Fara í efni

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun - 14. nóvember 2024

Við tökum ekki fermetrunum sem sjálfgefnum og rýnum í reynslubanka innanhússstílistans. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar fermetrarnir í stofunni eru af skornum skammti og þú vilt fá það mesta út úr rýminu.

Spörum gólfplássið

Í litlum stofum er gott að velja húsgögn sem virka „léttari”. Til dæmis sófa með fínlegri grind sem auðvelt er að ryksuga undir. Eins er sniðugt að hengja upp skápa og hillur á veggina til að fá þetta létta og fljótandi útlit sem gefur aukið rými og tekur ekki gólfpláss.

Sófi með fínlegri grind virkar léttari í minni stofurýmum - og þrifin verða mun þægilegri fyrir vikið. Þessi fíni sófi er frá Muuto.
Spengilegir fætur á sófa og sófaborði. Ljósi gólfflöturinn ýtir einnig undir ákveðinn léttleika í rýminu.
Hér hafa hillur verið smíðaðar inn í lítið skot og plássið því nýtt til hins ítrasta. Mynd: Pinterest
Takið eftir hvernig veggplássið er nýtt - með því að hengja upp myndir neðarlega á vegginn. Mynd: Pinterest

Við eigum öll húsgögn með sögu, eins og stóra kommóðu, stól eða annað húsgagn í yfirstærð sem hefur fylgt fjölskyldunni í áraraðir og oft og tíðum erfitt er að losa sig við. Stóra spurningin er þá kannski sú, hversu miklu plássi ertu tilbúin að fórna fyrir það?

Stofan er samverurými fjölskyldunnar og þessi fína mynd kemur úr smiðju MUUTO, en vörurnar þeirra eru fáanlegar í versluninni Epal.

Sófaborðið ekki of plássfrekt

Notar þú sófaborðið að mestu sem fótskammel? Þá er ráð að hugsa sófaborðið upp á nýtt til að fá meira pláss. Kannski að velja eitt sem er minna, eða með hillum - jafnvel eitt úr gleri sem virðist vera ósýnilegt og loftar vel um. Þannig færðu notagildi úr borðinu og þetta sjónræna verður að sama skapi léttara.

Hliðarborð frá Kartell fæst í tveimur litum. Dúka - 47.900 kr.
Eikarborð frá Søstrene Grene - 13.680 kr.
Hliðarborð frá Søstrene Grene úr FSC vottaðri furu - 4.800 kr.
Smart sófaborð frá Ferm Living - með tveimur grófum stöplum og fínlegri glerplötu sem veitir létta ásjónu.

Svona fá skrautmunir að njóta sín

Það er auðvelt að elska skrautmuni, sem þó geta virkað yfirþyrmandi og stundum draslaralegir í lítilli stofu. Byrjaðu á því að flokka hlutina þína - plöntur, kertastjaka, vasa og svo framvegis og raðaðu saman á ákveðna staði þannig að það lofti um á milli, í stað þess að dreifa um allt rýmið.

Smart uppröðun á sófaborðinu. Mynd: Pinterest
Hér fá smáhlutirnir að njóta sín. Mynd: Pinterest
Létt yfirbragð á borði - þar sem skrautmunir eru í forgrunni. Mynd: Pinterest
Það má blanda hlutum saman á ýmsa vegu. Mynd: Designermsk.com
Vasar og stjakar frá H&M Home - sem er alltaf með puttann á púlsinum og með svo smart skrautmuni fyrir heimilið.

Ljóst er léttara

Almenna reglan er sú að ljósir litir fái rými til að virka stærri og öfugt með dökka liti. Í litlum stofum er gott að halda sig við ljósa tóna - t.d. ljósgrátt eða beis. Og með því að velja t.d. sófa og veggi í sama lit, þá munu húsgögnin ekki virka of lítil eða of þung í rýminu.

Ljóst og lekkert eru einkunnarorð í þessari stofu. Mynd: Decorilla.com

Það er gaman að skreyta með veggfóðri, en í litlum stofurýmum er gott ráð að veggfóðra gluggavegginn. Þannig forðastu að mynstrið verði of mikið. Eins er gott ráð að hengja upp þunnar gardínur, það hjálpar til að mýkja upp mynstrið.

Einn vinsælasti vasi síðustu missera er Shell Pot, enda einstaklega fallegur. Epal - 14.900 kr.
Hvítur vaðfugl frá Normann Cph. Epal - 7.150 kr.
Kubus kertastjaki í hvítu. Líf og list - 22.850 kr.
Skúlptúr frá HEKLA Ísland. Dúka - 11.500 kr.
Það eru flottar útlínur í þessum vasa. Líf og list - 11.760 kr.

Glerhurðar eru smart

Ef það er ein eða fleiri hurðar sem tengja stofuna við restina af heimilinu, þá er hugmynd að skipta henni út fyrir glerhurð. Það hleypir meiri birtu inn og stofan virkar ekki eins lokuð fyrir vikið. Það finnast margar flottar glerhurðar í dag, þá einna helst sérsmíðaðar.

Glerflekar sem stúka af eldhús og stofurými, án þess að loka of mikið á hvort rýmið fyrir sig. Mynd: Pinterest.
Hér má sjá hamrað gler sem kemur mjög vel út. Mynd: Pinterest.
Skálarnar Ripple frá Ferm Living koma 4 saman í pakka. Epal - 9.200 kr.
Hangandi kúla fyrir blóm eða kerti. Dúka - 3.490 kr.
Glerkúla frá GEJST. Líf og list - 11.340 kr.
Mynd: Pinterest
Glerveggir geta verið tignarlegir!
Fallegir skrautmunir frá Cooee en merkið fæst í Epal, Smáralind.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home

Heimili & hönnun

Heimilistrend á góðum díl

Heimili & hönnun

Stílistinn mælir með þessu á pallinn í sumar