufutæki frá Steamery er nytsamleg gjöf. Epal - 24.900 kr.
Vasapeli frá Kormáki og Skildi. Epal - 9.900 kr.
Gamaldags vekjaraklukka í hvítum lit. Home & You - 8.490 kr.
Rúmteppi sem hægt er að snúa við og nota á báða vegu. Penninn - 32.599 kr.
Loðhúfa frá 66°Norður - 10.500 kr.
Kampavínskælir frá Bastian er glæsilegur á borðið. Þetta er ein af óskagjöfum fagurkerans. Líf og list - 19.850 kr.

Fyrir fagurkerann í eldhúsinu

Fagurkerinn leynist víða á heimilinu - líka í eldhúsinu. Það er fátt skemmtilegra en að bjóða fjölskyldu og vinum í mat og bera matinn fram á glæsilegan máta. Það er heildarupplifunin sem fagurkerinn leggur áherslu á, þegar hann leggur á borð. 

Vöruframleiðandinn Kahler hér með uppádekkað borð fyrir jólin.
Kökudiskur á fæti, 20 cm. Líf og list - 7.560 kr.
Kaffivél frá Sjöstrand. Epal - 69.990 kr.
Gylltar teskeiðar frá Søstrene Grene - 424 kr.
Pizzahjól frá Evu Solo. Epal - 3.250 kr.
Mortel er ómissandi í eldhúsið fyrir matgæðinginn. Dúka - 6.490 kr.
Eldhúsrúllustandur úr eik og með leðuról. Epal - 7.950 kr.
Átta bolla pressukanna frá Stelton. Líf og list - 13.650 kr.
Skálar frá Iittala, 2 í pk. Líf og list - 8.240 kr.
Brauðrist í ljósum lit. Penninn Eymundsson - 14.999 kr.
Matardiskar frá Royal Copenhagen, 2 í pk. Líf og list - 38.780 kr.
Lífræn ólífuolía með trufflu. Epal - 4.300 kr.
Smekkleg brauðkarfa frá Evu Solo. Líf og list - 11.950 kr.
Jólaborð í anda Royal Copenhagen.
Ofnhanski frá Ferm Living kemur sér vel. Epal - 3.200 kr.
Svunta með leðurvasa frá Evu Solo. Líf og list - 16.720 kr.
Salatáhöld úr RAW línu Aida. RAW línan var hönnuð í samstarfi við dönsku leik- og athafnakonuna Christiane Schaumburg-Müller með innblástur frá leirmunum áttunduna áratugarins.
Kökuspaði slær í gegn! Þessi er frá Ferm Living.
Þessi kökuspaði er brasseraður á lit og mun skreyta matarborðið hvar sem hann lendir. Epal - 5.900 kr.
Fallegar gjafahugmyndir frá Georg Jensen.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home

Heimili & hönnun

Heimilistrend á góðum díl