Fara í efni

Frískaðu upp á baðherbergið

Heimili & hönnun - 7. apríl 2021

Áður fyrr réði notagildið eitt og sér nánast öllu við baðherbergishönnun og voru rýmin oft eins lítil og komist var upp með. Í dag kveður hins vegar við annan tón. Baðherbergi hafa almennt stækkað í takt við breyttar kröfur þar sem heilsulindir eru oftar en ekki helsti innblásturinn.

Þegar kemur að hönnun baðherbergja er gott að hugsa fyrst hvers konar andrúmsloft sóst er eftir að skapa. Hvít baðherbergi hafa alla jafna verið mjög vinsæl en hvítur er tákn hreinleikans og gefur þau skilaboð að hreinlætið sé í fyrirrúmi. Dökk baðherbergi hafa hins vegar sótt í sig veðrið undanfarin ár og minna oft á fyrsta flokks heilsulindir þar sem slökun er lykilatriði. Walk-in sturta eða stórt frístandandi baðkar er ekki lengur eitthvað sem velja þarf á milli heldur búa rýmin oft yfir hvoru tveggja. Það má því segja að baðherbergið sé nokkurs konar athvarf þar sem hægt er að eiga gæðastundir og algjörlega gleyma amstri dagsins.

Uppröðun í rýminu er gríðarlega mikilvæg og eru það algeng mistök að baðkari, sturtu, salerni og vaski sé stillt svo þétt upp við veggi rýmisins að of stórt gólfpláss myndast fyrir miðju. Ein regla gildir þó við uppröðun en ekki er talið gott að þegar baðherbergisdyr eru opnaðar að klósettið sé það fyrsta sem blasir við. Því er til dæmis betra að staðsetja vask í beinni sjónlínu frá hurðaropi. Góð lýsing er einnig mjög mikilvæg og skiptir þá máli að tengja ekki öll ljós rýmisins við sama rofann. Gott er að hafa möguleika á góðri vinnulýsingu yfir vaski en einnig að hafa ljósdeyfi svo auðvelt sé að breyta lýsingunni eftir þörfum. Speglar eru einnig mikilvægt atriði og geta þeir látið lítil rými virka mun stærri.

Hvað lita- og efnisval varðar þá gildir engin ein algild regla. Best er þó að velja endingargóð efni bæði í gólfefnum og innréttingum. Það er engin nauðsyn að flísaleggja allt í hólf og gólf heldur getur málning með réttu gljástigi þjónað sama tilgangi. Japönsk áhrif með áherslu á jafnvægi í formum og náttúrulegt efnisval hafa verið mjög áberandi undanfarin ár. Að nota við inni á baðherbergjum, til dæmis í innréttingar, getur verið góð leið til þess að fá aukinn hlýleika og mýkt til móts við harðar flísar. Það er yfirleitt mikil fjárfesting að taka baðherbergi í gegn og því mikilvægt að hugsa vel fram í tímann og velja það útlit sem talið er klassískast hverju sinni. Falleg handklæði, sápupumpur, klósettburstar og öðrum fylgihlutum er auðvelt að skipta út og getur það eitt og sér frískað upp á rýmið og gjörbreytt stemningunni. Pottaplöntur, fallegur baðsloppur, körfur og góður ilmur getur svo algerlega sett punktinn yfir i-ið.

Góður ilmur gerir gæfumuninn inni á baði.

Þú færð falleg handklæði í nútímalegum litatónum í H&M Home í Smáralind.

H&M Home.

Körfur undir smáhluti gefa baðherberginu hlýlegan fíling.

Klósettburstar og sápupumpur eru fylgihlutir sem setja punktinn yfir i-ið inni á baði.

Það er engin nauðsyn að flísaleggja allt í hólf og gólf heldur getur málning með réttu gljástigi þjónað sama tilgangi. Hér má sjá töff útfærslu.

Þú færð allskyns fínerí fyrir baðherbergisyfirhalningu í Smáralind.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið

Heimili & hönnun

Jólagjafa­hugmyndir Lindu Ben

Heimili & hönnun

Góð ráð frá stílista fyrir hátíðarborðið

Heimili & hönnun

Jólagjafir fagurkerans