Fara í efni

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun - 15. október 2024

Eldhúsið er vinsælasti samverustaður heimilisins, án efa. Og það er kominn tími til að vera aðeins persónulegri í rýminu sem dregur alla fjölskylduna saman. Hér eru djörfustu litirnir í eldhúsið þessi misserin.

Öll erum við litrík á einn eða annan máta og það ættu eldhúsin okkar líka að vera. Eldhús eru ekki lengur hugsuð einungis til að elda og geyma mat, því það er hér sem að hlutirnir gerast þegar góða gesti ber að garði - og að því sögðu, þá er fátt skemmtilegra en að krydda stemninguna með smávegis lit.

Ólívugrænn

Liturinn ólívugrænn er að koma sterkur inn í eldhúsrýmum sem og í fatnaði. Liturinn gefur okkur ákveðna ró sem er nauðsynleg þegar við sýslum í fjórum pottum í einu. Græni liturinn er orkuríkur, og oft tákn um hollustu - samanber græna orkudjúsa, spínat ofl. Hann er einnig táknrænn fyrir endurnýjun og nýtt líf samkvæmt Feng Shui svo eitthvað sé nefnt.

Græni liturinn tengir okkur við náttúruna og minnir okkur jafnvel á útiveru í skóginum sem hefur róandi áhrif. // Mynd: Elle Decor_Tim Lenz
Stóllinn 7-an er klassísk hönnun í ólívugrænum lit en stólarnir fást í versluninni Epal.
Fullkomin taska fyrir öll innkaupin úr búðinni. Penninn Eymundsson - 10.599 kr.
Krúsirnar frá Design Letters með letri sem meistari Arne Jacobsen hannaði árið 1937. Fást í ótal litum! Líf og list - 3.750 kr.
Glær glös frá HAY, koma 2 í pk. Penninn Eymundsson - 3.799 kr.
Borðklútar með líflegu mynstri. Penninn Eymundsson - 1.999 kr.
Fallega ólívugrænn jakki úr Zara. -8.995 kr.

Blár draumur

Blálit eldhús hafa verið vinsæl undanfarið og munu halda ótrauð áfram, þá í hinum ýmsu litatónum. Þeir sem vilja prófa sig hægt áfram með bláa litinn, gætu byrjað á því að mála eyjuna bláa eða neðri skápana. Fyrir hina huguðu, þá er ekkert því til fyrirstöðu að ganga alla leið og jafnvel velja eldhúsgræjur í stíl.

Rétt upp hönd sem þorir í blátt eldhús! // Mynd: HTH
Viskastykki frá HAY setja svip á eldhúsið. Penninn Eymundsson - 2.799 kr.
Íslensk hönnun! Espresso bolli frá Ingu Elínu. - Epal - 5.000 kr.
Kökudiskur á fæti frá HAY. Penninn Eymundsson - 13.499 kr.
Kóngablá hrærivél frá Ankarsrum, en þessi þykir sú besta í faginu. Líf og list - 110.990 kr.
Blá leðursvunta fyrir matgæðinginn. Líf og list - 25.290 kr.
Polo Ralph Lauren - Mathilda - 124.990 kr.
Herragarðurinn - 59.980 kr.

Mjúkur sandur

Hlýr sandlitur er öruggt val fyrir þá sem vilja færa sig rólega frá hvítu en halda í bjarta tóna. Sandliti má finna í ótal litatónum og fyrir þá sem vilja djarfari skugga - geta fært sig yfir í karamellu lit eða terracotta, ef út í það er farið.

Hér má sjá innréttingu í mjúkum ljósum lit, sem er fullkominn fyrir þá sem kjósa ljóst en vilja halda sig frá skjannahvítum. // Mynd: HTH

Salt- og piparkvörn í setti. Epal - 19.900 kr.
Smart ofnhanski frá FERM Living. Epal - 3.400 kr.
Verslunin H&M Home er með mikið úrval af borðbúnaði í ljósum sandlit.

Grár með undirtón

Grár er ekki bara grár - og það reynist erfitt fyrir suma að halda sig frá þessum lit þegar staðið er frammi fyrir litavali. En það er algjör óþarfi að mikla þetta fyrir sér, því gráan má finna með grænum og brúnum undirtón sem gefa mikla hlýju og skapa jafnvægi.

Við munum sjá grá eldhús með hlýjum undirtón þetta árið. // Mynd: Elle Decor_Brittany Ambridge
Hitakanna frá Stelton í ljósgráum lit. Líf og list - 13.350 kr.
Pottur frá Le Creuset er skyldueign í eldhúsið. Líf og list - 44.990 kr.
Barstóll frá HAY í smart gráum lit. Penninn Eymundsson - 52.900 kr.
Grá brauðrist frá HAY. Penninn Eymundsson - 14.999 kr.
Ljósgrár pels úr Zara - 17.995 kr.
Zara - 29.995 kr.
Nýjasta eldhúshönnun VIPP kallast því einfalda nafni, V3 - og er stórkostlega falleg.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home

Heimili & hönnun

Heimilistrend á góðum díl

Heimili & hönnun

Stílistinn mælir með þessu á pallinn í sumar