Fara í efni

Gefðu lífinu lit

Heimili & hönnun - 14. maí 2021

Tískustraumar hafa mikil áhrif á litaval innanhúss og það er mjög áhugavert að sjá hvernig tískan fer í hringi. Heitustu litirnir í vor og sumar eru svokallaðir ,,candy colors’’ sem margir þekkja sem pastelliti en þeir voru einnig mjög vinsælir á sjötta áratugnum.

Það er löngu vitað að litir hafa áhrif á líðan fólks og þess vegna er mikilvægt að velja rétt. Margir nýta vorin og sumrin í að breyta til heima við og taka upp málningarpenslana enda kjörið að nýta birtuna til að mála. Margir verða ringlaðir þegar kemur að því að velja liti inn á heimilið enda er aðstoð við litaval ein algengasta beiðnin sem innanhússhönnuðir fá.

Sængurver, púðaver og fylgihlutir úr H&M Home.

Hin fullkomna formúla

Margir eru hræddir við að fjölga litum á heimilinu af ótta við að það endi eins og nammibarinn í Hagkaup en hlutföll lita í umhverfinu skipta höfuðmáli til að skapa gott andrúmsloft. Sú formúla sem best er að fara eftir er svona: 60% af rýminu ætti að vera í 1-2 aðallitum, ss veggir, gólf og stærstu húsgögnin. Eins ætti 30% af rýminu að vera í litum sem tóna vel við aðallitinn og lyfta honum upp. Þar erum við að tala um liti sem eru úr sömu litafjölskyldu, ekki andstæðir litatónar. Stakir veggir, svokallaðir bakgrunnsveggir, gardínur, mottur og smærri húsgögn. 10% af rýminu er svo gott að krydda með andstæðum litatónum, eins og með myndum, málverkum, plaggötum, púðum og öðrum skrautmunum.


 

Hér tala andstæðir litir vel saman. Púðarnir eru í hlýjum, brúnum tón sem poppar vel á móti grængráum veggnum.

Fáðu litaprufur

Litaprufur eru mjög gagnlegar þegar kemur að því að velja rétta litinn. Hvítur, svartur og grár eru svokallaðir hlutlausir litir og flokkast í raun ekki sem litir í litahringnum. Gott er að hafa í huga að ef stórir fletir eru málaðir með þeim getur það gert aðra raunverulega liti mjög áberandi.
Málaðu frekar stærri flöt en smærri með litaprufunni og fylgstu með hvernig hann breytist eftir birtustiginu. Dagsbirta er blá og raflýsing yfirleitt gul og geta litir því breyst mjög eftir tíma sólarhrings.

Prufur geta komið að góðum notum þegar velja á liti fyrir heimilið.

Taktu mið af umhverfinu

Litir úr umhverfinu geta endurskastast inn til okkar og haft töluverð áhrif á það hvernig litirnir inni birtast okkur. Nærliggjandi byggingar eru þar helsti sökudólgurinn. Þess vegna er mjög mikilægt að fá litaprufur og prófa þær á fleiri en einum stað, bæði nálægt gluggum og fjær þeim.

 

Birtan getur haft mikið að segja um það hvernig litir birtast okkur og nærliggjandi umhverfi spilar þar líka stóra rullu.

Mynstur

Margir eru hræddir við mynstur hvort sem það er í textíl eða veggfóðri. Mynstur eru vandmeðfarin en geta svo sannarlega sett punktinn yfir i-ið ef rétt er farið með þau. Engin ein regla gildir en besta leiðin er að velja liti í mynstrunum sem tóna vel saman. Lífræn form hafa verið mjög vinsæl upp á síðkastið en þau henta einmitt mjög vel með þeim mjúku litatónum sem hafa verið ríkjandi.

 

Hér hefur vel tekist til að blanda mynstrum saman.

Prófaðu þig áfram


Til að prófa sig áfram með mynstur er auðveldast að nota textíl eins og púða, teppi og mottur. Ef blanda á saman fleiri en einu mynstri skaltu ákveða hvaða munstur á að vera aðalatriðið og leyfa hinum að vera í bakgrunni. Yfirleitt taka stór mynstur sig best út á stórum flötum eins og veggjum, stærri húsgögnum og gardínum þar sem allt mynstrið fær að sjást en fíngerðari mynstur með miklum smáatriðum eru betri á smærri flötum líkt og púðum og smáhlutum.

Hér er mynstrum og litum blandað saman á skemmtilegan hátt hjá H&M Home.
Púðar og fylgihlutir eins og blómapottar gera leik að litum auðveldan. Mynd frá H&M Home þar sem mikið úrval er af smáhlutum fyrir heimilið.

Poppaðu upp á rýmið með fylgihlutum í lit

Hér eru fallegir smáhlutir úr Søstrene Grene.

Søstrene Grene, Smáralind.
Søstrene Grene.
Skemmtilegar litapælingar frá framleiðandanum HAY.
Dásamlega smart notkun á litum hjá HAY.

Smáhlutir í lit

Gera mikið fyrir stemninguna.

Nýtt og spennandi frá Lyngby.
Fallegir litir úr væntanlegri línu Lyngby en borðbúnaður frá merkinu fæst í Líf og List í Smáralind.
Gullfallegu glösin frá Frederik Bagger fást í Líf og List í Smáralind.
Múmínbollinn er kominn í pastelbúning. Fæst í Líf og List og Dúka, Smáralind.
Borðbúnaður frá Bitz fæst í allskyns litatónum í Líf og List í Smáralind.
Skemmtileg fagurblá hilla úr Dúka, 8.590 kr.
Skemmtileg stemningsmynd frá framleiðandanum HAY.

Róm var ekki byggð á einum degi og það sama gildir um heimilið. Að skapa rétta andrúmsloftið getur tekið tíma og um að gera að prófa sig áfram!

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið

Heimili & hönnun

Jólagjafa­hugmyndir Lindu Ben