Aðalstjarna kvöldsins
Með fallegu leirtaui, skreytingum og öðrum fylgihlutum - þá mun hátíðarborðið vera aðalstjarna kvöldsins. Það er hér sem við njótum góðs matar yfir notalegum samræðum.
Hlýja á jólaborðið
Kerti og servíettur eru ómissandi partur á borðið - þá sérstaklega hlýjan frá bjarmanum sem gefur ákveðinn tón þegar sest er til borðs. Svo ekki sé minnst á jóladúkinn sem setur matarborðið í sparifötin.
STÍGUR er splúnkunýr og smart dúkur frá IHANNA HOME. Grófari vefnaður er í 30 cm rönd sem liggur eftir endilangri miðju dúksins og myndar einskonar mínimalískan löber. Lágstemmt en gefur smá krydd á borðið. Dúkurinn er fáanlegur í tveimur litum, natur og gráu. Fæst í Epal.
Við mælum með fleiri tipsum frá stílista til að skreyta hátíðarborðið HÉR.