Fínt fyrir fagurkerann
Að velja gjöf fyrir fagurkerann er skemmtilegt og jafnframt líka auðvelt, þar sem úrvalið hefur sjaldan verið jafn mikið í verslunum og nú til dags. Kaffikanna, kristalsglös eða mjúkt og hlýtt teppi eru á meðal þess sem hittir í mark.
Snagarnir Dots frá MUUTO eru eins og skemmtilegt listaverk á veggnum. Snagarnir koma í ótal litum, áferðum og stærðum - og því hægt að leika sér með þá að vild.
Fagurkerinn á sér mjúka hlið
Mjúka hlið fagurkerans leynist í að gera vel við sig með fallegu rúmteppi, mjúkum baðslopp og góðri sturtusápu - svo eitthvað sé nefnt.
Kampavínskælir frá Bastian er glæsilegur á borðið. Þetta er ein af óskagjöfum fagurkerans. Líf og list - 19.850 kr.
Fyrir fagurkerann í eldhúsinu
Fagurkerinn leynist víða á heimilinu - líka í eldhúsinu. Það er fátt skemmtilegra en að bjóða fjölskyldu og vinum í mat og bera matinn fram á glæsilegan máta. Það er heildarupplifunin sem fagurkerinn leggur áherslu á, þegar hann leggur á borð.