Hugmyndir fyrir heimilið (og skattfrídagar!)

Aðdáendur innanhússhönnunar geta glaðst yfir skattfrídögum hjá Pennanum Eymundsson. Hér eru góðar hugmyndir til að prýða heimilið sem fást á góðum díl til 7. september.

Hugmyndir fyrir heimilið (og skattfrídagar!)

Aðdáendur innanhússhönnunar geta glaðst yfir skattfrídögum hjá Pennanum Eymundsson. Hér eru góðar hugmyndir til að prýða heimilið sem fást á góðum díl til 7. september.

Fyrir aðdáendur innanhússhönnunar er The Kinfolk Home einskonar biblía. Penninn Eymundsson, 7.999 kr.

Úr bókinni The Kinfolk Home, Interiors for Slow Living sem er endalaus uppspretta hugmynda fyrir heimilið.

The White Company gaf út innanhússhönnunarbókina For The Love of White en hún er einstakt augnayndi og heimilisprýði.

Hér má sjá fallega opnu úr bókinni frá The White Company.

Coat Dots-snagarnir eru hönnun Hella Jongerius frá árinu 2013. Þeir lífga upp á hvert rými en þeir koma þrír saman og fást einnig í rauðri pallettu og grænni.

Fallegir inn á baðherbergi fyrir handklæði.
Hér má sjá snagana í grænu.

Goðsagnakenndu hönnuðirnir Charles og Ray Eames eru meðal stærstu hönnuða tuttugustu aldarinnar. Þeir eru þekktastir fyrir tímamóta húsgagnahönnun en þeir hafa líka skapað mikilvæg, tilraunakennd og falleg listaverk í formi arkitektúrs, textíl-, vöru- og grafískrar hönnunar og kvikmynda- og ljósmyndaverk. Bókin með verkum þeirra fæst í Pennanum Eymundsson og er skyldueign fyrir fagurkerann.

Catwalk-bækurnar hafa verið vinsælar en þær eru fullkomnar kaffiborðsbækur og algert heimilisprýði. Hver kann ekki að meta það að glugga í stútfulla bók af Chanel? Penninn Eymundsson, 12.999 kr.

Dagar Karls Lagerfelds hjá tískuhúsinu Chanel voru goðsagnakenndir fyrir margra hluta sakir. Hér er opna úr bókinni.

Skattfrídagar standa yfir í Pennanum Eymundsson til 7. september og því tilvalið að nýta tækifærið til að prýða heimilið.

Meira spennandi

Sætar hugmyndir fyrir saumaklúbbinn

Bakaður ostur með pekanhnetum 1 Dala Auður50 g saxaðar pekanhnetur4 msk....

Höfum það huggó heima

Sofðu vel Hvað er notalegra en að skríða uppí þegar nýtt er á rúmunum? Rúmfötin...

Ég fer í fríið

Hvítt og beislitað dress, chic sólgleraugu og sandalar og klassískar perlur heilla. Punkturinn yfir i-ið er smá rokk og ról í formi...

Brot af því besta á útsölu

Klassískur blazer, fullkominn yfir gallabuxur og stuttermabol í sumar. Zara, 6.995 kr.

Á óskalistanum fyrir heimilið

Kusintha glerserían frá Bitz er á óskalistanum okkar en hún er framleidd á Spáni úr litum sem passa vel...

Nýtt í H&M Home

Þessi gullfallegi bakki er nýkominn í verslun H&M í Smáralind og við erum sjúklega skotnar. Hversu fallegur?

Stílisti velur brot af því besta á Kauphlaupi

Ultima Thule-línan er til á mörgum heimilum og eflaust margir sem vilja bæta við safnið. Það munar um 20%...

Á óskalista stílista

Augnakonfekt Dásamlega fallegur vasi undir þurrkaðan blómvönd. Við eigum auðvelt með að réttlæta fyrir...

Litríkt og ljúft fyrir herbergi litla fólksins

Lindex Baby Home-vörurnar fást í Smáralind. Nýja Lindex Baby Home-línan er litrík og ljúf fyrir herbergi yngstu kynslóðarinnar.

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 20.000 kr. gjafakort Smáralindar.