Hönnun sem staðist hefur tímans tönn

Arne Jacobsen þekkja flestir en hann var danskur arkitekt og hönnuður. Hann átti gríðarstóran þátt í að koma danskri hönnun á heimskortið en ásamt því að hanna húsgögn og þekktar byggingar hannaði hann einnig klukkur sem hafa algerlega staðist tímans tönn.

Hönnun sem staðist hefur tímans tönn

Arne Jacobsen þekkja flestir en hann var danskur arkitekt og hönnuður. Hann átti gríðarstóran þátt í að koma danskri hönnun á heimskortið en ásamt því að hanna húsgögn og þekktar byggingar hannaði hann einnig klukkur sem hafa algerlega staðist tímans tönn.


LK og Station


Á fjórða áratugnum hannaði Jabobsen hús fyrir H.J.Hansen, þáverandi forstjóra Lauritz Knudsen. Hansen hafði mikla trú á hinum unga og efnilega arkitekt og bað hann um að hanna fyrir sig borðklukku sem átti að prýða heimilið. Á þessum árum tíðkaðist gjarnan að þeir arkitektar sem fengnir voru til að hanna byggingar sáu einnig um alla innanhúshönnun og margir hverjir hönnuðu húsgögn, ljós og smáhluti sem voru sérsniðnir að viðskiptavininum. Borðklukka Jacobsen fyrir J.H. Hansen leit fyrst dagsins ljós árið 1939 og var hún sýnd á hönnunarsýningu í Charlottenborg en á vori hverju koma þar saman þekktir hönnuðir og sýna nýjungar. Sýningin hefur verið haldin árlega síðan 1857. Var þetta upphafið en Jacobsen átti eftir að hanna fleiri klukkur.

Station klukkan eftir Arne fæst í Líf og List, Smáralind.
LK borðklukkan eftir Arne fæst í Líf og List, Smáralind.


Roman


Á sýningunni í Charlottenborg var Station-klukkunni vel tekið og stuttu síðar tók Jacobsen þátt í samkeppni um byggingu ráðhússins í Árósum ásamt Erik Møller en það var vígt árið 1942. Byggingin er 19.380 fermetrar að stærð og klædd gráum norskum marmara. Kröfur verkkaupandans voru á þá leið að klukkuturn yrði að vera við bygginguna sem átti að verða einhvers konar kennileiti fyrir Árósa. Jabobsen var ekki hrifinn af turnum en lét þó undan kröfunum og skartar byggingin 60 metra háum klukkuturni. Klukkuna á turninum hannaði Jacobsen sjálfur og fékk hún nafnið Roman sem vísar í rómversku tölustafi klukkunnar.

City Hall


Jacobsen hannaði mörg hús og stærri byggingar í úthverfum Rødovre á sjötta og sjöunda áratugnum en þar hannaði hann meðal annars ráðhús. Byggingin var vígð árið 1956 og er sérstök að því leitinu til að hún þykir ein besta hönnun Jacobsen. Þar hannaði hann hvert einasta smáatriði og innréttaði hann bygginguna með húsgögnum sem hann hannaði sjálfur og notaðist hann bæði við Sjöuna og Maurinn svo eitthvað sé nefnt. Við bygginguna er stórt ráðhústorg en líkt og mörg ráðhús þá skartar það klukku. Jacobsen hannaði klukkuna fyrir ráðhúsið sem nefnist City Hall.

Bankers


Árið 1961 vann Jacobsen samkeppni um hönnun nýs landsbanka í Kaupmannahöfn. Byggingin er á sex hæðum og um 20 metra há og eitt þekktasta kennileitið þar í borg. Í anddyri bankans er stór veggur sem klæddur er panel af perutrjám sem gefur ákveðna mýkt þar sem aðrir veggir eru klæddir norskum marmara. Á viðarklæddum veggnum er að finna klukku eftir Jacobsen sem sérstaklega var hönnuð fyrir bygginguna árið 1971 og nefnist hún Bankers.
 
Í dag er arfleifð Jacobsen haldið á lofti af eigendum vörumerkisins Arne Jacbosen en eftir að fyrsta borðklukkan var hönnuð af arkitektinum sjálfum hafa fleiri útgáfur komið á markað sem unnar voru eftir hans þekktu teikningum af veggklukkunum. Búið er að uppfæra tæknilega eiginleika í takt við nútíma þægindi og fleiri litir hafa einnig bæst við.

Klukkurnar eru sérlega fallegar á náttborðið en henta einnig vel á skrifborðið og fást í Líf og List.

Hönnun Arne Jacobsen stenst tímans tönn en þú færð klukkurnar eftir hann í Líf og List í Smáralind.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.